Frón - 01.01.1943, Qupperneq 15

Frón - 01.01.1943, Qupperneq 15
Stofnun Félags íslenzkra stúdenta 9 þá og síðar að ganga reglulega á Gymnastikinstitut Rasmussens, sem þá var á Jakob Dannefærdsvej, og hélzt það alllengi. Líka komum við á boltaleikum á sumrum á Nörrefælled, og á eftir fórum við í sjó á Helgolandi, sem þá var sunnan til á Strand- veginum. 6. apríl held ég fyrirlestur um L ú k í a n. 25. apríl eru svo samþykktar áskoranir til Alþingis um lagaskólann og íslenzkar kennslubækur. 4. maí heldur Finnur Jóns- son fyrirlestur um Heimskringluhandrit. Ég var á Is- landi það sumar, en ég sé að 22. júní hefur verið haldið samsæti á Bellevue til að minnast hins endurreista Alþingis, sem þá átti 50 ára afmæli, og 23. júlí halda stúdentar samsæti til að kveðja hinn nýorðna rektor Latínuskólans Dr. Björn M. Ölsen, sem hafði dvalið þá um hríð í Danmörku, og um leið voru þeir kvaddir Sigurður Sivertsen (síðar prófessor) og Sigurður Hjörleifsson (Kvaran), sem þá höfðu lokið embættisprófi og ætluðu heim. 28. sept. er rætt um ölmusur skólapilta og náms- styrki stúdenta. 2. nóv. segir Porsteinn Erlingsson frá rannsóknum sínum á íslandi um sumarið, — hann hafði verið að rannsaka rústirnar í Pjórsárdal. 1. desember heldur Porvaldur Thoroddsen fyrirlestur um síðustu rann- sóknarferð sína á íslandi. Á eftir var púnsdrykkja og mikill gleðskapur. Árið 1896 byrjar á því að 4. jan. hefur Finnur Jónsson umræður um ferðir íslenzkra stúdenta til há- skóla á Norðurlöndum. Umræðurnar urðu óvenjulega snarpar. Aðalmótmælandi Finns var Dr. Jón Þorkelsson, sem mjög kröftuglega mælti með stofnun háskóla á íslandi. 2. febrúar var haldinn aðalfundur. Knútur Zimsen, þá stud. polyt., síðar borgarstjóri í Reykjavík, var nú kosinn formaður, ég skrifari, og ég hygg að Helgi Jónsson hafi haldið áfram sem gjaldkeri. Á þessum fundi hélt ég fyrirlestur um A r i s t o f a n e s. Þá var sögukennaraembættið við Reykjavíkurskóla laust, og var sam- þykkt að senda áskorun til ráðherra um að veita það embætti manni, sem hefði lagt stund á sagnfræði, en þar var ekki um aðra að gera en Boga Melsteð, sem hafði tekið meistarapróf í sögu og svo Jón Jónsson (Aðils), sem að vísu hafði ekki Iokið prófi, en hafði fengið orð á sig sem lipur rithöfundur og efni í vísindamann á þessu sviði. Embættið var nú samt veitt Porleifi H. Bjarnasyni, sem hafði þá í nokkur ár verið tímakennari við skólann, og að vísu var mesti sómamaður, en ekki sérfræðingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frón

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.