Fréttablaðið - 15.11.2016, Side 15
Í þessari grein verður leitast við að gera grein fyrir birtingarmyndum neikvæðra
áhrifa sem gætu verið fylgifiskur
þeirra risastóru áætlana, sem lýst
var í fyrri grein, um eldi lax af
erlendum uppruna í sjókvíum hér
við land.
Ekki þarf mikla leit til að finna
fjölmargar greinar fræðimanna
og skýrslur stjórnvalda í Nor
egi, Skotlandi, Síle og Kanada af
slíkum neikvæðum umhverfis
áhrifum. Norska ríkisendurskoð
unin bendir á að markmið um
sjálfbærni og umhverfisvernd í
tengslum við fiskeldið hafi ekki
náðst. Þar sé helst að nefna nei
kvæð áhrif eldis á villta stofna
vegna erfðablöndunar, sjúkdóma
og laxalúsar; lífræn og ólífræn
mengun frá eldinu hafi neikvæð
áhrif á vistkerfin. Norska Hafró
og norska Náttúrufræðistofnunin
uppfærðu nýlega sameiginlegt
áhættumat á umhverfisáhrifum
norsks sjókvíalaxeldis. Þar kemur
fram að stór hluti þeirra villtu
laxa og sjóbirtingsstofna sem
rannsakaður var, er í nokkurri
eða mikilli hættu vegna erfða
mengunar, laxalúsar eða sjúk
dóma frá laxeldi.
Helstu neikvæðu þætti má
þannig draga saman í eftirfarandi
atriði: erfðablöndun, laxalús,
sjúkdómar, lífrænn úrgangur frá
eldinu og ólífrænn úrgangur. Allt
sem hér er sagt styðst við birtar
heimildir sem stutt blaðagrein
rúmar ekki að nefna og aðeins
tvö fyrstu atriðin verða nú tekin
hér fyrir.
Erfðablöndun: Eldislaxinn
sem er norskur sleppur úr kvíum,
gengur upp í ár og blandast þar
við náttúrulegan stofn og rýrir
afkomumöguleika hans. Reynsla
Norðmanna sýnir að um 0,1% af
eldislaxi sleppur. Stór hluti hans
syndir upp í ár til hrygningar
og getur eldislaxinn synt allt
að 2.000 km áður en hann
leitar upp í ár í þessum tilgangi.
Íslenski laxastofninn hefur verið
hér í 11.000 ár og sérhæft sig að
íslenskum aðstæðum og svipað
má segja um villta stofninn
(stofna) í Noregi. Villtir laxa
stofnar beggja landa eru þannig
mjög ólíkir. Norski eldisstofn
inn sem hér hefur verið leyfður
er kynbættur og sérhæfður til
að vaxa hratt á stuttum tíma –
ekki ósvipað kjúklingi í kjúkl
ingarækt. Þegar blöndum á
slíkum stofni við náttúru
legan á sér stað verða afkvæmin
vanhæfari í lífsbaráttunni, afföll
aukast og lífsferlar raskast. Blönd
un til langs tíma gefur af sér nýjan
stofn með rýrari afkomumögu
leika. Hvað segir það okkur síðan
að í Noregi má aðeins ala norskan
lax í sjókvíum?
Laxalús (sníkjudýr af krabba
dýraætt sem sest á fiskinn) er
til staðar í náttúrlegu umhverfi
laxfiska en í svo litlum mæli að
hún veldur litlum sem engum
afföllum. Í sjókvíaeldi er fiskur
allan ársins hring og þéttleik
inn jafnan mikill. Þar eru því
kjöraðstæður fyrir lúsina enda
magnast fjöldi hennar gríðarlega.
Villtur fiskur sem fer nærri eldis
svæði getur fengið á sig allt að
hundraðfalt það magn lúsar sem
ríkir við náttúrulegar aðstæður.
Lúsin getur því valdið miklum
Fiskeldi í sjókvíum II – ný stóriðja í fjörðum og flóum
afföllum á villtum fiski en einnig
hamlað vexti hans og fæðunámi
í sjó, breytt gönguhegðun og
ruglað ýmis lífeðlisfræðileg kerfi
fisksins. Talið er að afföll vegna
lúsar á náttúrlegum laxaseiðum
og urriða sem fer um eldissvæði
geti verið allt að 50%. Einnig er
þekkt að lúsin leggst á bleikju í
sjó og jafnvel í meiri mæli en á
urriða eða lax. Áhrifa lúsarinnar
gætir mest innan 30 km frá kví
unum en undan straumum getur
hún borist í allt að 100 km.
Einar Jónsson
fiskifræðingur
Erlendur Steinar
Friðriksson
sjávarútvegs-
fræðingur
Norska ríkisendurskoðunin
bendir á að markmið um sjálf-
bærni og umhverfisvernd í
tengslum við fiskeldið hafi
ekki náðst. Þar sé helst að
nefna neikvæð áhrif eldis á
villta stofna vegna erfðablönd-
unar, sjúkdóma og laxalúsar.
Reiknað er með að niðurstöður útboðsins liggi fyrir fimmtudaginn 1. desember 2016. Meginregla við úthlutun verður að
taka þeim áskriftum sem berast á hæsta gengi. Markmiðið með útboðinu er meðal annars að Skeljungur uppfylli skilyrði
Nasdaq Iceland hf. um dreifingu hlutafjár og fjölda hluthafa og stuðla þannig að auknum seljanleika hlutabréfanna og
fjölbreyttari hluthafahópi. Fallið verður frá útboðinu ef Nasdaq Iceland hf. samþykkir ekki fyrirliggjandi umsókn félagsins og
áskriftir þá gerðar ógildar. Nasdaq Iceland hf. mun tilkynna opinberlega um fyrsta dag viðskipta með hlutabréf í Skeljungi,
en reiknað er með að hann geti orðið föstudagurinn 9. desember 2016 hið fyrsta.
Minnt er á að fjárfesting í hlutabréfum felur í sér áhættu og að áskrift í útboðinu er bindandi. Áður en tekin er ákvörðun
um fjárfestingu í hlutabréfum í Skeljungi eru fjárfestar hvattir til að kynna sér allar upplýsingar í lýsingunni í heild sinni og
skilmála útboðsins sem þar koma fram.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um Skeljung og skilmála almenna útboðsins má finna í lýsingu Skeljungs. Fyrirtækjaráðgjöf
Íslandsbanka hf. hefur umsjón með því ferli að fá hluti félagsins tekna til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf.
Fyrirtækjaráðgjöf fjárfestingabankasviðs Arion banka hf. hefur umsjón með almennu útboði á hlutabréfum í Skeljungi hf.
Nánari upplýsingar og aðstoð vegna útboðsins má nálgast hjá söluaðilum þess, fyrirtækjaráðgjöf og markaðsviðskiptum
fjárfestingabankasviðs Arion banka í gegnum netfangið skeljungur-utbod@arionbanki.is eða hjá verðbréfaþjónustu
Arion banka í síma 444 7000.
Reykjavík, 15. nóvember 2016
Stjórn Skeljungs hf.
Tilboðsbók A
• Hver áskrift kr. 100.000 – 10.000.000
• Verðbil 6,1-6,9 kr./hlut
• Eitt endanlegt verð, jafnt eða lægra en í B
Tilboðsbók B
• Hver áskrift yfir kr. 10.000.000
• Lágmarksverð 6,1 kr./hlut
• Eitt endanlegt verð, jafnt eða hærra en í A
Birting lýsingar Skeljungs hf.
Stjórn Skeljungs hf. hefur óskað eftir því að öll hlutabréf í félaginu verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf.
og hefur í tengslum við umsóknina og fyrirhugað almennt útboð á hlutabréfum í Skeljungi hf. birt lýsingu dagsetta
14. nóvember 2016 (hér eftir nefnt „lýsingin“).
Lýsingin er gefin út á ensku og birt á vefsíðu félagsins, www.skeljungur.is/um-skeljung/fjarfestar. Þá hefur félagið birt
samantekt á íslensku og er hún þýðing á ensku útgáfunni sem er hið staðfesta eintak. Sé misræmi milli texta í ensku
og íslensku útgáfu samantektarinnar gildir sú enska. Útprentuð eintök af lýsingunni má nálgast á skrifstofu Skeljungs
að Borgartúni 26, 105 Reykjavík.
Almennt útboð á hlutabréfum í Skeljungi hefst kl. 12.00 mánudaginn 28. nóvember og lýkur kl. 16.00 miðvikudaginn
30. nóvember 2016. Útboðið tekur til 493.401.798 hluta eða 23,5% í félaginu. Áskilinn er réttur til að stækka útboðið í allt
að 661.368.368 hluti (31,5%). Tekið verður við áskriftum rafrænt á vef Arion banka, www.arionbanki.is. Tvær áskriftarleiðir
eru í boði og mun endanleg stærð hvorrar tilboðsbókar taka mið af eftirspurn í útboðinu, bæði hvað varðar verð og magn.
s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 15Þ R i ð J u D A G u R 1 5 . n ó v e m B e R 2 0 1 6
1
5
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:4
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
4
9
-D
F
7
C
1
B
4
9
-D
E
4
0
1
B
4
9
-D
D
0
4
1
B
4
9
-D
B
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
1
4
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K