Fréttablaðið - 25.11.2016, Blaðsíða 32
Þekkingarfyrirtækið Matís, sem
sinnir fjölbreyttu rannsókna-,
þjónustu- og nýsköpunarstarfi í
matvæla- og líftækniiðnaði, hefur
tryggt sér þátttöku í umfangsmiklu
samevrópsku verkefni. Þar koma
saman tugir leiðandi fyrirtækja,
rannsókna- og menntastofnana
til að finna leiðir til nýsköpunar
á heimsmælikvarða og ýta undir
frumkvöðlastarf innan álfunnar.
Nýsköpunar- og tæknistofnun
Evrópu (EIT) fjárfestir í verkefn-
unum fram til ársins 2020 fyrir 2,4
milljarða evra eða 290 milljarða
íslenskra króna. Heildarfjárfestingin
mun stappa nærri tíu milljörðum
evra, eða 1.200 milljörðum íslenskra
króna en þátttakendur fjármagna
75% af rannsóknunum sjálfir.
Evrópa er á eftir
Hörður G. Kristinsson, rannsókna- og
nýsköpunarstjóri Matís, segir áætlun-
ina byggjast á nýrri hugsun og snúa að
átta sértækum verkefnum (Know-
ledge Innovation Community – KIC),
og þar af eitt sem snýst um matvæli
og nýsköpun í matvælaiðnaðinum
í Evrópu (EIT Food). Þar er snerti-
punktur Matís við áætlunina, en
tilurð hennar er sú staðreynd að Evr-
ópa hefur verið að dragast aftur úr í
nýsköpun og mikil áhersla sé lögð á
að snúa þeirri þróun við. Verkefnin
átta (KIC) séu lykiltól til þess; þau
eru sjálfstæðar einingar með for-
stjóra og framkvæmdastjórn og ráða
því hvernig fénu er ráðstafað innan
hópsins, eftir ákveðnum reglum sem
hópurinn setur sér.
Í hnotskurn er hlutverk KIC-verk-
efnanna að auka samkeppnis- og
nýsköpunarhæfni Evrópu. Stuðla að
auknum vexti efnahagslífsins með
þróun og uppbyggingu nýrra fyrir-
tækja, og fjölga störfum með því að
þróa nýjar vörur og þjónustu. Eins,
og ekki síst, að þjálfa næstu kynslóð
frumkvöðla.
„Matís er einn af aðeins tveimur
þátttakendum frá Norðurlöndunum
sem eru meðlimir í EIT Food og er
litið sérstaklega til okkar hvað varðar
þekkingu og hæfni þegar kemur að
rannsóknum og þróun á afurðum og
efnum úr hafinu og ferlum tengdum
þeim, eða bláa lífhagkerfinu. Þetta er
gríðarlega mikil viðurkenning fyrir
Matís og þá vinnu sem okkar frábæra
starfsfólk hefur unnið síðustu ár, sem
og Ísland. Það má segja að þetta hafi
lyft okkur úr fyrstu deild yfir í meist-
aradeildina,“ segir Hörður og bætir
við að umsóknarferlið fyrir einstök
verkefni sé afar umfangsmikið og
samkeppnin um styrkféð sé gríðarleg.
Án fordæma
„EIT Food er verkefnið sem vann
eftir mikla vinnu og mjög stranga
síu. Það er til sjö ára. Fimmtíu aðilar
frá þrettán löndum koma að því;
allt fyrir tæki, háskólar og rann-
sóknastofnanir eða fyrirtæki sem
eru fremst á sínu sviði í Evrópu og
heiminum,“ segir Hörður og nefnir
tvö stærstu matvælafyrirtæki heims,
Matís þátttakandi í risavöxnu verkefni
Þekkingarfyrirtækið Matís hefur tryggt sér þátttöku í gríðarstóru samevrópsku verkefni – annað tveggja frá Norðurlöndunum. Er í
fríðum flokki leiðandi fyrirtækja, rannsókna- og menntastofnana. Fjárfestingar í heild nema 1.200 milljörðum króna.
Hörður G. Kristinsson og Rósa Jónsdóttir, sérfræðingar hjá Matís, safna vannýttri auðlind á Reykjanesi – íslensku þangi. Mynd/ToRfi AGnARsson
Risavaxið verkefni í hnotskurn
l Sjö ára viðskiptaáætlun sett upp á
næsta ári.
l Þróa á 290 nýjar eða bættar
afurðir, þjónustu og ferla.
l Styðja á við og skapa 350 ný fyrir-
tæki, þjálfa yfir 10.000 nemendur
í framhaldsnámi og fagaðila í mat-
vælafræði og tengdum greinum
fyrir 2024.
l Stefnt á að draga um 40% úr út-
blæstri gróðurhúsalofttegunda í
evrópska matvælageiranum fyrir
2030.
l Nýsköpunar- og tæknistofnun
Evrópu (EIT) fjárfestir í verkefn-
unum fram til ársins 2020 fyrir 2,4
milljarða evra eða 290 milljarða
íslenskra króna.
l Heildarfjárfestingin nemur 1.200
milljörðum íslenskra króna en
þátttakendur fjármagna 75% af
rannsóknunum sjálfir.
l Matís starfar beint og óbeint með
Nestlé og PepsiCo, Givaudan sem
er stærsti bragðefnaframleiðandi
heims, fyrirtækjunum DSM,
Roquette, Nielsen, Siemens og
Bosch.
l Háskólarnir í Cambridge, ETH
Zürich og Tækniháskólinn í
München taka þátt.
l Önnur öflug rannsóknafyrirtæki,
eða stofnanir, í verkefninu ásamt
Matís eru m.a. VTT í Finnlandi,
Fraunhofer í Þýskalandi og Azti á
Spáni.
Matís mun taka
virkan þátt í öllu
verkefninu en við verðum
með sérstaklega stórt hlut-
verk hvað varðar sjávarfang
og innihaldsefni unnin úr
sjávarfangi og vannýttu
hráefni úr hafinu.
Hörður G. Kristins-
son, rannsókna- og
nýsköpunarstjóri
Matís
Hvað legg ég til
samfélagsins með
mínu lífi og starfi, er það
þjóðinni til jafn mikils gagns
og starf bóndans,
hvert er mitt
hangilæri?
Þröstur Friðfinns-
son, sveitarstjóri í
Grýtubakkahreppi
Svavar
Hávarðsson
svavar@frettabladid.is
stjórnmál Þröstur Friðfinnsson,
sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi í
Eyjafirði, segir hart sótt að sauðfjár-
rækt hérlendis, verslunin reki harð-
an áróður fyrir innflutningi og gegn
stuðningi við landbúnaðinn.
„Margir eru sjálfskipaðir tals-
menn neytenda og tala harkalega
gegn íslenskri framleiðslu. Minna er
spurt hvað íslenskir neytendur vilja
í raun. Vilja þeir ekki fá sitt hangi-
læri á jólum?“ spyr Þröstur í pistli á
vef Grýtubakkahrepps.
Þröstur sér ófriðarblikur á lofti.
„Fjölgun mannkyns nær sögulegum
hæðum og við nálgumst nú ár frá ári
endimörk getu jarðar til framleiðslu
matar í þann ógnarfjölda.
Við þessar ótryggu aðstæður ætti
að vera forgangsmál stjórnmálaafla
sem vilja leiða þjóðina inn í óvissa
framtíð, að hlúa að innlendri fram-
leiðslu og gæta að öryggi lands-
manna,“ skrifar sveitarstjórinn. „Ef
við molum niður okkar matvæla-
framleiðslu í þágu stundargróða
viðskiptalífsins, kann að vera styttra
en margur heldur í það að Íslend-
ingar kynnist aftur þeirri skelfilegu
tilfinningu, að hafa ekki mat fyrir sig
og sína.“
Þá segir sveitarstjórinn hangi-
kjötið vera sögulegan þjóðarrétt.
Hangikjötið skipi jafnan heiðurs-
sess á stærstu hátíð landsmanna,
jólunum.
„Þeir sem framleiða slíka vöru
sem byggir á ævagömlum hefðum,
þróuðu ræktunarstarfi og vinnslu
undir strangasta gæðaeftirliti, sauð-
fjárbændur, ættu að skipa mestan
virðingarsess í okkar samfélagi,“
segir Þröstur sem ráðleggur öllum
þeim, sem telja sauðfjárbændur
vera beiningamenn, að hugsa vel
sitt ráð upp á nýtt:
„Góð byrjun gæti þá verið að
spyrja sjálfan sig; hvað legg ég til
samfélagsins með mínu lífi og
starfi, er það þjóðinni til jafn mikils
gagns og starf bóndans, hvert er mitt
hangilæri?“ – gar
Framleiðendur hangikjöts ættu að skipa mestan virðingarsess
Nestlé og PepsiCo. Einnig Givaudan
sem er stærsti bragðefnafram-
leiðandi heims, fyrirtækin DSM,
Roquette, Nielsen, Siemens og Bosch.
Einnig taka háskólarnir í Cambridge,
ETH Zürich og Tækniháskólinn í
München þátt. Önnur öflug rann-
sóknafyrirtæki, eða stofnanir, í verk-
efninu ásamt Matís eru m.a. VTT í
Finnlandi, Fraunhofer í Þýskalandi
og Azti á Spáni.
EIT mun á næstu sjö árum setja allt
að 48 milljörðum króna í verkefnið
gegn 145 milljarða mótframlagi þátt-
takenda. „Heildarfjárfestingin er því
allra stærsta aðgerð sem farið hefur
verið í í Evrópu á sviði matvælarann-
sókna,“ segir Hörður.
Þungamiðja umbyltinga
En hvaða áskoranir ætla þátttak-
endur, og Matís þeirra á meðal, að
takast á við?
„Það verður sett saman sjö ára
viðskiptaáætlun á næsta ári til að
móta hvernig við sem hópur ætlum
að takast á við nokkrar stórar áskor-
anir sem Evrópa er að kljást við hvað
varðar matvælageirann og neytend-
ur. Við ætlum okkur að gera Evrópu
að þungamiðju umbyltinga í nýsköp-
un og framleiðslu á matvælum og fá
neytendur beint að borðinu í þessu
ferli og þróa 290 nýjar eða bættar
afurðir, þjónustu og ferla. Við ætlum
einnig að styðja við og skapa 350 ný
fyrirtæki, þjálfa yfir 10.000 nem-
endur í framhaldsnámi og fagaðila í
matvælafræði og tengdum greinum
fyrir 2024 auk þess að draga um 40%
úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda
í evrópska matvælageiranum fyrir
2030,“ segir Hörður og nefnir dæmi.
„Matís mun taka virkan þátt í öllu
verkefninu en við verðum með sér-
staklega stórt hlutverk hvað varðar
sjávarfang og innihaldsefni unnin
úr sjávarfangi og vannýttu hráefni
úr hafinu. Það eru mikil tækifæri
í matvælaiðnaðnum hvað varðar
notkun á hráefnum og innihalds-
efnum úr hafinu til að mæta þörfum
framtíðarneytenda. Neytandinn
verður miðpunkturinn í þessu mikla
verkefni en við munum draga hann
að borðinu til að hjálpa okkur að
umbylta evrópska matvælageir-
anum. Þetta verkefni opnar gríðar-
leg tækifæri fyrir okkur og Ísland
og tengir okkur föstum böndum
við afar öflugan hóp fyrirtækja,
háskóla og rannsóknastofnana,“
segir Hörður.
f r é t t i r ∙ f r é t t A B l A ð i ð 30f Ö s t U D A G U r 2 5 . n ó v e m B e r 2 0 1 6
2
5
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:2
5
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
6
C
-C
8
5
C
1
B
6
C
-C
7
2
0
1
B
6
C
-C
5
E
4
1
B
6
C
-C
4
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
1
0
4
s
_
2
4
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K