Fréttablaðið - 25.11.2016, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 25.11.2016, Blaðsíða 52
Borghildur sækir innblástur til Íslands enda elskar hún að ganga á fjöll og reynir að fara eina stóra ferð hvert sumar. „Ég læt hverja línu heita eftir þeim stað sem ég hef heimsótt. Fyrir mynstrin í síðustu línu notaði ég til dæmis form úr snjóalögum í fjöllunum á Laugaveginum, teiknaði þau upp með bleki og blandaði þeim við yfir borðsmyndir sem ég tók í ferðinni,“ segir Borghildur en nýjasta lína hennar ber nafn- ið Vondugil eftir gili sem gengið er um á Laugaveginum að Fjalla- baki. „Þegar kemur að sniðum, stemningu og litavali get ég fund- ið innblástur nánast alls staðar. Hvort sem er í götutísku, í kvik- myndum, frá gömlum myndum eða myndlist. Ég nota internet- ið líka mikið og er stanslaust að vista myndir sem ég finn og sæki svo í þegar ég byrja að hanna.“ FLÍKUR MEÐ LÁGT KOLEFNIS- SPOR En hver er hugmyndafræðin á bak við hönnunina? „Ég legg áherslu á að flíkurnar séu klæðilegar, þægilegar, vandaðar og áhuga- verðar. Framleiðslan fer öll fram í Evrópu vegna þess að ég vil vita hvaðan flíkurnar koma, hverjir framleiða þær og við hvaða að- stæður. Ullarpeysurnar eru fram- leiddar á Íslandi því ég vil styðja innlenda framleiðslu og það skipt- ir mig máli að geta boðið upp á flíkur með lágt kolefnisspor,“ svarar Borghildur og bætir við að Milla Snorrason sendi aðeins frá sér eina línu á ári. „Ástæðan er meðal annars sú að ég trúi ekki á hraðann í tískuheiminum, ég held að hann sé hvorki nauðsynlegur né góður fyrir neinn. Mér finnst ekki sjálfri að fólk eigi að end- urnýja fataskápinn sinn tvisvar eða jafnvel fjórum sinnum á ári og ég hef engan áhuga á að hvetja til óhóflegrar neyslu,“ segir hún með áherslu. Auk þessi noti hún einungis náttúruleg efni. „Bæði af því að mér finnst það fallegra og þægilegra en einnig vegna þess að gerviefni virka oft eins og plast fyrir umhverfið og brotna mjög hægt niður.“ ENDURSPEGLAR EIGIN FATASTÍL Borghildur segir Millu Snorrason endurspegla sinn eigin fatastíl. „Ég hanna fyrst og fremst fyrir sjálfa mig en máta samt flíkurnar líka í huganum á ýmsar vinkonur mína og jafnvel mömmu mína og vinkonur hennar.“ Uppáhaldshönnuður Borghild- ur hefur lengi verið Dries Van Noten en Miuccia Prada og Consu- elo Cast iglioni sem hannar fyrir Marni hafa líka lengi verið í uppá- haldi. „Svo eru allir hönnuðirnir í Kiosk æðislegir!“ segir Borghild- ur glaðlega en flíkur hennar eru til sölu í versluninni. MIKIL VIÐURKENNING Borghildur segir það hafa mikla þýðingu fyrir sig að fá styrk á borð við þann sem hún fékk úr Hönn unar sjóði á dögunum. „Það er bæði mikil viðurkenning fyrir mig að fagfólk eins og þau hjá Hönnunarsjóði hafi trú á því sem ég er að gera og svo léttir það gíf- urlega undir. Fatahönnun er virki- lega dýr bransi og það er mjög auðvelt að fara útbyrðis í kostn- aðarhliðinni.“ ÝMISLEGT Á DÖFINNI Framleiðsla nýjustu línunnar, Vondugila, hefur átt hug Borg- hildar undanfarnar vikur en þriðja sendingin af flíkunum kemur í Kiosk fyrir jólin. „Síðan er ég að vinna að línunni sem ég fékk styrk til að gera. Hún heitir Uxatindar og er unnin út frá ferð sem ég fór með vinkonum mínum í sumar þar sem við geng- um um Fjallabak nyrðra í nokkra daga. Ég mun sýna hana á vöru- sýningu í Kaupmannahöfn í byrj- un febrúar á næsta ári svo það er feikinóg vinna fram undan.“ „Milla Snorrason sendir aðeins frá sér eina línu á ári. Ástæðan er meðal annars sú að ég trúi ekki á hraðann í tískuheiminum, ég held hann sé hvorki nauðsynlegur né góður fyrir neinn,“ segir Borghildur. MYND/EYÞÓR Nýjasta lína Millu Snorrason heitir Vondugil eftir gili sem gengið er um á Laugaveginum að Fjallabaki. MYND/RUT SIGURÐARDÓTTIR OF MIKILL HRAÐI Í TÍSKUHEIMINUM Borghildur Gunnarsdóttir, sem hannar undir merkinu Milla Snorrason, var ein af sex sem hlutu hæsta styrk í úthlutun Hönnunarsjóðs á dögunum. Henni er umhugað um umhverfið og telur hraðann í tískuheiminum ekki góðan fyrir neinn. 2 5 . N Ó V E M B E R 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U R8 F Ó L K ∙ K Y N N I N G A R B L A Ð ∙ X X X X X X X XF Ó L K ∙ I ∙ L Í F S S T Í L L 2 5 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 1 0 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 6 D -2 B 1 C 1 B 6 D -2 9 E 0 1 B 6 D -2 8 A 4 1 B 6 D -2 7 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.