Frón - 01.01.1943, Qupperneq 53
Félagsmál íslendinga erlendis
47
sniSið, þaö getur verið í öllum formum, allt frá upplestri og lausu
hjali um efniÖ til bundinna kennslustunda eÖa fyrirlestrafunda
þar sem þátttakendur hafa búið sig undir heima. Pað þarf engin
stór félög að baki svona flokkum, þá er hægt aö stofna hvar sem
fáeinir landar eru samankomnir. Bezt er sennilega að hafa 4—10
meðlimi, og þyrfti þá einn þeirra að geta verið leiðbeinandi.
íslenzkum bókum hafa menn víðast aðgang að á söfnum og eiga
oftast nokkuð sjálfir, svo að sú hlið málsins ætti ekki að valda
mjög miklum erfiðleikum, enda væri sennilega ávallt hægt að
útvega bækur að láni með góðri samvinnu landa í milli. Leshringa-
starfsemi gerir nokkrar kröfur til þátttakenda, en ekki ætti það
að hamla neinum landa ef hugur fylgir máli. I5ær vinsældir er
kvöldvökurnar hafa hlotið sýna að hér er jarðvegur fvrir starfsemi
sem þessa, það þarf aðeins einhverja til að ríða á vaðið. Æskileg-
ast væri að félög íslendinga beittu sér fyrir stofnun slíkra flokka
þar sem þau ná til og styrktu þá eftir megni.
Mér virðast helztu félög íslendinga í Höfn tæpast hafa verið
nægilega vakandi í menningar og þjóðernismálum okkar, en ekki
veit ég hvort sú gagnrýni á erindi til félagsskapar íslendinga
annarsstaðar á meginlandi Evrópu. Islendingafélagið hefur látið
sér nægja að vera skemmtanafélag og Stúdentafélagið hefur verið
of innilokað og miðað við stúdenta eingöngu. Ég minntist í upp-
hafi á þær breytingar er á þessu hafa orðið síðan stríðið hófst.
Þær eru allrar virðingar verðar og lofa góðu um framtíðina, sér-
staklega kvöldvökustarfsemin. En það þarf meira til ef vel á að
vera, og þá eins alveg sérstaklega. Eað þarf að leggja niður allan
ríg og úlfúð milli einstakra manna og félaga. Menn verða að
dæma eftir málefnum en ekki persónum og láta sér skiljast að
til að fá nokkru áorkað er fyrst og fremst nauðsynlegt að standa
saman. Á umræðufundi um þessi mál í félagi Hafnarstúdenta lét
Jón Leifs svo um mælt í framsöguræðu, að íslenzkt þjóðerni
hefði aldrei verið í meiri hættu en nú. Pótt ekki sé tekið svo
djúpt í árinni, ætti engum að blandast hugur um að erfiðir tímar
cru framundan og full þörf á virku samstarfi allra íslendinga
hér á meginlandinu.
Félagslíf íslendinga erlendis á sér glæsilega sögu, sem okkur
Hafnarbúum ber sérstaklega að minnast. Um langan aldur var
Höfn andleg höfuðborg íslands. Par var miðstöð sjálfstæðis-
baráttunnar, þaðan komu sterkustu menningarstraumarnir heim
til Islands. Pað voru ungir íslendingar í Höfn sem héldu úti