Frón - 01.01.1943, Page 44

Frón - 01.01.1943, Page 44
38 Guðrún Jónsdóttir frá Prestsbakka vöngunum, augun eru grá, andlitið skarplegt, næstum hörkulegt. Hann sezt viS eitt borðið og leggur hattinn sinn og hanzkana á boröshornið, svo tekur hann dagblað upp úr frakkavasanum og fer að lesa. Póri verður litið á SigríSi, og hann verSur alveg forviSa. Hún roðnar fyrst út undir eyru og svo verSur hún náföl. Hún drekkur úr bollanum sínum í flýti og setur hann frá sér meS titrandi höndum; svo fer hún aS láta á sig hanzkana í fáti. HvaS er eiginlega aS henni? hugsar l3órir og skilur ekki neitt í neinu. En Andrés hefir ekki tekiS eftir neinu. Hann heldur áfram aS tala um botnvörpunga og vélbáta og félaga sína í verinu. SigríSur hneppir hönzkunum aS sér og frá sér á víxl, án þess að hlusta á þaS, sem hann segir, en hann heldur ótrauSur áfram aS segja frá og drekka kaffi. MaSurinn í gráa frakkanum leggur blaðiS frá sér, stendur upp og fer úr frakkanum, þaS er svo heitt inni. Hann biSur um kaffi og sezt niSur á ný, um leið og hann rennir augunum yfir stofuna rólega og annars hugar að sjá. Pórir er á nálum. Eitt- hvaS er aS gerast í kringum hann, eitthvaö undarlegt, sem enginn getur útskýrt fyrir honum, eitthvaS, sem titrar í loftinu og lætur hjartaS slá örara, án þess að hann skilji orsakir þess. Pau hafa lokiS kaffidrykkjunni, og Andrés borgar stúlkunni fyrir kaffiö. I’aS er áliSiS dags, og eftir stundarfjórSung á Andrés aS byrja í uppskipunarvinnunni. I’au ganga fram gólfiS á milli borSanna, heilsa hinum og þessum úr dalnum, líta til fiski- kaupmannanna, sem nú hafa opnaS þriSju bjórflöskuna hver, og fara fram hjá borSi ókunna mannsins. Eitt einasta augnatillit, hvasst og tindrandi. MaSurinn verður dálítið dekkri í framan, og augun glampa. Hann segir ekkert, en Pórir finnur, að augu hans segja því meira, en hann skilur ekki, hvaS þau segja. Dyrnar lokast á hæla þeirra, og napur hafgustur blæs inn í andlit þeirra. Andrés kveSur SigríSi og þakkar fyrir sumariS, biSur Þóri aS sjá um aS hún komist um borS og dótiS hennar meS henni. Pau ganga eftir þorpsgötunum og þegja. Börn og unglingar mæta þeim og glápa á þau, hæSast aS Þóri hátt og í hljóði og fara leiSar sinnar. Hann tekur naumast eftir því. Þarna gengur hún viS hliS hans. LjósgulliS háriS bylgjast undir dökkum hattinum og augun eru stór og djúp, full af undarlegum sársauka. Hún sér hann varla, hún er sokkin niður í hugsanir sínar. Samt hjálpast þau aS viS aS bera dótiS

x

Frón

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.