Fréttablaðið - 15.11.2016, Page 4

Fréttablaðið - 15.11.2016, Page 4
www.forlagid.i s | Bókabúð Forlagsins | F i sk i slóð 39 „ Vel er vandað til verka í heildstæðri frásögn af þessari skelfilegu nótt, aðdraganda hamfaranna og eftirmálum. Þrátt fyrir yfirveguð skrif er bókin afar átakanleg á köflum, eðlilega.“ guðríður haraldsdóttir / vikan Heilbrigðismál Undirskriftum íbúa í Rangárþingi eystra er nú safnað til að skora á Þóri Kolbeinsson, lækni á Hellu, að halda áfram störfum við Heil- brigðisstofnun Suðurlands og skorað er á stjórn HSU að gera það sem í henn- ar valdi stendur til að halda í starfs- krafta hans. Skila á undirskriftum til forstjóra HSU í lok vikunnar. Á meðan komum á heilsugæsluna á Hvolsvelli hefur fjölgað í takt við fjölgun ferða- manna á svæðinu hefur lækninum, Þóri Kolbeinssyni, verið neitað um fulla stöðu við heilsugæsluna og íhugar hann því að flytjast búferlum. Síðan í hruninu hefur Þórir verið í 75 prósent stöðu sem læknir. Þórir hefur um ára- bil reynst svæðinu vel og því finnst íbúum sárt að sjá á eftir honum. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, segir Þóri hafa verið öflugan lækni og fjöldi íbúa vilji ólmir halda honum áfram á svæðinu. „Þórir hefur verið kjölfesta í sam- félaginu og þess vegna er þessi undir- skriftasöfnun orðin að veruleika. Íbúar á svæðinu hafa þurft að taka á honum stóra sínum vegna skorts á þjónustu HSU hér á Hvolsvelli síðustu misseri,“ segir Ísólfur Gylfi. Hann vill þó árétta að undirskriftasöfnunin er ekki á vegum sveitarfélagsins heldur sprottin upp hjá hjá grasrót íbúa á svæðinu sem vilji halda Þóri. Samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins hefur andað köldu í samskiptum manna á milli innan HSU. Ekki er langt síðan sveitarstjórn krafðist þess að HSU færi eftir samningi við sveitar- félagið þegar HSU ætlaði að loka starfs- stöð sinni á Hvolsvelli. – sa Íbúar skora á vinsælan lækni sem fær ekki fulla stöðu á Hvolsvelli Þórir Kolbeinsson fær ekki fulla læknisstöðu og sættir sig ekki við aðeins 75 pró- sent starf á Hvolsvelli. Fréttablaðið/VilHelm Ísólfur Gylfi Pálmason skólamál Grunnlaun grunnskóla- kennara með tíu ára starfsreynslu eru nú ríflega 440 þúsund krónur en laun grunnskólakennara hafa hækkað um 86,7 prósent á tíu ára tímabili. Launin hafa því hækkað minna en sem nemur launavísitölu sem nemur 92,7 prósentum. Samn- inganefndir kennara og sveitar- félaga funduðu í gær og munu hitt- ast á ný á morgun. Grunnskólakennarar eru samn- ingslausir síðan í sumar og hafa tvívegis fellt samninga síðan þá. Í dag, þriðjudag, hafa grunnskóla- kennarar verið hvattir til að ganga úr vinnu klukkan 14.30 og mæta á kröfufund kennara í Háskólabíói. Þá verða  sambærilegir fundir í  Hafnarfirði og Reykjanesbæ og kennarar ætla að fjölmenna á áhorfendapalla á fundi borgar- stjórnar til að krefjast hærri launa. „Ég á ekki von á því að þetta muni hafa áhrif á kennslu enda henni að mestu lokið á þessum tíma,“ segir Ragnar Þór Pétursson, kennari og einn skipuleggjenda fundarins. Sé tekið mið af launareiknivél á vef Félags grunnskólakennara sést að grunnskólakennari sem er að hefja störf og hefur eins árs starfs- reynslu er með 397.555 krónur í grunnlaun. Þess utan fá kennarar svokallaða annaruppbót tvisvar á ári, í desember og júní, 76.500 krónur í hvort skipti. Samtals 153 þúsund krónur í uppbót árlega. Kjarasamningur grunnskóla- kennara frá 2014 gerði meðal ann- ars ráð fyrir því að afsal áunninna réttinda um að kenna færri tíma á Laun grunnskólakennara hafa hækkað minna en launavísitala Laun kennara hafa hækkað um 86,7 prósent á síðustu tíu árum en þó ekki jafn mikið og launavísitala. Boðað hefur verið til samstöðufundar í dag og kennarar hvattir til að leggja niður störf klukkan hálf þrjú. Fulltrúar grunnskólakennara mættu til fundar við viðsemjendur sína frá sveitarfélögunum hjá ríkissáttasemjara í gær. mynd/JóHann K. viku eftir því sem liði á starfsævina gæti falið í sér kjarabætur. Níutíu prósent kennara afsöluðu sér þeim réttindum. Ragnar segir að semjist ekki á næstu tveimur vikum megi gera ráð fyrir því að kennarar fái endanlega nóg, segi upp og leiti í önnur störf. „Við höfum fellt sama kjara- samninginn tvisvar. Það virðist vera þjóðarsátt um það að kennarar séu láglaunastétt. Þeir ná ekki meðal- launum og eru talsvert langt frá því. Þegar stefnt var að stöðugleika var áfram miðað við að við værum láglaunastétt og við sættum okkur ekki við það.“ snaeros@frettabladid.is johannoli@frettabladid.is sVÍÞJóð Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, er sá flokks- leiðtogi sem flestir telja að skilji aðstæður „venjulegra kjósenda“. Þetta eru niðurstöður nýrrar skoð- anakönnunar á vegum Nordic PA Research. Alls telja 48 prósent að Åkesson sé skilningsríkastur en 31 prósent telur að leiðtogi Vinstri flokksins, Jonas Sjöstedt, skilji venjulega kjósendur. Tæpur þriðjungur, eða 29 prósent, telja að Stefan Löfven forsætisráðherra skilji aðstæður kjósenda. Samsvarandi tala fyrir leiðtoga hægri manna, Önnu Kin- berg Batra, er 13 prósent. – ibs Telja Åkesson skilningsríkastan Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðar- demókrata. nordicPHotoS/aFP Það virðist vera þjóðarsátt um það að kennarar séu láglaunastétt. Ragnar Þór Pét- ursson kennari austurland Ellefu nautgripir dráp- ust í stórbruna á bænum Fögruhlíð í Jökuls árhlíð í gær. Baldur Pálsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum á Austurlandi, sagði í samtali við Vísi í gær að altjón hefði orðið á 540 kinda fjárhúsi og gripa- húsi. Ekkert fé var í fjárhúsinu. „Kindurnar voru allar úti,“ sagði  Baldur  sem kvað slökkviliðið mundu verða á vettvangi þar til búið væri að ganga úr skugga um að slökkt væri í öllum glæðum. Er rætt var við hann í gærkvöld bjóst hann við að slökkvistarfið stæði fram á nótt. Baldur sagði íbúa ekki hafa verið heima er eldurinn kom upp og að upp- tök eldsins væru enn óljós. – sks Ellefu nautgripir drápust í bruna 1 5 . n ó V e m b e r 2 0 1 6 Þ r i ð J u d a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 1 5 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :4 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 4 9 -C 6 C C 1 B 4 9 -C 5 9 0 1 B 4 9 -C 4 5 4 1 B 4 9 -C 3 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.