Fréttablaðið - 25.11.2016, Síða 22
Náttúra Gæsin Blanda, sem hafði
verið saknað frá 11. nóvember síð-
astliðnum, er komin til vetrardvalar
á Skotlandi með millilendingu í
Færeyjum. Jón Sigurðsson, gæsa-
pabbi ef svo mætti að orði komast,
er himinlifandi yfir að hún skilaði
sér til Skotlands.
„Nokkrir fuglar voru merktir í
sumar með GSM-sendum. Blanda
fór yfir til Skagafjarðar í nóvember
og hætti svo að senda merki frá sér.
Við vorum orðnir örlítið vonlitlir og
héldum að hún hefði verið skotin
í Skagafirðinum,“ segir Jón. „Við
vorum því himinlifandi þegar hún
sendi okkur merki frá Skotlandi.“
Blanda virðist ekki hafa farið
hefðbundnar leiðir yfir hafið. Hún
millilenti í Færeyjum og tók flugið
fyrir hana þaðan til Skotlands
aðeins sex klukkustundir. Meðal-
hraði hennar var þá um 60 km á
klukkustund.
En nú er Blanda komin til vetrar-
dvalar og hleður þar batteríin. „Við
munum fylgjast grannt með henni
í vetur og hlökkum til að fá hana
aftur heim á Blönduós næsta vor,“
segir Jón. – sa
Blanda fundin í Skotlandi
Gæsin Blanda tignarleg eftir merkingu í
sumar. Mynd/Jón SiGurðSSon
SVEItarStJÓrNarMáL Úrskurðar-
nefnd umhverfis- og auðlindamála
vísaði á dögunum frá kæru íbúa á
Bakkafirði þar sem þess var krafist
að nefndin felldi úr gildi undanþágu
Langanesbyggðar fyrir sorpurðun
á Bakkafirði. Málinu var vísað frá
sökum þess að ákvörðunin var tekin
af umhverfisráðuneytinu.
Urðunarstaður hefur verið á
Bakkafirði undanfarna tvo áratugi
en þá þjónaði hann aðeins Skeggja-
staðahrepp hinum forna. Árið 2006
sameinuðust Þórshafnarhreppur og
Skeggjastaðahreppur undir merkjum
Langanesbyggðar.
Fyrir fjórum árum rann starfsleyfi
urðunarinnar út og sótti sveitar-
stjórnin um endurnýjun á starfsleyfi.
Sú umsókn sætti kæru íbúa sem töldu
að framkvæmdin væri háð mati á
umhverfisáhrifum. Í upphafi þessa árs
komst áðurnefnd úrskurðarnefnd að
þeirri niðurstöðu að það væri óþarft.
Í kjölfarið sótti Langanesbyggð um
undanþágu frá starfsleyfi sem ráðu-
neytið veitti í ágúst.
Óánægju hefur gætt hjá ýmsum
íbúum Bakkafjarðar vegna málsins.
Í Langanesbyggð búa rúmlega fimm
hundruð manns. Þar af býr um einn af
hverjum fimm á Bakkafirði. Þær radd-
ir hafa heyrst meðal Bakkfirðinga að
með málinu sé verið að hygla íbúum
Þórshafnar með því að urða sorpið í
„túngarði íbúabyggðar“ á Bakkafirði.
Urðunin geti haft ýmis áhrif, flest nei-
kvæð, á byggð í Bakkafirði.
„Það hefur verið lagst í töluverða
vinnu til að hugsa upp nýja stað-
setningu. Sú vinna hefur ekki skilað
öðru en því að það er ofboðslega
dýrt að urða annars staðar,“ segir
Elías Pétursson, sveitarstjóri Langa-
nesbyggðar.
Kostnaðurinn hefur verið umtals-
verður því síðustu ár, frá því að
starfsleyfið rann út, hefur sorpi
sveitarfélagsins verið ekið á Vopna-
fjörð til urðunar þar. Elías segir ekk-
ert hæft í því að íbúar Þórshafnar
séu að nýta sér fjölmennið til að
níðast á Bakkfirðingum.
„Við erum ekki að gera þetta að
gamni okkar. Ég skil gremju og
áhyggjur Bakkfirðinga en það er
ekki sanngjarnt að stilla málinu upp
á þennan veg,“ segir Elías. „Þetta er
ekki þannig að íbúar horfi ofan í
urðunina og með réttum aðferðum
þá ætti þetta ekki að skapa ónæði.“
johannoli@frettabladid.is
Íbúar ósáttir
við sorpurðun
Hluti íbúa Bakkafjarðar er óánægður með að fá
sorpurðun sveitarfélagsins í túngarð byggðarinnar.
Deila um urðunina hefur staðið í nokkur ár.
Hluti íbúa Bakkafjarðar telur að nábýlið við sorpurðunina geti haft slæm áhrif á
byggðina. FrÉTTABLAðið/GVA
Í samstarfi við Epli og Valitor
Tilboðið gildir með völdum sjónvarpspökkum
365 til 15. desember 2016.
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á 365.IS
MEIRI HRAÐI, SKARPARI MYND, BETRA VIÐMÓT
APPLE TV 4 Á 0 KR.
Í þrjátíu ár höfum við verið í fararbroddi við að færa þér gæðaefni með nýjustu tækni. Árið 1986
biðu tilvonandi áskrifendur okkar í röðum eftir myndlyklum þegar fyrsti myndlykillinn kom til
Íslands. Frá þeim tíma hefur hvergi verið hnikað og hver tæknibreytingin tekið við af annarri.
Við hjá 365 leggjum metnað í að þú njótir skemmtunarinnar á sem bestan hátt og stígum nú
enn eitt skrefið og kynnum 365 sjónvarp á Apple TV. Meiri hraði, skarpari mynd og enn betra
viðmót í sjónvarpi framtíðarinnar.
Nú getur þú fengið þér Apple TV 4 með áskrift að efni frá
365 og sparað tugi þúsunda því við bjóðum þér Apple TV á
0 krónur með 12 mánaða áskrift að völdum pökkum 365.
Tilboð gildir til 15. desember
Útgáfa 2.0
Íslensk valmynd
og tímaflakk.
ÁSKRIFENDA-
LOTTERÍ 365
Allir áskrifendur að
sjónvarpspökkum 365
í nóv. og des. eiga
möguleika á að
vinna glæsilega
vinninga.
það er ofboðslega
dýrt að urða annars
staðar.
Elías Pétursson,
sveitarstjóri
Langanesbyggðar
2 5 . N Ó V E M b E r 2 0 1 6 F Ö S t U D a G U r20
2
5
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:2
5
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
6
C
-F
4
C
C
1
B
6
C
-F
3
9
0
1
B
6
C
-F
2
5
4
1
B
6
C
-F
1
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
1
0
4
s
_
2
4
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K