Frón - 01.01.1943, Qupperneq 19

Frón - 01.01.1943, Qupperneq 19
Frá síðustu starfsárum Félags íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn Eftir Jakob Benediktsson. ögu þeirri sem sögð er í næstu grein hér á undan verður ekki haldið áfram að sinni, því að eins og nú er ástatt verður ekki náð til þeirra gagna sem á Islandi eru til um starfsemi íslenzka stúdentafélagsins í Kaupmannahöfn. En til þess að sýna einhvern lit á því að minnast athafna félagsins á hálfrar aldar afmæli þess, skal hér gerð tilraun til að segja nokkuð frá síðasta þriðjungi þess tímabils sem það hefur starfað. Starfsemi Stúdentafélagsins hefur á þessum árum — eins og alltaf frá stofnun þess — verið aðallega tvenns eðlis: annars vegar þau mál sem snertu stúdenta sjálfa beinlínis, bæði almennt félagslíf þeirra og hagsmunamál, hins vegar fyrirlestrar og umræður um þau þjóðfélags- og menningarmál sem efst voru á baugi bæði í íslenzku þjóðlífi og almennum stjórnmálum. Um- ræðuefnin á fundum félagsins hafa því oftast mótazt af þeim deiluefnum sem harðast var um barizt á íslenzkum og alþjóðlegum vettvangi. Eins og gefur að skilja hafa almenn stjórnmál alltaf fyrst og fremst verið rædd í félaginu frá íslenzku sjónarmiði og með beinu tilliti til þeirra áhrifa sem þau kynnu að hafa á íslenzkt stjórnmála- og menningarlíf. En söguþróun síðustu ára hefur hins vegar átt sinn þátt í því, á hvoru bar meir á fundum félagsins, íslenzku málunum eða almennari deiluefnum. Pegar sá sem þetta ritar kom til Hafnar haustið 1926, var félagið frekar fámennt á móts við það sem síðar varð. Islenzkir Hafnarstúdentar við nám voru þá eitthvað rúmir 20, og auk þeirra voru í félaginu nokkrir eldri háskólaborgarar, en fæstir þeirra sóttu fundi að staðaldri. Fundir voru því ekki fjölmennir, en hins vegar tóku hlutfallslega fleiri þátt í umræðum og öðrum störfum félagsins en síðar varð raun á, þegar félagsmönnum fjölgaði. Um þetta leyti voru enn uppgangstímar víðast í veröldinni, og ekki farið að brydda á kreppunni sem skömmu síðar varpaði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frón

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.