Frón - 01.01.1943, Page 12

Frón - 01.01.1943, Page 12
6 Sigfús Blöndal GuSmundur Björnsson hóf umræður. Hann var líklega bezt máli farinn allra stúdenta, sem þá voru í Höfn. Flestum ræðumönnum þótti læknaskólinn óhafandi eins og hann var á þeim tímum. í marzmánuði er rætt um s t o f n u n 1 a g a s k ó 1 a, og er það Sigurður Pétursson frá Sjávarborg, sem hefur máls á því. Voru flestir samdóma honum í því að brýn þörf væri á innlendri lagakennslu. Á þeim fundi las aðalskáld okkar yngri stúdenta Porsteinn Gislason upp kvæði. Á aprílfundinum (V4) heldur Helgi Pétursson (Dr. Helgi Péturss) fyrirlestur um jarðfræði 1 s 1 a n d s, en Bjarni Jónsson frá Vogi les upp kvæði. Ávarp var þá sent til íslandsvinarins Konráðs von Maurer, sem um það 'leyti varð sjötugur. Dagbók mín 1893 endar 30. maí á því að þá var haldið samsæti í Lassens Lokaler, St. Annæplads 13, til að kveðja þá bræður Dr. Þorvald Thoroddsen, sem hafði dvalið hér um veturinn, og bróður hans Sigurð Thoroddsen, sem þá hafði nýlega tekið verkfræðingspróf og fór nú til Islands ásamt bróður sínum. Eggert Briem tók líka próf þá nokkru síðar um vorið og fór heim, en ég hef ekki skráð neitt um kveðjusamsæti honum til handa, — enda liklega þá ekki í borginni. Á aðalfundi 2. febr. 1894 verða stjórnarskipti. Formaður er kosinn Þorlákur Jónsson, skrifari Sigurður Pétursson frá Ánanaustum og gjaldkeri Magnús Sæbjörnsson. í varastjórn eru kosnir: varaformaður Sæmundur Bjarnhéðinsson, ég varaskrifari og Jón Hermannsson (siðar tollstjóri í Reykjavik) varagjaldkeri. 28. marz er rætt um útgáfu islenzkra alþýðurita. 17. apríl eru þeir Guðmundur Hannesson og Magnús Jónsson (síðar sýslumaður) kvaddir. 19. apríl held ég svo fyrirlestur um Walter Scott. Dr því ég minnist á Scott get ég ekki annað en tilfært gamanvísu um sjálfan mig. Um þær mundir voru gerðar gátur um flesta stúdenta, og voru flestar vísurnar eftir okkur Þorstein Gíslason. Út af Scott fékk eg þessa vísu: Hver er einn, sem ástir flýr, alltaf tómri grísku spýr, þykir tyrkneskt tóbak gott og trúir á hann Walter Scott? og hvað sem hinu líður hef ég alltaf haldið tryggðum við þann ágætismann. 12. maí var haldinn skemmtilegur skógartúr. Við fórum með járnbraut til Lyngby, gengum til Frederiksdal eftir

x

Frón

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.