Fréttablaðið - 25.11.2016, Page 18

Fréttablaðið - 25.11.2016, Page 18
„Appið okkar er hannað þannig að við viljum að áhrifavaldar (e. influencers) velji sér fyrirtæki til að vinna með en ekki öfugt. Þú átt aldrei að vera að auglýsa vöru sem þú fílar ekki,“ segir María Jonný Sæmundsdóttir hjá Takumi. „Við förum af stað á Íslandi í desember. Þá geta allir með þús- und fylgjendur á samfélagsmiðl- inum Instagram náð í appið okkar á iOS/Android. Við förum svo yfir alla reikningana og hleypum þeim inn sem eru með flottar myndir og hafa ekki keypt sér fylgjendur,“ segir hún. Takumi er íslenskt frumkvöðlafyr- irtæki sem vinnur að því að tengja saman áhrifavalda á samfélags- miðlum og fyrirtæki. Áhrifavaldar sem taka þátt í herferð Takumi fá að lágmarki fimmtíu evrur,  6.000 krónur,  fyrir mynd sem auglýsir vöru. „Svo fylgja oft vörur með og þá fá notendur að lágmarki fimmtíu evrur og vöruna,“ segir María. Íslendingar hafa verið að auglýsa í gegnum kostaðar bloggfærslur og Snapchat. María segir þó þróunina ekki vera komna á sama stað á Instagram. Í Bretlandi sé þetta hins vegar komið á alvöru skrið. Duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggum hafa sætt nokkurri gagnrýni, en lagt er upp úr því hjá Takumi að augljóst sé að umfjöllun sé kostuð. „Hjá okkur verður þú að nota myllumerkið ad og myllumerki fyrirtækisins sem og myllumerki herferðarinnar svo  að  augljóst sé að um auglýsingu er að ræða. Fólk á líka að velja vörur sem það fílar og er stolt af að auglýsa og þá er ekkert að því að fá borgað fyrir það,“ segir María. Takumi-appið kom fyrst út í Bret- landi í nóvember í fyrra og í Þýska- landi í október síðastliðnum. „Við erum búin að vera með yfir 300 herferðir í Bretlandi en erum rétt að fara á skrið í Þýskalandi. Það fór svolítið hægt af stað í Bretlandi en hefur gengið mjög vel frá því í vor," segir María. Stefnt er  að því að koma öllu í gang um miðjan desember hér- lendis. „Það er íslensk herferð sem fer í gang fyrir jól. Þannig að þetta verður farið í gang þá,“ segir María.  Instagram-stjörnur geta því náð í appið og auglýsendur geta haft samband við Takumi áður. Takumi hefur vaxið ört á síðustu misserum, sjö manns vinna hjá Takumi í Reykjavík, tólf  í London og einn í Berlín. Fyrirtækið tilkynnti um 162 milljóna hlutafjáraukningu í haust. Næst er stefnt á Bandaríkja- markað. saeunn@frettabladid.is Vilja borga íslenskum Instagram-stjörnum Sprotafyrirtækið Takumi tengir saman fyrirtæki og íslenska áhrifavalda á sam- félagsmiðlum. Gengið hefur vel í Bretlandi og hefst íslensk herferð fyrir jólin. Hlutafé fyrirtækisins var aukið nýlega og stefnir það næst til Bandaríkjanna. Útlit er fyrir að fjórði ársfjórðungur verði góður fyrir bandaríska hag- kerfið en það virðist vera að styrkjast í aðdraganda forsetatíðar Donalds Trump. Reuters greinir frá því að pantanir á vörum framleiddum í Bandaríkj- unum hafi aukist í október, vegna aukinnar eftirspurnar eftir vélum og öðrum tólum. Þetta sé ein vísbending um að fjórði ársfjórðungurinn verði góður vestan hafs. Væntingavísitalan jókst samkvæmt nýjustu tölum. Neytendur virðast telja að sigur Trumps verði jákvæður fyrir persónulegan fjárhag þeirra og framgang í efnahagslífinu. Þeim sem sóttu um atvinnuleysis- bætur fjölgaði milli vikna, sem er í takt við aukið aðhald á vinnumark- aði. Talið er líklegt að stýrivextir verði hækkaðir núna í nóvember í ljósi þessarar aðstæðna. – sg Hagkerfið blómstrar eftir kjör Trumps Indverska rúpían nálægt sögulegu lágmarki Í gær kyrrsetti indverska lögreglan meðlim kommúnistaflokks Indlands í kjölfar mótmæla gegn indverska forsætisráðherranum, Narendra Modi. Hópur fólks kom saman fyrir utan banka í Chennai til að mótmæla því að bankaseðlar með hárri upphæð voru teknir úr umferð. Gengi indverska gjaldmiðilsins, rúpíu, gagnvart Bandaríkjadal fór nálægt sögulegu lágmarki í gær. Fréttablaðið/aFP Donald trump var kjörinn forseti 8. nóvember. Fréttablaðið/aFP „Markaður með fyrirtækjaskulda- bréf er mjög lítið notaður í augna- blikinu af fyrirtækjum á Íslandi. Það er mun  minni útgáfa og skráning en við sjáum í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Ef maður undan skilur sértilfelli eins og Lúxemborg og Írland þá eru allir markaðir sem við viljum bera okkur saman við tvisvar til tíu sinnum stærri,“ segir Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kaup- hallar Íslands. Kauphöllin hélt fund um framtíðarsýn markaðar með fyrirtækjaskuldabréf í gær. „Ég held að það hafi verið ágætis samhljómur í þessu hjá fundar- mönnum. Við erum ekki absólút stór né í hlutfalli af landsframleiðslu þar  sem fyrirtækjaskuldabréfa- markaðurinn er  24 prósent. Mjög fá  hefðbundin  rekstrarfélög eru í þessu, bankar hafa borið þennan markað, 64 prósent fyrirtækja sem skrá skuldabréf eru í fjármálastarf- semi,“ segir Magnús. „Það er kannski ekki skrítið að við höfum byrjað að byggja þetta kerfi upp á bréfum fast- eignafélaga og sértryggðum bréfum bankanna. Það vantar kannski traustið og svo má kannski segja að það sé tiltölulega nýlega tilkomið að félög standi á svo föstum grunni að þau geti skráð sig á skuldabréfa- markaðinn,“ segir Magnús. Hann telur einnig tækifæri á markaðnum í bættri umgjörð. – sg Tækifæri á markaðnum Eldvarnarpakki 1 14.526 kr. Tilboðsverð í vefverslun Listaverð: 22.521 kr. Öryggismiðstöðin | Sími 570 2400 | oryggi.isELDVARNIR Mikið úrval reykskynjara, slökkvitækja og eldvarnarpakka í vefverslun á oryggi.is. Markaður með fyrirtækjaskulda- bréfum er mjög lítið notaður. Magnús Harðar son, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallarinnar Við förum af stað á Íslandi í desember. Þá geta allir með þúsund fylgjendur á samfélagsmiðl- inum Instagram náð í appið okkar. María Jonný Sæ- mundsdóttir hjá Takumi Íslendingar með yfir 1.000 fylgjendur á instagram geta fengið greitt fyrir að aug- lýsa vörur í gegnum takumi. MynD/takuMi MarkaðurInn 2 5 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U r16 F r é T T i r ∙ F r é T T A b L A ð i ð 2 5 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 1 0 4 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 6 C -C D 4 C 1 B 6 C -C C 1 0 1 B 6 C -C A D 4 1 B 6 C -C 9 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.