Frón - 01.01.1943, Blaðsíða 28

Frón - 01.01.1943, Blaðsíða 28
Tvær fullveldisræður i Flutt á íslendingamóti í Kaupmannahöfn 1. des. 1941 (hér lítiö eitt aukin). Þegar sú öld gekk í garð sem vér lifum á, voru ort á íslandi mörg kvæði til að kveðja gömlu öldina og fagna hinni nýju. í einu þeirra stendur þetta erindi sem allir kunna: íslenzkir menn! Hvað öldin ber í skildi enginn fær séð, hve feginn sem hann vildi. Eitt er þó vist: hún geymir hel og hildi... Þessi spádómur hefur rætzt, og það ennþá áþreifanlegar en skáldið hefur sennilega órað fyrir. Hel og hildur hafa vitjað íslands með þvílíkum hætti sem aldrei fyrr í sögu landsins, og má þó búast við að enn sé mikið eftir og ef til vill hið versta. Atburðir síðustu ára eru þannig vaxnir, að þeir hljóta að hafa stjakað óþyrmilega við hverjum íslenzkum manni, hvar á jarðarhnettinum sem hann hefur verið staddur, og þeir knýja oss til að hugleiða á ný aðstöðu vora í heiminum og hlutverk. Það er engin furða þó að oss stígi annað kastið til höfuðs sá stórfelldi mismunur sem hvarvetna verður fyrir ef vér berum saman það ísland sem nú er, við það sem verið hefur jafnvel í barnæsku þeirra manna sem ennþá eru á bezta aldii. Allar hinar verklegu framkvæmdir sem komið hefur verið til leiðar á fáum áratugum, vegir, brýr, hús og skip, hafa verið stórfellt átak smárri og félítilli þjóð. Og jafnframt hefur mikil breyting orðið á hugarfari íslendinga. Vér höfum lifað framsóknartíma með bjartsýni og djörfum vonum. Ennþá eimir að vísu allt of mikið eftir af fornum kotungshugsunarhætti, því tjáir ekki að leyna. Vér berum þess menjar enn í dag og að líkindum langt inn í ókomna tima, að vér höfum öldum saman verið litilsvirtar undir- lægjur erlendrar þjóðar. En hvað sem því liður, þykjumst vér nú orðið þess umkomnir að bera bakið beinna, rétta meira úr oss en vér gerðum fyrr. Ekki sízt það atriði að land vort var hafið í tigninni og tók sér sæti meðal ríkja, jafnvel þótt smátt sé og vesalt, hefur aukið sjálfstraust vort og gert oss upplits-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frón

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.