Frón - 01.01.1943, Qupperneq 62
56
Orðabelgur
Skotlands, þar sem hann bar saman þjóösögur og kreddur í
Færeyjum og Skotlandi og fann margt yfriö líkt. Hann fékkst
lika við skáldskap, en hagleiksmaður á bragsmíð gat hann
naumast heitið. l5að má og vera að hann hafi ekki alls staðar
losað sig til fullrar hlítar við það tómahljóðs orðskrúð sem lýð-
skólamönnum þykir hætta til. En hitt er víst að hann var að
eðlisfari skýrleiksmaður, eins og meðal annars mátti marka af
því, að hann hafði tamið sér hreina og Ijósa rithönd þar sem
trauðla varð villzt á neinum staf, og hann bjó yfir einbeittum
vilja til menntunar með traustum innviðum. Hann lagði mikla
stund á ensku og þó enn meiri á íslenzku. Hann keypti og las
íslenzkar bækur, og það mun óhætt að fullyrða að fæstir þeirra
manna sem starfað hafa að málsviðreisn Færeyinga hafa sótt sér
slíkan styrk úr útnorðri. Málfar sitt og stíl á færeyska tungu
lagaði hann svo eftir íslenzku að sumum þótti um of. Þegar ég
kynntist honum, gat hann talað íslenzku ef svo bar undir, og
hafði hann þó aldrei til Islands komið. En síðar buðu ungmenna-
félögin honum þangað, og skal þess getið þeim til lofs og heiðurs.
Um nokkurra ára skeið hélt Símun úti barnablaði sem hét
Ungu Föroyar. Eitt tölublað þess, sem einhvern veginn hafði
flækzt til Hafnarfjarðar, barst mér í hendur þegar ég var 11 eða
12 ára, og mér fannst mér þá heldur hafa vaxið fiskur um hrygg
á skammri stundu, þegar ég komst að því að ég var læs á erlent
tungumál sem ég hafði aldrei fyrr séð. Síðan hefur mér verið
hlýtt til Simunar av Skarði, og þó enn meir eftir að ég kynntist
honum sjálfum.
Ég var einu sinni við skólauppsögn hjá Símuni og hafði orð
á því við hann á eftir hve glaðlegur hefði verið söngurinn og
fjörmikill. Já, svaraði hann, það er mikill munur hjá því sem
áður var. l’egar ég var skólapiltur í Pórshöfn var stundum reynt
til að syngja, en það fór allt í handaskolum, söngvarnir voru á
annarlegu máli, og þá var eins og haft lægi á hverri tungu.
Símun var í tölu þeirra manna sem mest höfðu gert til að
leysa haftið. J. H.
Mót ístendinga á Jótlandi og Fjóni.
Undanfarin ár hafa um 100 íslendingar dvalið víðsvegar á
Jótlandi, en félagslíf meðal þeirra hefir ekkert verið annað en
heimsóknir, enda er dreifbýlið allri fundarstarfsemi til fyrirstöðu.