Fréttablaðið - 25.11.2016, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 25.11.2016, Blaðsíða 20
Tösku og hanskabúðin • Laugavegi 103, við Hlemm • 101 Reykjavík • Sími 551 5814 • www.th.is 20% afsláttur af öllum SEÐLAVESKJUM FÖSTUDAGUR TIL FJÁR Hlið dagsins ER UPP. Stjórnmál Úti er um tilraunir Katr­ ínar Jakobsdóttur til að mynda fimm flokka stjórn frá vinstri og yfir miðju. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Vinstri græn vildu skoða hvort skipta mætti á Viðreisn og Framsóknar­ flokknum í fimm flokka ríkisstjórn en hugmyndin strandar á Bjartri framtíð og Pírötum. Þingmenn Bjartrar framtíðar fund­ uðu fyrir hádegi í gær og með stjórn flokksins, sem í eru um áttatíu manns, í gærkvöldi. Á stjórnarfundinum var framtíð samstarfs flokksins við Við­ reisn ekki á formlegri dagskrá. Þegar Fréttablaðið náði tali af Ótt­ ari Proppé, formanni Bjartrar fram­ tíðar, seinni partinn í gær sagði hann að ekki hefði verið rætt annað en að samstarfinu við Viðreisn yrði haldið áfram. Samstarf við Framsóknarflokk­ inn hafi ekki verið rætt. „Við höfum ekki sett það á borðið einu sinni. Það er bara eins og hver önnur fræðilega útreiknuð pæling. Við erum lítill flokkur og jafnvel í bandalagi við Viðreisn tiltölulega lítill hluti af þinginu.“ Óttarr hafði í gær rætt við flesta formenn annarra flokka, þar á meðal Bjarna Benediktsson, formann Sjálf­ stæðisflokksins. Engar formlegar þreifingar hafa þó átt sér stað. Fari svo að það gliðni á milli Bjartr­ ar framtíðar og Viðreisnar á enn eftir að sannfæra Pírata um samstarf við Framsóknarflokkinn. Píratar fund­ uðu stíft í gær um þann möguleika en hljóðið var þungt eftir fundahöldin. „Við lendum alltaf á þeim stað að þjóðin kallaði eftir þessum kosning­ um út af Panamaskjölunum. Í Fram­ sóknarflokknum er þingmaður sem var í skjölunum og tók að sér að semja við kröfuhafa um það hvernig kakan myndi skiptast á milli kröfuhafanna og þjóðarinnar, þegar konan hans var kröfuhafi. Við lendum alltaf þar,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Heimildir Fréttablaðsins herma að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum formaður flokksins sem var í Panamaskjölunum, sé algjörlega einangraður innan hans og á meðal þingmanna sé talað um Framsóknar­ flokkinn sem sjö manna þingflokk í stað átta. Píratar hafa velt því upp hvort afstaða þeirra væri önnur ef Sig­ mundur væri ekki fyrir á fleti. „En þá horfum við á önnur mál sem flestir flokkar töluðu um, sem er að fara markaðsleið með útboði á aflanum. Vinstri græn í þessum stjórnarviðræðum voru búin að opna á markaðsleiðina en við sjáum bara ekki möguleikann á að Framsóknar­ flokkurinn sé tilbúinn að gera það. Hann er sérhagsmunagæsluflokkur fyrir sjávarútveginn,“ segir Jón Þór. – snæ Leiðir Katrínar til ríkisstjórnar flestar lokaðar Útilokað er að Katrín Jakobsdóttir nái að mynda fimm flokka ríkisstjórn með Framsóknarflokki í stað Viðreisnar ef marka má orð þingmanns Pírata. Við lendum alltaf á þeim stað að þjóðin kallaði eftir þessum kosn- ingum út af Panamaskjöl- unum. Í Framsóknarflokkn- um er þingmaður sem var í skjölunum og tók að sér að semja við kröfuhafa. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata BlönduóS Raforkuflutningar á Norðvesturlandi hafa hamlað upp­ byggingu stóriðju í og við Blönduós á síðustu árum. Gagnaver þurfti frá að hverfa vegna ónógrar orku og fyrirhugað álver á Hafursstöðum mun ekki geta fest kaup á orku í bráð. Arnar Þór Sævarsson segir byggðar lagið vera í vörn, fækkað hafi á síðustu áratugum bæði í sveit og í byggðarlaginu og því þurfi að koma til aðgerða til að spyrna við fótum. „Hefðbundnir atvinnuvegir hafa átt undir högg að sækja hér á svæðinu á síðustu áratugum, það er sjávarútvegur og landbúnaður. Hér eru mun færri sem gera út báta en gerðu fyrir nokkrum áratugum og einnig er fólki að fækka í hefð­ bundnum landbúnaði,“ segir Arnar. Að hans mati þarf stóran vinnu­ stað í Húnavatnssýslur til að sporna gegn fólksflutningi af svæðinu. „Það er gremjulegt að gagnaver sem vildi koma til okkar þurfti frá að hverfa vegna þess að ekki er hægt að fá raf­ orku til okkar. Á sama tíma horfir maður á Blöndu renna fram hjá eld­ húsglugganum okkar. Hér er næg orka sem við viljum nýta sem næst okkur,“ segir Arnar Þór. – sa Sárvantar uppbyggingu í Húnavatnssýslum SlyS Tveir björgunarmenn slösuð­ ust í fyrrakvöld við leit að bónda skammt frá Hvammstanga. Voru þeir báðir fluttir til Reykjavíkur með þyrlu. Annar var útskrifaður stuttu eftir komuna til Reykjavíkur en hinn undirgekkst frekari skoð­ anir í gær. Þorsteinn Gunnarsson segir það hafa verið til happs að þyrla gæslunnar hafi verið á staðnum. Bóndinn fannst kaldur og hrakinn seinna um kvöldið. Þorsteinn bendir einnig á að allir björgunarsveitarmenn lands­ ins eru tryggðir samkvæmt lögum, bæði í útköllum og öðrum störfum á vegum björgunarsveitanna. Um 50 manns tóku þátt í leitinni að bóndanum. – sa Þeir slösuðu tryggðir Samgöngumál Litlar sem engar tafir urðu á vinnu Ósafls við gerð Vaðlaheiðarganga þegar tugir rúm­ metra af grjóti hrundu úr ganga­ loftinu í byrjun vikunnar. Rúm tíu tonn af efni hrundu úr loftinu og skemmdu tæki. Mildi þykir að engir starfsmenn voru nærri þegar loftið gaf sig með þessum afleiðingum. Borvagninn sem notaður er við gangagröftinn skemmdist talsvert við hrunið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hrynur úr lofti ganganna. Bergið virðist vera mjög laust í sér á stöku stað. Unnið er nú að því að styrkja bergið þar sem hrunið varð áður en farið verður í frekari gröft. Um 700 metrar eru eftir af sjálfum ganga­ greftrinum. – sa Gangaloftið hrundi Mikið hefur gengið á við gerð Vaðla- heiðarganga. Fréttablaðið/auðunn Síðustu fimm ár hefur fækkað um 6 prósent í byggðakjarnanum. Fréttablaðið/Pjetur Eldvarnarpakki 3 fyrir sumarhúsið 13.202 kr. Tilboðsverð í vefverslun Listaverð: 20.468 kr. Öryggismiðstöðin | Sími 570 2400 | oryggi.isELDVARNIR Mikið úrval reykskynjara, slökkvitækja og eldvarnarpakka í vefverslun á oryggi.is. 2 5 . n ó v e m B e r 2 0 1 6 F ö S t u d a g u r18 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 2 5 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 1 0 4 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 6 C -E 1 0 C 1 B 6 C -D F D 0 1 B 6 C -D E 9 4 1 B 6 C -D D 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.