Fréttablaðið - 25.11.2016, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.11.2016, Blaðsíða 4
Veður Stíf vestanátt um landið austanvert, en mun hægari vindur vestan til. Skýjað með köflum eða bjartviðri og él á stöku stað, einkum norðaustan til. Dregur úr vindi síðdegis. sjá síðu 52 Lesið í skammdeginu sjávarútvegur  Guðni Th. Jó­ hannes son, forseti Íslands, vitnaði í söngvaskáldin Bubba Morthens og Bjartmar Guðlaugsson í ávarpi við setningu Sjávarútvegsráðstefnunnar í gær. Forsetinn sagði tuttugustu öldina hafa verið sjávarútvegsöld í Íslands­ sögunni. „En hvað með þá tuttug­ ustu og fyrstu? Hlutfall sjávar afla í útflutningstekjum okkar hefur minnkað til muna. Stóriðja stækk­ aði þjóðarkökuna. Ferðamennina með gjaldeyri sinn má meta til ótal­ margra þorsk ígildis tonna,“ sagði Guðni og benti á að á höfuðborgar­ svæðinu sæki nú fáir unglingar sumarvinnu í fiski. „Og fátítt að þeir svari á full­ orðinsárum kallinu góð­ kunna sem sungið var inn á hljómplötu árið 1982: Háseta vantar á bát, háseta vantar á línu og net,“ vitnaði forsetinn í texta Bjartmars Guðlaugssonar sem hann sagði hafa farið á sína fyrstu vertíð fimmtán ára gamall. „Þúsund þorskar á færibandinu þokast nær,“ vísaði Guðni síðan í Bubba Morthens frá upphafi níunda áratugarins. „En allt er í heiminum hverfult. Þau eru að hverfa eða að minnsta kosti snar minnka, þessi áhrif útvegsins á þjóðarsálina, sköpunina, mannfólkið. Óska­ lög sjómanna eru löngu horfin af öldum ljósvakans, ný lög um sjó­ mennsku og fiskvinnslu heyrast sjaldan. Bubbi, Bjartmar og aðrir af þeirra kynslóð áttu kannski lokaorðin, að m i n n s t a k o s t i í bili.“ Bjartmar, sem kveðst hafa farið á sína síðustu vertíð 1984, segir að það sem hafi glatt hann hvað mest í þróuninni sé að sjómenn séu í dag öruggir á sínum vinnustað. „Þeir eru ekki að ferðast í jóla­ siglingar á einhverjum 70 tonna bátum og sjóslysum hefur fækkað – það voru slysin sem kvöldu mig mest í æsku,“ segir Bjartmar sem er ánægður með ræðu forsetans. „Ég er stoltur af Guðna og ef hann minnist á mig er ég bara enn þá stoltari af honum. Og ég veit að hann skilur sjómannasögur mörg­ um öðrum betur,“ segir Bjartmar. Forsetinn sagði í ávarpinu að ef rétt væri haldið á málum væri framtíðin björt í íslenskum sjávarútvegi. „Um fyrir­ sjáanlega framtíð verða fisk­ veiðar og vinnsla einn okkar mikilvægustu atvinnuvega,“ sagði Guðni og benti á að menntun væri frum­ skilyrði framfara. „Þótt börnin hér á höfuðborgarsvæð­ inu og kannski víðar um landið standi ekki lengur við færibandið og rói aldrei á línu og net er aldrei að vita nema þau leggist nú samt á árarnar.“ gar@frettabladid.is Forseti Íslands vitnar í Bubba og Bjartmar Þótt áhrif útvegsins á þjóðarsálina séu að snarminnka verður greinin áfram einn okkar mikilvægustu atvinnuvega – ef rétt verður á haldið, sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í ávarpi við setningu Sjávarútvegsráðstefnunnar. Ég er stoltur af Guðna og ef hann minnist á mig er ég bara enn þá stoltari af honum. Bjartmar Guðlaugsson Þúsund þorskar á færi- bandi og háseti sem vantar á bát rötuðu í ávarp forseta Íslands. atvINNa Konur biðja jafn oft um launahækkun og karlar en þær fá oftar neitun en þeir, að því er kemur fram í sænska tímaritinu Chef sem vísar í nýja könnun á vegum Cass Busi ness School í London. Þátttak­ endur í könnuninni voru 4.500 starfs­ menn hjá 800 fyrirtækjum í Ástralíu. Könnunin leiddi jafnframt í ljós að yngri konur væru duglegri að semja um launahækkun en eldri konur. Talið er að það sé að hluta til vegna þess að yngri konur séu meðvitaðri um að þær fá ekki sömu meðferð og karlar vegna kyns síns. – ibs Konum oftar neitað um launahækkun Yngri konur eru duglegri að semja um launahækkun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST Opið virka daga 11-18 Laugardaga 11-16 Grillbúðin Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400 grillbudin.is Grill, garðhúsgögn, jólaljós, útiljós, aukahlutir, reykofnar, yfirbreiðslur, kjöthitamælar, ljós á grill, reykbox varahlutir o.fl. o.fl. 30% afsláttur af öllum vörum föstudag og laugardag BretlaNd Tony Blair, fyrrverandi for­ sætisráðherra Bretlands, sagði í við­ tali við New Statesman sem birtist í gær að Bretar gætu komið í veg fyrir útgöngu ríkis síns úr Evrópusamband­ inu. Hinn 23. júní síðastliðinn sam­ þykktu Bretar svo kallað „Brexit“ í þjóðar atkvæðagreiðslu, það er að ganga úr Evrópusam­ bandinu. „Það er hægt að koma í veg fyrir þetta ef breska þjóðin kemst að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa séð hvað ákvörðunin felur í sér, að ávinningurinn sé ekki meiri en kostnaðurinn,“ segir Blair í viðtalinu. Hann telur að þetta geti gerst með tvenn­ u m h æ t t i . Annars vegar með því að Bretar fái mesta mögulegan aðgang að efnahagssvæði Evrópusam­ bandsins og taki í staðinn við fjölda innflytjenda frá ESB og greiði hluta af fjárhags áætlun sambandsins. Þá muni Bretar spyrja af hverju þeir séu að yfirgefa Evrópusam­ bandið. Hins vegar telur hann að það muni gerast ef Bretar fá ekki lengur aðgang að efnahagssvæðinu og standi þá frammi fyrir margra ára fjár­ hagserfiðleikum. – sg Blair telur að Bretar geti stoppað Brexit Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta. Það getur verið mikilvægt að taka sér tíma í skammdeginu og jólaösinni til þess að slappa af, setjast niður og lesa líkt og þessi maður gerði í verslun Eymundsson við Laugaveg í gær. Nú styttist dagurinn ört og er tæpur mánuður í vetrarsólstöður. Þær verða þann 21. desember næstkomandi. Sólin settist í dag í Reykjavík klukkan 16.02 en mun líklegast setjast um hálftíma fyrr þegar að vetrarsólstöðum kemur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERnIR 2 5 . N ó v e m B e r 2 0 1 6 F Ö s t u d a g u r2 F r é t t I r ∙ F r é t t a B l a ð I ð 2 5 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 1 0 4 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 6 C -D 7 2 C 1 B 6 C -D 5 F 0 1 B 6 C -D 4 B 4 1 B 6 C -D 3 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.