Fréttablaðið - 25.11.2016, Page 91

Fréttablaðið - 25.11.2016, Page 91
Kanye West hefur ekki átt sjö dag- ana sæla að undanförnu en skólína hans, Yeezy Boost, er þó að slá í gegn. Kanye fékk smá gleðifréttir eftir að hafa lagst inn á sjúkrahús vegna ofþreytu. Aðdáendur hans og aðra þyrstir í Yeezy Boozt-skóna. Þúsundir voru mættar fyrir utan búðir þar sem skórnir eru til sölu en nýja 350 V2 línan hans kom í búðir á þriðjudag. Lögreglan þurfti að skakka leik- inn í London þegar allt sauð upp úr. Kaupþyrstir þurftu armband til að komast inn í Offspring- búðina í Shoreditch en þegar fólkið var búið að bíða í rúma tvo tíma fór allt úr böndunum. Samkvæmt breskum fjölmiðlum byrjaði ruglið eftir að fjórir menn mættu á Range Rover og tróðu sér fremst í röðina. Í Póllandi var gríðar- legur troðningur þar sem verslunar- eigendur þurftu að nota gjallarhorn til að róa mannskapinn. Í Kóreu var fjölda skópara stolið eftir að allt fór í bál og brand í röðinni. Skórnir kosta 220 dollara á adidas. com eða 25 þúsund krónur. Þeir kosta 29 þúsund út úr búð á Íslandi. – bbh Loksins einhverjar góðar fréttir fyrir Kanye West Yeezy Boost, Kanye West Afreksíþróttir Afreksíþróttasvið er ætlað nemendum á bóknámsbrautum. Námið hentar ungu og efnilegu íþróttafólki sem vill fá öfluga þjálfun við flottar aðstæður og fræðslu í stoðgreinum íþrótta. Námið gerir kröfur um námsárangur, jákvætt viðhorf og frábæra mætingu. Bíliðngreinar Í bíliðnum eru þrjár greinar: bifreiðasmíði, bifvélavirkjun og bílamálun. Um er að ræða faglegt tækninám fyrir þá sem hafa metnað til faglegra starfa eða háskólanáms í tæknigreinum. Bóknám til stúdentsprófs Bóknámsbrautir til stúdentsprófs eru félags- og hugvísinda- braut, náttúrufræðibraut og viðskipta- og hagfræðibraut. Nám á brautunum veitir haldgóðan undirbúning undir áfram- haldandi nám og samfélagsþátttöku. Framhaldsskólabraut Framhaldsskólabraut er ætlað að koma til móts við þá nemendur sem ekki uppfylla inntökuskilyrði á aðrar námsbrautir skólans og þá sem eru óákveðnir um námsval. Innritað að vori. Listnámsbraut Listnám á sviði grafískrar hönnunar, kvikmyndagerðar og leiklistar til stúdentsprófs. Skapandi og hagnýtt nám sem býður upp á spennandi framtíðarmöguleika. Málm- og véltæknigreinar Málmiðngreinarnar eru fjórar: blikksmíði, rennismíði, stálsmíði og vélvirkjun. Samhliða náminu er hægt að ljúka stúdentsprófi af þessum brautum. Sérnámsbraut Námið er einkum ætlað nemendum sem hafa notið verulegrar sérkennslu í grunnskóla, verið í sérdeild eða sérskóla. Innritað að vori. Þjónustubrautir Á þjónustubrautum er boðið fram þrenns konar fagnám: félagsliði, leikskólaliði og félagsmála- og tómstundanám. Hægt er að ljúka stúdentsprófi samhliða fagnáminu eða í lok þess. Hagnýt margmiðlun Námið er ætlað fólki sem vill öðlast alhliða hæfni í hönnun og miðlun. Námið er á 4. hæfniþrepi og möguleiki að fá það metið til háskólaeininga. Borgarholtsskóli er fjölbreyttur og framsækinn skóli sem leggur áherslu á að allir fái nám við sitt hæfi. Boðið er upp á margar námsleiðir: í bóknámi, listnámi, iðnnámi og starfsnámi. Á sumum brautum er kennt í dreifnámi en það er fjarnám með staðbundnum lotum. Nánar um brautir skólans á www. bhs.is Innritun fyrir vorönn 2017 lýkur 30. nóvember Sjá nánar: http://www.menntagatt.is Borgarholtsskóli Við Mosaveg, 112 Reykjavík, sími 535 1700, fax 535 1701 www.facebook.com/Borgarholtsskoli Borgarholtsskóli Gott nám í góðum félagsskap Platan The Essential Leonard Cohen með Leonard heitnum Cohen rýkur nú upp Billboard- listann. Einnig hefur platan You Want It Darker skotist upp eftir lát Cohens og seldist hún einum 200 prósentum meira en hún hafði verið að gera fram að því. Í vikunni tíunda til sautjánda nóvember jókst sala á öllum plötum Cohens um 300 prósent miðað við vikuna á undan og auk þess voru lög hans höluð niður heilum 650 prósentum oftar en vikunni áður. Allt í allt, ef saman er tekin sala á plötum og lögum, ásamt streymi á lögunum hans, er aukningin um um 400 prósent – úr tæpum fjórum milljónum upp í 18,5 millj- ónir. Leonard Cohen lést þann sjö- unda nóvember en fyrst var til- kynnt um andlát hans þremur dögum síðar, þann tíunda nóvem- ber. Plata Cohens, You Want It Dar- ker, kom út seint í október einungis tveimur vikur áður en hann lést og fetar hann þar með í fótspor annars meistara, Davids Bowie, en hann gaf út sína síðustu plötu aðeins tveimur dögum fyrir andlát sitt. Margir meistarar sögunnar hafa ekki orðið frægir fyrr en eftir dauðann og má þar nefna Van Gogh, Franz Kafka og Mozart. Margir minnast Cohen Margir heiðra nú minningu Leonards Cohen með því að kaupa plötur hans og lög. Mánudaga – fimmtudaga kl. 17:40 L í f i ð ∙ f R É T T A B L A ð i ð 73f Ö S T U D A G U R 2 5 . n ó v e m B e R 2 0 1 6 2 5 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 1 0 4 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 6 C -D 2 3 C 1 B 6 C -D 1 0 0 1 B 6 C -C F C 4 1 B 6 C -C E 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.