Frón - 01.01.1943, Síða 70

Frón - 01.01.1943, Síða 70
•64 Orðabelgur ■en sú stjórn sem nú fari þar meS völd sé aðeins til bráðabirgða. A því sem tilfært er um sambandslögin sést nú samt að höfundur kaflans hefur hlotið að vita betur, en óneitanlega hefði önnur efnisskipun og skilmerkilegri framsetning verið heppilegri til skilnings, ekki sizt í bók sem á að færa lesendum greinargott yfirlit í sem allra stytztu máli. I frásögninni um ályktun Alþingis 17. maí 1941 (sem að vísu er dagsett i bókinni 16. maí) er það fyrst talið að ísland hafi þá lýst yfir sjálfstæði sínu. Kemur það nokkuð kynduglega heim við það sem áður er sagt, þar sem rætt er um sambandslögin, að ísland sé frjálst og fullvalda ríki, enda fólst engin slík sjálf- stæðisyfirlýsing i ályktun Alþingis. Fleira mætti tína til, en þetta verður að nægja til að benda á þann skort á nákvæmni sem því miður vill helzt til oft brenna við hjá þeim sem semja handbækur af þessu sauðahúsi. l’að virðist þó varla til of mikils mælzt, að bók sem gefin er út af einu stærsta blaði Danmerkur og kemst í eins margra hendur og þessi, fari svo rétt með þau fáu atriði sem frá íslandi eru sögð, að ekki geti orkað tvímælis. Fáfræði um íslenzk efni er hverjum útlendingi fyrirgefanleg, en hitt verður síður afsakað að þeir sem vilja fræða almenning um íslenzk mál leiti sér ekki nauðsynlegra heimilda eða fari svo klaufalega með þær að skrif þeirra séu vænlegri til misskilnings en fróðleiks. J. B.

x

Frón

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.