Frón - 01.01.1943, Page 23

Frón - 01.01.1943, Page 23
Frá síðustu starfsárum Félags íslenzkra stúdenta 17 stúdenta (Hermann Einarsson, nú mag. scient., 1935), Verkefni stúdenta (dr. Björn K. Pórólfsson, 1935), Menntaskólinn í Reykjavik (Pálmi Hannesson rektor, 1937), íslenzk menningarmál og stúdentar (Eiríkur Magnússon kennari, 1938) o. s. frv. Á öllum þessum fundum og fleirum slíkum hafa verið fjörugar umræður, og þó að þær hafi verið misjafnlega frjóar að nýstár- legum eða djúpvitrum hugmyndum, hefur frjálslyndi og fram- sækni félagsmanna komið þar hvað greinilegast í ljós, eins og áður var á minnzt. En auk þessara umræðufunda má telja til menningarstarfsemi innan félagsins fyrirlestra almenns efnis og fræðilegs og upplestur skáldskapar. Fyrirlestrar hafa verið fluttir fjölda margir um margvísleg efni, sem hér yrði of langt að telja. Sá var siður í félaginu á fyrstu árum þess tímabils sem hér segir frá, að nýbakaðir kandídatar fluttu erindi úr fræðum sínum á fundi. En þegar kandídötum tók að fjölga, varð þessu ekki lengur komið við, og lagðist með öllu niður eftir 1931, enda var lítil eftirsjá að, því að fyrirlestrar þessir voru oft helzt til einhæfir og misjafnir að gæðum. Eins og vænta mátti hafa þeir fyrirlestrar sem mest hefur kveðið að venjulega verið fluttir af eldri félags- mönnum og íslenzkum menntamönnum sem hér hafa verið á ferðalagi. Af hinum fyrri má einkum nefna þá prófessorana Finn Jónsson og Jón Helgason og heiðursfélaga Stúdentafélagsins dr. Sigfús Blöndal, sem er sá eini af stofnendum félagsins sem verið hefur í því frá upphafi, og hefur sennilega alls flutt þar fleiri erindi en nokkur annar. Af gestum félagsins á þessum árum, sem fyrirlestra fluttu, eru oss minnisstæðastir þeir Árni Pálsson prófessor, Davíð skáld Stefánsson, Kristinn Andresson mag. art., Kristján Albertson lektor, Sigurður Nordal prófessor og Pór- bergur Pórðarson rithöfundur. Ýms skáld og rithöfundar hafa sýnt félaginu þann sóma að lesa þar upp úr óprentuðum ritum sínum. Hafa félagsmenn þannig oft notið þeirra fríðinda, að heyra skáldrit flutt af höfundi sjálfum í fyrsta sinni á almannafæri. Skal þar fyrst og fremst nefna þá Guðmund Kamban, Gunnar Gunnarsson og Halldór Kiljan Lax- ness. Hinn síðastnefndi var um nokkurt skeið árlegur gestur félagsins og las þar upp úr bókum þeim sem hann hafði í smíðum í hvert skipti. Vinsældir hans í félaginu má nokkuð marka af því, að þegar eitt eintak af síðustu bók hans sem hingað hefur borizt, Fegurð himinsins, komst í hendur einum félagsmanni i desember 1940, var boðað til fundar og bókin lesin að mestu 2

x

Frón

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.