Frón - 01.01.1943, Side 21

Frón - 01.01.1943, Side 21
Frá síðustu starfsárum Fclags íslenzkra stúdenta 15 undanteknum — þótt harkalega væri stundum á þá ráðizt, heldur ræddu málin með hógværð og stillingu og veittu stúdentum aS jafnaSi höfSinglega á eftir aS launum fyrir skammirnar. Pó lét Tryggvi Pórhallsson þess getiS á síSari fundinum er hann sat, aS heldur vildi hann eiga þingsæti sitt undir Strandamönnum en Hafnarstúdentum, og var þaS aS vonum. Auk þessara funda, sem eingöngu snerust um íslenzk stjórn- mál, bar margt annaS á góma, sem telja má til almennra ])jó5- félagsmála; t. d. var rætt um PjóSabandalagiS og þátttöku íslands í því, um kirkjuna og þjóSfélagiS (tvisvar), um friSarstefnur (pacifisma) o. s. frv. SömuleiSis voru rædd mörg einstök atriSi íslenzkra þjóSmála, svo sem þingrofiS 1931, atvinnuleysismálin (1932), landbúnaSarmál á íslandi o. s. frv. UmræSur voru oftast fjörugar og stundum töluvert harSar, því aS menn skiptust lengstum í nokkuS ákveSna flokka. Voru málin ])á ósjaldan sótt og varin af meira kappi en forsjá. Nokkrir hinna áhugasömustu félagsmanna lögSu á þessum árum traustari undirstöSu aS þátt- töku sinni í umræSum meS því aS efla til leshrings um þjóS- félagsmál, sem starfaSi í ýmsum myndum um margra ára skeiS, og átti drjúgan þátt í því aS afla mönnum nokkurrar þekkingar á almennum málum. En um leiS skapaSist utan um þennan leshring nokkuS harSsnúinn flokkur, sem lengi bar mest á í um- ræSum á fundurn félagsins. I’rátt fyrir þessa flokkaskiptingu og allar deilur er óhætt aS segja aS félagiS var í heild sinni mjög frjálslynt, eins og þaS mun hafa veriS mestan hluta ævi sinnar; skoSanamunurinn stafaSi oftast af meiri eSa minni róttækni. Ljósast kom frjálslyndi félagsins þó jafnan fram í öllum menning- armálum. HvaS eftir annaS tóku fundir eindregna afstöSu gegn skoSanakúgun í öllum myndum og þeim aðgerSum íslenzkra stjórnarvalda, þar sem félagsmönnum virtist gengiS á rétt menntamanna eða snúiS inn á íhaldssamari brautir í menning- armálum, og hefur sú stefna félagsins haldizt óbreytt fram á þennan dag. Ymsar fundarsamþykktir um slík efni hafa veriS birtar í íslenzkum blöSum, en of langt mál yrði aS rekja þaS hér, enda mun mála sannast, aS þær hafi flestar boriS harla lítinn árangur annan en aS létta á samvizku félagsmanna um stundar- sakir. Á árunum 1933—34 kemur grcinilegur afturkippur í stjórn- málaáhuga félagsmanna. Lágu til þess ýms rök, bæSi innan félagsins og utan. Stjórnmálaþróunin í heiminum hafSi á ýmsan

x

Frón

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.