Fréttablaðið - 15.11.2016, Síða 14
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson
magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Þorbjörn
Þórðarson
thorbjorn@frettabladid.is
Íslandsbanki ákvað að veita bestu bankaþjónustu landsins. Liður í því var að bjóða hinn svokallaða íbúðarsparnaðarreikning. Óverðtryggður sparnað-
arreikningur með 4,5% vexti, hugsaður fyrir ungt fólk
á aldrinum 15-35 ára sem væri að safna fyrir útborgun
fyrir húsnæði. Mér var seldur slíkur reikningur. Gul-
rótin var að þegar kæmi að húsnæðiskaupum fengi
ég frítt greiðslumat og 50% afslátt af lántökugjöldum
húsnæðislána hjá bankanum. Eins og okurútlánavextir
séu ekki nóg!
Í dag, tæpum tveimur árum eftir að ég hóf mark-
vissa söfnun, keypti ég húsnæði. Ég hafði framkvæmt
svokallað bráðabirgðagreiðslumat á vefsíðu bankans
en til að sækja um lán þurfti ég að fara í greiðslumat
hjá bankanum sjálfum. Greiðslumatið tók fjórar vikur
(sem var gildistími kauptilboðsins) og niðurstaðan
kom mér nokkuð á óvart.
Gallað greiðslumat
Í ljós kom að íbúðarsparnaðarreikningurinn var bund-
inn í 17 mánuði. Bankinn ákvað því, að mér forspurðri,
að gera ráð fyrir að lána mér í formi yfirdráttar á móti
sparnaðinum. Yfirdráttarlánið skyldi vera með 13%
vöxtum. Vextirnir, sem hlupu á tugum þúsunda, komu
svo til lækkunar ráðstöfunartekna í greiðslumatinu.
Þar sem reikningurinn er ekki laus fyrr en eftir
fimm mánuði er vaxtamunurinn á íbúðarsparnaðar-
reikningnum og yfirdráttarláninu neikvæður um tugi
þúsunda. Fasteignamarkaðurinn hér á landi hefur enga
þolinmæði og allra síst fyrir löngum greiðslufrestum.
Ég var því nauðbeygð til að samþykkja yfirdráttarlánið
til að fá sparnaðinn minn útgreiddan.
Neikvæð ávöxtun sparnaðar
Hefði ég þá haldið að málinu væri lokið. En nei – bank-
inn vildi fá mig til sín og fá undirritun mína á handveð
í sparnaðarreikningnum á móti yfirdrættinum. Fyrir
handveðið greiddi ég kr. 4.900.-
Í mínu tilviki er tap mitt gríðarlegt á hinum svokall-
aða íbúðarsparnaðarreikningi Íslandsbanka.
Langlífi millistéttaraulans
í boði Íslandsbanka
Lilja Margrét
Olsen
neytandi og
héraðsdómslög-
maður
Í mínu tilviki
er tap mitt
gríðarlegt á
hinum
svokallaða
íbúðarsparn-
aðarreikningi
Íslandsbanka.
Bakarar, kjötiðnaðarmenn og nemar.
Munið félagsfundina á morgun, 16. nóvember
í húsakynnum félagsins á Stórhöfða 31.
Kl. 15.00 Bakarar og nemar.
Kl. 17.00 Kjötiðnaðarmenn og nemar.
Félagsfundir
MATVÍS boðar til
félagsfunda
með sveinum og nemum
Mun Björt
framtíð sætta
sig við stefnu
sem byggir á
endurskoðun
þeirra bú-
vörusamn-
inga sem hún
barðist svo
hatrammlega
gegn?
Birgitta í því að loka hurðum
Takist hægri vængnum ekki ætl-
unarverk sitt um myndun ríkis-
stjórnar virðast fáar leiðir opnar
til að mynda starfhæfa stjórn. Nú
síðast ákvað Birgitta Jónsdóttir
að saka Bjarta framtíð um að
leika tveimur skjöldum og vera
óheiðarlegan stjórnmálaflokk.
Þá hefur Birgitta gert sér að leik
að loka dyrum fyrir samvinnu
Pírata og Bjartrar framtíðar. Hafa
ummæli Birgittu hleypt illu blóði
í fólk innan Bjartrar framtíðar.
Það er einkennilegt af stjórnmála-
manni í forsvari fyrir tíu manna
þingflokk að tala svo fjálglega á
miklum óvissutímum í íslenskum
stjórnmálum. Stjórnmál eru list
hins mögulega, ekki lokunar.
Þeir fiska sem róa
Sjómenn lönduðu samningi við
SFS hjá ríkissáttasemjara í fyrri-
nótt og þótti mörgum ánægjulegt
að heyra fréttir af undirskriftinni í
morgunfréttum í gær. Hins vegar
fylgir böggull skammrifi því um
eitt þúsund manns klufu sig út
úr samkomulaginu og sögðu
samninginn einhvers konar sam-
komulag í skötulíki. Tvær grímur
hafa svo runnið á fjölda sjómanna
eftir að þeir heyrðu um aflatölur
forystunnar í samningagerðinni.
Það hlýtur að teljast einhvers
konar afrek fyrir forystu útgerð-
anna að geta ekki gert vel við sjó-
menn sína en á sama tíma og þeir
hafa verið samningslausir hefur
útgerðin hagnast samanlagt um
á þriðja hundrað milljarða króna.
sveinn@frettabladid.is
Það er fyrir fram mjög erfitt að sjá fyrir sér að ríkisstjórn Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðis-flokksins og Viðreisnar verði langlíf og farsæl nema allir flokkarnir gefi mikinn afslátt af stefnu sinni í stórum málum og sleppi við „óþæga þingmenn“ allt kjörtíma-
bilið því ríkisstjórnin mun aðeins halda velli með eins
þingmanns meirihluta.
Eitt stórt mál sem ná þarf sátt um í texta stjórnar-
sáttmálans snýr að Evrópusambandinu. Sjálfstæðis-
flokkurinn er á móti aðild. Björt framtíð vill að þjóðin
„taki afstöðu til aðildar á grunni fullkláraðs samnings
í þjóðaratkvæðagreiðslu“. Viðreisn vill „bera undir
þjóðaratkvæði hvort ljúka eigi aðildarviðræðum við
Evrópusambandið“.
Hvernig á að orða spurninguna í þjóðaratkvæða-
greiðslunni? Og hvenær á að tímasetja hana? Evrópu-
sambandið stendur á tímamótum. Meirihluti Breta
greiddi atkvæði með úrsögn úr sambandinu í júní. Á
sama tíma eru ríkin 19 í myntsamstarfinu um evruna
enn að bíta úr nálinni með afleiðingar skuldakrepp-
unnar. Það er líka áhugavert að velta fyrir sér hvernig
eigi að „selja“ íslenskum kjósendum þetta mál. Er
„sölupunkturinn“ sá að aðild að ESB sé gott markmið
því í fyllingu tímans verði eftirsóknarvert að ganga inn í
Evrópska myntbandalagið og taka upp evru?
Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, færir
fyrir því rök í nýrri bók að evran hafi verið gölluð frá
byrjun. Í reynd hafi flestir tapað á myntsamstarfinu og
kerfisgallarnir í því feli í sér „óyfirstíganlegar hindranir“.
Ein af þeim leiðum sem hann nefnir til úrbóta er að
Þjóðverjar hætti í evrunni. Önnur er að brjóta sam-
starfið upp í tvö myntsvæði. Óbreytt ástand gangi ekki
til lengdar. Evrusamstarfið sé dauðadæmt í núverandi
mynd. Ætla stjórnmálamenn að selja íslenskum kjós-
endum að það sé eftirsóknarvert að taka upp evruna
þegar einn fremsti peningahagfræðingur heims gefur
evrunni þessa einkunn?
Annað sem skapar vanda við gerð stjórnarsáttmála
lýtur að kerfisbreytingum í landbúnaði. Björt framtíð
endurheimti hluta af fylgi sínu með vasklegri fram-
göngu í umræðum um búvörusamninga fyrr í haust.
Þeir sem til þekkja segja raunhæfasta valkostinn mála-
miðlun sem byggi að hluta á stefnu sem mörkuð var
með nýju búvörusamningunum. Í krafti lagabreytinga
sem gerðar voru samhliða þeim var skipaður sam-
ráðshópur um endurskoðun þessara samninga. Þar er
kveðið á um aðkomu afurðastöðva, atvinnulífs, bænda,
launþega og neytenda að vinnu sem á að ljúka 2019.
Mun Björt framtíð sætta sig við stefnu sem byggir á
endurskoðun þeirra búvörusamninga sem hún barðist
svo hatrammlega gegn? Ljóst er að það verður mikil
áskorun að finna ásættanlega málamiðlun.
Þingmenn Viðreisnar fá sterk skilaboð úr sínu bak-
landi að gefa ekki eftir þegar kemur að stefnu flokksins
í sjávarútvegsmálum sem felst í því að setja hluta afla-
heimilda á uppboð árlega. Munu þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins styðja uppboðsleið ef ekki er víst að hún skili
meiri tekjum í ríkissjóð en núverandi veiðigjöld? Það
verður óneitanlega forvitnilegt að sjá stjórnarsáttmál-
ann, ef hann lítur dagsins ljós.
Þrjú erfið mál
1 5 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D A G U r14 s k o Ð U n ∙ F r É T T A b L A Ð I Ð
SKOÐUN
1
5
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:4
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
4
9
-D
0
A
C
1
B
4
9
-C
F
7
0
1
B
4
9
-C
E
3
4
1
B
4
9
-C
C
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
0
s
_
1
4
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K