Frón - 01.01.1943, Page 55

Frón - 01.01.1943, Page 55
íslenzk stjórnmál á árinu 1942 Stutt yfirlit Eftir Jakob Benediktsson. riÖ 1942 hefur veriö óvenjulega viÖburðaríkt í íslenzkum stjórnmálum. Á árinu hefur þrisvar orÖið breyting á stjórn landsins, stjórnarskrárbreyting veriö gerð, tvennar Alþingis- kosningar farið fram og Alþingi kvatt saman þrisvar. Fregnir þær sem hingað hafa borizt um þessa atburði hafa verið svo fáorðar og gloppóttar, að aðeins er hægt að gera sér grein fyrir helztu meginatriðum ]}ess sem gerzt hefur. Eins og kunnugt er lýsti Alþingi 17. maí 1941 yfir því áliti sínu, að Island hefði öðlazt rétt til að segja upp sambandslög- unum, og að þau myndu ekki verða framlengd, heldur væri ætlunin að ísland skyldi verða sjálfstætt lýðveldi þegar er sambandinu við Danmörku væri formlega slitið. Petta mál hefur verið mikið rætt á íslandi á síðastliðnu ári, og svo virðist sem allákveðnar raddir hafi komið fram um að slíta sambandinu þegar í stað og stofna íslenzkt lýðveldi. Alþingi sem kom saman í ágústmánuði samþykkti stjórnarskrárbreytingu, sem staðfesti yfirlýsinguna frá því í fyrra vor, þannig að sambandslögunum er nú hægt að slíta án nýrrar stjórnarskrárbreytingar. En frekari aðgerðum í málinu hcfur síðan verið slegið á frest um óákveðinn tíma. Fað mun óhætt að fullyrða, að enginn ágreiningur sé meðal Islendinga um að æskilegast sé að Island fái æðstu stjórn sína að fullu inn í landiö, er sambandslögin verða afnumin. Hins vegar er ekki með því sagt, að ástæða sé til að seilast eftir fyrstu átyllunni til að slíta sambandinu af hálfu íslendinga einna, án ]>ess að kostur sé á að semja viö Dani um þau mörgu mál sem hljóta að verða samningsatriði við sambandsslit. Framkoma danskra stjórnarvalda gagnvart íslandi síðan 1918 hefur ekki gefið íslendingum neina ástæðu til að ríghalda sér í hrein formsatriði í því skyni að flýta sambandsslitum, ekki sízt þar sem auðsætt er að slíkt gæti ekki haft neina raunverulega þýð- ingu fyrir afstöðu íslands eins og nú er ástatt. Islendingar sem dvalið hafa í Danmörku og nágrannalöndunum síðustu árin hafa átt mikilli greiðasemi og góðvild að fagna hjá dönskum yfir- 4

x

Frón

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.