Frón - 01.01.1943, Page 50

Frón - 01.01.1943, Page 50
44 Guðmundur Arnlaugsson sennilega fjölmennasta félag Færeyinga í Höfn og nær því til margra Færeyinga er lítiS sjá landa sína annars. Pað hefur gefið út færeyska söngbók. Færeyingar hafa einnig söfnuS, er þeir kenna viS Ólaf helga og nefna St. Ólafs færeyska kirkjuliS. Á vegum hans eru haldnar færeyskar messur einu sinni í mánuSi. 1 þessu sambandi má geta þess aS Færeyingar eiga sérstakan grafreit í einum kirkjugarSi Kaupmannahafnar. I5au félög Færeyinga er nánast svara til aSalfélaga íslendinga í Höfn eru Færeyingafélag og færeyska stúdentafélagiS. Færeyingafélag hefur svipaS starfssviS og íslendingafélagiS, en hefur einlægt lagt mikla áherzlu á erindaflutning og þjóSernisstarfsemi jafn- framt hreinum skemmtiatriSum. ÞaS hefur sérstaka bókadeild er gefur út bækur á færeysku. MeSal annars má nefna Jól uttan- lendis, jólarit Færeyinga erlendis, sem keypt er af hverjum Færeying. Færeyska stúdentafélagiS hefur líka bókaútgáfu og stendur þar framar íslenzka stúdentafélaginu, sem á síSasta mannsaldri hefur ekki gefiS út nema eina bók, söngbók sína. Færeyska stúdentafélagiS hefur meSal annars gefiS út ljóS höfuS- skálds Færeyinga, J. H. O. Djurhuuss. íþróttafélög eiga Færeying- ar tvö, og standa bæSi meS miklum blóma. Stundar annaS þeirra almennar íþróttir, knattspyrnu, handknattleik og reiptog, en hitt, róSrarfélagiS, iSkar róSra eins og nafn þess bendir til. í stríSs- byrjun átti róSrarfélagiS einn bát, smíSaSan í Færeyjum og meS færeysku lagi. í fyrra sumar létu þeir smíSa annan eins í FriSriks- höfn og reru honum til Hafnar, svo aS nú geta Færeyingar háS kappróSra á færeyskum bátum. Þeir hafa líka fengiS sér naust fyrir bátana í sumar. SíSan sambandiS viS Færeyjar slitnaSi hefur þeim félögum sem hér á undan voru nefnd vaxiS fiskur um hrygg, og auk þess hafa Færeyingar tekiS upp margs konar nýbreytni í félagsmálum sínum. Má þar fyrst nefna blaS þeirra, sem heitir Búgvin og kemur út hálfsmánaSarlega og flytur færeyskar fréttir og greinar um færeysk mál. Pá má geta lesstofunnar þar sem Færeyingar geta hitzt á kvöldin og spjallaS saman eSa lesiS færeyskar bók- menntir, því aS þar er gott safn færeyskra bóka, BæSi lesstofan og blaSiS hafa tvímælalaust haft hina mestu þýSingu fyrir félagslíf Færeyinga, svo aS nú geta þeir alls ekki hugsaS til þess aS komast af án þeirra. Ekki veit ég hve mikiS landar almennt þekkja til færeyskrar listar, enda er hún ung ennþá, en á síSasta áratug hafa komiS fram nokkrir ungir færeyskir listamenn-

x

Frón

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.