Fréttablaðið - 25.11.2016, Síða 22

Fréttablaðið - 25.11.2016, Síða 22
Náttúra Gæsin Blanda, sem hafði verið saknað frá 11. nóvember síð- astliðnum, er komin til vetrardvalar á Skotlandi með millilendingu í Færeyjum. Jón Sigurðsson, gæsa- pabbi ef svo mætti að orði komast, er himinlifandi yfir að hún skilaði sér til Skotlands. „Nokkrir fuglar voru merktir í sumar með GSM-sendum. Blanda fór yfir til Skagafjarðar í nóvember og hætti svo að senda merki frá sér. Við vorum orðnir örlítið vonlitlir og héldum að hún hefði verið skotin í Skagafirðinum,“ segir Jón. „Við vorum því himinlifandi þegar hún sendi okkur merki frá Skotlandi.“ Blanda virðist ekki hafa farið hefðbundnar leiðir yfir hafið. Hún millilenti í Færeyjum og tók flugið fyrir hana þaðan til Skotlands aðeins sex klukkustundir. Meðal- hraði hennar var þá um 60 km á klukkustund. En nú er Blanda komin til vetrar- dvalar og hleður þar batteríin. „Við munum fylgjast grannt með henni í vetur og hlökkum til að fá hana aftur heim á Blönduós næsta vor,“ segir Jón. – sa Blanda fundin í Skotlandi Gæsin Blanda tignarleg eftir merkingu í sumar. Mynd/Jón SiGurðSSon SVEItarStJÓrNarMáL Úrskurðar- nefnd umhverfis- og auðlindamála vísaði á dögunum frá kæru íbúa á Bakkafirði þar sem þess var krafist að nefndin felldi úr gildi undanþágu Langanesbyggðar fyrir sorpurðun á Bakkafirði. Málinu var vísað frá sökum þess að ákvörðunin var tekin af umhverfisráðuneytinu. Urðunarstaður hefur verið á Bakkafirði undanfarna tvo áratugi en þá þjónaði hann aðeins Skeggja- staðahrepp hinum forna. Árið 2006 sameinuðust Þórshafnarhreppur og Skeggjastaðahreppur undir merkjum Langanesbyggðar. Fyrir fjórum árum rann starfsleyfi urðunarinnar út og sótti sveitar- stjórnin um endurnýjun á starfsleyfi. Sú umsókn sætti kæru íbúa sem töldu að framkvæmdin væri háð mati á umhverfisáhrifum. Í upphafi þessa árs komst áðurnefnd úrskurðarnefnd að þeirri niðurstöðu að það væri óþarft. Í kjölfarið sótti Langanesbyggð um undanþágu frá starfsleyfi sem ráðu- neytið veitti í ágúst. Óánægju hefur gætt hjá ýmsum íbúum Bakkafjarðar vegna málsins. Í Langanesbyggð búa rúmlega fimm hundruð manns. Þar af býr um einn af hverjum fimm á Bakkafirði. Þær radd- ir hafa heyrst meðal Bakkfirðinga að með málinu sé verið að hygla íbúum Þórshafnar með því að urða sorpið í „túngarði íbúabyggðar“ á Bakkafirði. Urðunin geti haft ýmis áhrif, flest nei- kvæð, á byggð í Bakkafirði. „Það hefur verið lagst í töluverða vinnu til að hugsa upp nýja stað- setningu. Sú vinna hefur ekki skilað öðru en því að það er ofboðslega dýrt að urða annars staðar,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri Langa- nesbyggðar. Kostnaðurinn hefur verið umtals- verður því síðustu ár, frá því að starfsleyfið rann út, hefur sorpi sveitarfélagsins verið ekið á Vopna- fjörð til urðunar þar. Elías segir ekk- ert hæft í því að íbúar Þórshafnar séu að nýta sér fjölmennið til að níðast á Bakkfirðingum. „Við erum ekki að gera þetta að gamni okkar. Ég skil gremju og áhyggjur Bakkfirðinga en það er ekki sanngjarnt að stilla málinu upp á þennan veg,“ segir Elías. „Þetta er ekki þannig að íbúar horfi ofan í urðunina og með réttum aðferðum þá ætti þetta ekki að skapa ónæði.“ johannoli@frettabladid.is Íbúar ósáttir við sorpurðun Hluti íbúa Bakkafjarðar er óánægður með að fá sorpurðun sveitarfélagsins í túngarð byggðarinnar. Deila um urðunina hefur staðið í nokkur ár. Hluti íbúa Bakkafjarðar telur að nábýlið við sorpurðunina geti haft slæm áhrif á byggðina. FrÉTTABLAðið/GVA Í samstarfi við Epli og Valitor Tilboðið gildir með völdum sjónvarpspökkum 365 til 15. desember 2016. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á 365.IS MEIRI HRAÐI, SKARPARI MYND, BETRA VIÐMÓT APPLE TV 4 Á 0 KR. Í þrjátíu ár höfum við verið í fararbroddi við að færa þér gæðaefni með nýjustu tækni. Árið 1986 biðu tilvonandi áskrifendur okkar í röðum eftir myndlyklum þegar fyrsti myndlykillinn kom til Íslands. Frá þeim tíma hefur hvergi verið hnikað og hver tæknibreytingin tekið við af annarri. Við hjá 365 leggjum metnað í að þú njótir skemmtunarinnar á sem bestan hátt og stígum nú enn eitt skrefið og kynnum 365 sjónvarp á Apple TV. Meiri hraði, skarpari mynd og enn betra viðmót í sjónvarpi framtíðarinnar. Nú getur þú fengið þér Apple TV 4 með áskrift að efni frá 365 og sparað tugi þúsunda því við bjóðum þér Apple TV á 0 krónur með 12 mánaða áskrift að völdum pökkum 365. Tilboð gildir til 15. desember Útgáfa 2.0 Íslensk valmynd og tímaflakk. ÁSKRIFENDA- LOTTERÍ 365 Allir áskrifendur að sjónvarpspökkum 365 í nóv. og des. eiga möguleika á að vinna glæsilega vinninga. það er ofboðslega dýrt að urða annars staðar. Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar 2 5 . N Ó V E M b E r 2 0 1 6 F Ö S t U D a G U r20 2 5 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 1 0 4 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 6 C -F 4 C C 1 B 6 C -F 3 9 0 1 B 6 C -F 2 5 4 1 B 6 C -F 1 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.