Frón - 01.01.1943, Qupperneq 41
Sigríður
35
Syngur yfir sundi
sár og þungur kliSur.
Pei! þei! þei! í blundi
þér er búinn friöur!
Hann sér, hvernig öldurnar vaggast og rísa á breiðu sundinu,
heyrir brimniðinn við ströndina þungan og sáran. Skipið bíður
ferðamannsins, sem situr við vögguna og kveður barnið sitt,
drenginn sinn litla, sem á að sofa.
Engjaslátturinn hefst, og Pórir fer á milli. Hann rekur hestana
yfir mýrarnar og sigar og hóar. I3aS er sterkur ilmur af fjalldrapa
í börðunum, og flóarnir eru hvítir af fífu. Hestarnir verða leirugir
og rauðir af rauðamýri; þeir svitna og blása í sólskininu. Stundum
er kalt. Pá hneppir I5órir treyjunni betur aS sér og reynir aS
hraSa sér. En hann má ekki fara of hratt, þá getur snarazt af.
Stundum er önnur sátan of létt, svo hann veröur aS setja stein
í hana. Stundum hallast á, svo hann veit ekki sitt rjúkandi ráS,
því reipin losna, og hann verSur aS fara af baki hvað eftir annað
og hanga í sátunum. Stundum snarast önnur sátan af, og hann
verSur aS velta hinni af líka, því hann hefir ekki krafta á aS
setja upp. Hundurinn geltir, hestarnir hneggja; úti í lyngmónum
ropar karrinn, og lóan kveSur bi uppi í háa lofti. Og heima á
túninu bætist kapall viS kapal af brúnu mýrarheyi.
Pau borSa miSdegismatinn í einhverri lautinni. l3au skiptast
á um hnífana og borSa grautinn úr fötunni og lokinu, flýta sér
aS vefja mataráhöldin saman og leggjast niður meS klúta yfir
andlitunum, og láta líSa í brjóstiS á sér augnabliks stund, en
I5órir verSur aS hafa andvara á sér, því hestarnir mega ekki
velta sér.
Kveldin eru hljóS og kyrrlát. Fjöllin virSast hærri eftir því
sem skuggarnir lengjast, og fólkiö verður undarlega ókunnuglegt
að sjá tilsýndar. Tóftin fyllist af heyi, sígur og fyllist á ný.
Hrífurnar og orfin verSa manni næstum samgróin, og hestarnir
verSa beztu vinir manns. Helga og SigríSur mjólka úti á hlaSinu.
TaS syngur í fötunum, þegar mjólkin streymir niður í þær.
SigríSur skolar sokkaplögg í læknum og slær þeim viS stein,
syngjnndi. Svo gægist nóttin hálfbjört inn um opna gluggana,
og andardrátturinn verSur djúpur af svefninum.
SigríSur er falleg! HáriS, augun, hendurnar, allt er þaS fallegt,
3*