Frón - 01.01.1943, Side 17

Frón - 01.01.1943, Side 17
Stofnun Félags íslenzkra stúdenta 11 hann hélt á stúdentafundi, — hann notaði orðið »reynsla«, hugsaði sig svo um, eins og liann væri að Ieita að betra orði, og sagði svo með mikilli áherzlu: »Erfaring«! Við bjuggum til einskonar orðabók dansk-íslenzka, sem lá frammi á fundum, og gátu menn þar stungið upp á nýyrðum, sem vert væri að innleiða í stað útlendra orða. Ég veit ekki hvað um þá bók hefur orðið síðar, — hún lá frammi á fundum nokkur ár —, og sízt af öllu grunaði mig þá, að það ætti fyrir mér að liggja að verja 22 árum af bezta skeiði æfi minnar til að vinna að þvi að smíða íslenzka orðabók. Ég sé annars að 1897 á janúarfundi talar Helgi Jónsson um ræktun Islands. Á aðalfundinum 6. febrúar var, að undirlagi próf. Júlíusar Lassens, sem þá var nýlega orðinn Garðprófastur og var Islendingum mjög velviljaður, rætt um breytingu á Garðstyrknum, þannig að íslenzkir stúdentar skyídu framvegis fá hann þá fyrst er þeir hefðu staðizt heimspekispróf, en ekki strax og þeir kæmu til háskólans; mælti það helzt með þessu, að reynsla þótti fengin fyrir því, að sumir kæmu hingað og slæptust og skemmtu sér hér eitt eða tvö ár og færu svo heim aftur án prófs, en slíkt gramdist auðvitað mörgum, Dönum ekki sízt, og ýmsir íslenzkir stúdentar voru líka gramir yfir þessu. F*ó sýndi það sig á fundinum að flestir voru þessu mótfallnir, og varð svo ekkert gert frekar í því máli. 27. febr. voru þeir kvaddir Oddur Gíslason, siðar bæjarfógeti, Kristján Kristjánsson læknir og Helgi Jónsson, sem þá höfðu lokið prófi. Ég sé að Finnur Jónsson hefur 3. apríl talað um íslenzka sagnaritun. Um vorið er Haraldur Níelsson kvaddur og nokkru síðar Sæmundur Bjarnhéðinsson og Stein- grímur Jónsson. 9. júní er nýjum heimspekingum fagnað með púnsi, og seint um sumarið, 29. ágúst, er nýjum stúdentum fagnað. Dr. Valtýr Guðmundsson heldur 1 e i ð a r þ i n g 10. okt. og varð þá mikið rifrildi út af miðlun hans. 14. okt. er haldinn almennur stúdentafundur, sem þeir boða til Jón Eorkelsson frá Reynivöllum (síðar málafærslumaður), Jón Svein- björnsson (síðar konungsritari), Haraldur l’órarinsson (þá mál- fræðingur, síðar prestur) og Karl Nikulásson (þá dýralækninga- nemi, síðar kaupmaður og konsúll). 31. okt. talar Bogi Melsteð í Stúdentatelaginu, og aftur 4. desember. Voru nú flestir stúdentar hér mjög andvígir stefnu Dr. Valtýs. Fundarályktanir, sem við gerðum, voru prentaðar í blöðum heima, og blöð þeirra Valtýinga, einkum »ísafold«, jusu skömmunum yfir okkur. Ágúst Bjarnason var endurkosinn formaður á aðalfundi 1898,

x

Frón

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.