Fréttablaðið - 25.11.2016, Síða 14

Fréttablaðið - 25.11.2016, Síða 14
ÖFLUG LAUSN VIÐ HÁLSBÓLGU! Bólgueyðandi og verkjastillandi munnsogstafla við særindum í hálsi Nýtt www.apotekarinn.is - lægra verð Strefen 8,75 mg munnsogstöflur og Strefen Orange 8,75 mg Sukkerfri, munnsogstöflur. Innihalda flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga tímabundið úr særindum í hálsi hjá fullorðnum og börnum eldir en 12 ára. Sjúga skal eina munnsogstöflu rólega og láta leysast upp í munni á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, mest 5 töflur á sólahring. Ekki er ráðlagt að nota lyfið lengur en í 3 sólarhringa. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Strefen-5x10.indd 1 18/11/16 10:43 Kanadíska fyrirtækið Athos hyggst framleiða líkamsræktarklæðnað með innbyggðum tölvubúnaði svo að hægt sé að mæla áreynslu vöðva, hjartslátt og fleiri þætti meðan á lík- amsrækt stendur. Upplýsingarnar yrði svo hægt að skoða í þar til gerðu forriti fyrir snjallsíma en gögnin yrðu send í gegnum Bluetooth. „Stór hluti líkamsræktar byggist nú á upplýstum ágiskunum. Með okkar tækni gætu einkaþjálfarar virkilega skilið og séð hvernig og hvar reynir á íþróttamenn. Þeir gætu séð hvað virkar og hvað virkar ekki og nýtt upplýsingarnar til að fá íþróttamenn til að skila meiri árangri,“ sagði Don Faul, forstjóri Athos, í viðtali við CNN Tech í gær. Faul sagði jafnframt að vanda- málið væri ekki að fá tæknina til þess að virka. Erfiðara væri hins vegar að setja upplýsingarnar fram á skiljan- legan hátt fyrir neytendur svo þeir gætu skilið hvað þær þýddu. – þea Vísindavæða líkamsrækt Fyrirtækið DeepMind, sem er í eigu tæknirisans Google, hefur í sam- starfi við Oxford-háskóla látið gervi- greind sína horfa á fimm þúsund klukkutíma af sjónvarpsþáttum til þess að læra varalestur. Um er að ræða sex mismunandi sjónvarps- þáttaraðir sem sýndar voru á árun- um 2010 til 2015. Eftir að hafa horft á sjónvarps- efnið gat gervigreindin lesið um helming orða sem tvö hundruð varir, valdar af handahófi, mæltu án þess að gera villu. Til saman- burðar réð DeepMind varalesara til þess að lesa sömu orð af sömu vörum og náði hann einungis að lesa 12,4 prósent orðanna án þess að gera villur. Notagildi slíkrar gervigreindar felst til að mynda í því að auka nákvæmni raddstýrðrar tækni sem og að gera notendum kleift að stýra slíkri tækni með varahreyfingunum einum ef aðstæður koma í veg fyrir að notandinn geti talað upphátt. Gervigreindarframfarir Google undanfarið eru eftirtektarverðar en fyrr á árinu tókst sömu gervigreind DeepMind að hafa betur í spilinu Go gegn heimsmeistaranum Lee Sedol. Hafði gervigreindin betur með fjórum sigrum gegn einum. Sá sigur þótti einkar merkilegur þar sem mögulegir leikir í spilinu eru sagðir fleiri en fjöldi atóma í alheiminum. Wired greindi frá öðrum fram- förum Google á sviði gervigreindar á miðvikudag. Sú gervigreind, sem Google notar til þess að þýða hin ýmsu tungumál með forritinu Google Translate, hefur nú þróað sitt eigið tungumál. Google tók í notkun svokallað Gervigreind Google betri í varalestri en atvinnumenn Gervigreind DeepMind, sem er í eigu Google, horfir á sjónvarpsþætti til að læra varalestur. Slík kunnátta gagnast við raddstýringu ýmissa tækja. Áður vann sama gervigreind einvígi við heimsmeistarann í Go. Önnur gervigreind Google þróar eigið tungumál til að notast við þýðingar í forritinu Google Translate. Breska fyrirtækið Happy Fin- ish vinnur að útgáfu snjallsímafor- rits að nafni Shoegazer sem mun gera neytendum kleift að beina myndavél síma sinna að skóm og fá þá upplýs- ingar um viðkomandi skó. Shoegazer minnir að því leyti á tónlistarforrit á borð við Shazam sem nota hljóðnema síma til þess að hlusta á tónlist og segja neytand- anum hvaða lag er verið að spila og hver flytjandi þess er. Forritið nýtir gervigreindarbúnað sem á að læra um fleiri og fleiri skó eftir því sem það er notað meira. Cnet greinir frá því að Happy Finish vilji að for- ritið geti í framtíðinni tjáð notendum hverju þeir skuli að klæðast til að líta sem a l l r a best út. – þea Shazam fyrir skófatnað Ákveðið hefur verið að fagna 300 milljarða króna kaupum rafbíla- risans Tesla á sólarorkufyrirtækinu SolarCity með því að sjá öllum íbúum eyjunnar Ta’u, einnar Banda- rísku Samóa-eyja, fyrir rafmagni. Íbúar hafa hingað til framleitt raf- magn með dísilrafölum en undan- farið hefur Tesla sett upp fjölda sólarsella og rafgeyma til þess að sjá íbúunum 600 fyrir rafmagni. Með þessu eiga að sparast um fjögur hundruð þúsund lítrar af dísilolíu ár hvert að viðbættri þeirri olíu sem þarf til að flytja olíuna til Ta’u. Sólarorkunetið á Ta’u á jafn- framt að geta séð eynni fyrir raf- magni í þrjá sólarlausa daga og getur það hlaðið rafhlöðurnar að fullu á sjö klukkutímum. Verkefninu er ætlað að sýna fram á kosti samrunans en Elon Musk, eigandi Tesla, hefur sætt gagnrýni fyrir kaupin þar sem SolarCity er ekki nálægt því að skila hagnaði. Samkvæmt frétt The Verge eyðir SolarCity sex Banda- ríkjadölum fyrir hvern einn sem fyrirtækið aflar. Musk hefur hins vegar sagt samrunann nauðsynlegt skref í svokallaðri „Master Plan“- áætlun sinni um notkun grænnar orku. Þá greindi Musk einnig frá því á dögunum að verkfræðingar Solar- City sæju fram á að geta framleitt og selt svokallaðar sólarþakplötur, þakplötur sem jafnframt söfnuðu sólarorku sem viðkomandi heimili gæti nýtt. Þær plötur sagði Musk að yrðu ódýrari en venjulegar þak- plötur jafnvel áður en sparnaður vegna ókeypis orkunotkunar væri tekinn með í reikninginn. – þea Tesla og SolarCity sjá heilli eyju fyrir rafmagni Lee Sedol laut í lægra haldi fyrir gervigreind DeepMind í hinu ævaforna og flókna spili Go. NorDicphotoS/AFp tæknijöfurinn Elon Musk sér heilli eyju fyrir rafmagni. NorDicphotoS/AFp tauganet í september til þess að bæta Google Translate og sjálf- virknivæða forritið í stað þess að reiða sig um of á notendur. Tauga- netið lærir að þýða með því að líta á setningar í heild sinni fremur en stök orð og kemur það sér vel vegna þess hve málfræði tungumála getur verið frábrugðin. Nú hafa umsjónarmenn tauganets- ins tekið eftir því að netið getur þýtt tungumál sem það hefur aldrei lært að þýða úr áður. „Gervigreindin getur þýtt úr kóresku á japönsku þrátt fyrir að hafa aldrei séð dæmi um slíkar þýðingar,“ sagði Mike Schuster, einn umsjónarmanna, í samtali við Wired. Schuster segir það mikilvægasta við framfarir tauganetsins ekki það að það geti þýtt úr málum sem það hafi ekki séð áður heldur aðferðina sem tauganetið notar. Það hefur búið til eigið tungumál, eins konar millitungumál, sem notast er við til að útskýra hvernig sé hægt að þýða orð og setningar úr málum sem tauganetið hefur ekki þýtt úr áður. Því má búast við að þýðingargeta Google Translate muni aukast eftir því sem fram líða stundir og tauga- netið að baki forritinu lærir meira. thorgnyr@frettabladid.is Tauganetið að baki Google Translate getur þýtt úr málum sem því hefur ekki verið kennt að þýða úr. Gervigreind DeepMind les varir betur en atvinnu- menn í varalestri. Tækni 2 5 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U r12 F r é T T i r ∙ F r é T T A b L A ð i ð 2 5 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 1 0 4 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 6 C -D 2 3 C 1 B 6 C -D 1 0 0 1 B 6 C -C F C 4 1 B 6 C -C E 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.