Fréttablaðið - 15.11.2016, Side 18

Fréttablaðið - 15.11.2016, Side 18
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Jan Anton Juncker Nielsen Breiðvangi 10, Hafnarfirði, lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 11. nóvember sl. Jarðsungið verður frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 17. nóvember kl. 15.00. Guðrún Elín Magnúsdóttir Kim Magnús Juncker Nielsen Kristín Lilja Björnsdóttir Ísbjörg Elín Nielsen Ari Brynjólfur Nielsen Jón Birnir Nielsen Faðir minn, afi, sonur og bróðir, Jón B. Sæmundsson lést á heimili sínu þriðjudaginn 8. nóvember. Útförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 17. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilið á Akranesi. Þórhildur M. Jónsdóttir Andri Snær Tryggvason Orri Freyr Tryggvason Guðbjörg Guðmundsdóttir Sigríður S. Sæmundsdóttir Valgeir Sigurðsson Halldóra Sæmundsdóttir Ragnar Viktor Karlsson Guðrún Sæmundsdóttir Helgi Sæmundsson og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Bjarndís Gunnarsdóttir varð bráðkvödd á heimili sínu mánudaginn 7. nóvember sl. Útför hennar fer fram föstudaginn 18. nóvember kl. 13.00 frá Akraneskirkju. Rannveig Björg Jónsdóttir Jón Bjarni Jónsson Vilborg Viðarsdóttir Helena Bjarndís Bjarnadóttir Júlíus Daníelsson barnabörn og barnabarnabörn. Elsku mamma okkar, tengdamamma, systir, mágkona og amma, Ingibjörg Haraldsdóttir skáld, sem lést þann 7. nóvember verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 17. nóvember kl. 15. Hilmar Ramos Sigríður R. Kristjánsdóttir Kristín Eiríksdóttir Ingi Rafn Sigurðsson Rannveig Haraldsdóttir Júlíus K. Valdimarsson Þröstur Haraldsson Steinunn Hjartardóttir María Ramos Hilmarsdóttir, Ingibjörg Ramos Hilmarsdóttir, Kolbjörn Ingason, Reginn Uni Ramsey, Sölva Magdalena Ramsey Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hulda Þórarinsdóttir, Tjarnarlundi 12b, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 18. nóvember kl. 13.30. Ari Halldórsson Gyða Þ. Halldórsdóttir Jón Ragnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, ömmu og langömmu, Völu Dóru Magnúsdóttur Reynihvammi 24, Kópavogi. Magnús Helgi Björgvinsson Erla Dóra Magnúsdóttir Vilhjálmur Kristjánsson Helga Lind Magnúsdóttir Kristján Guðni Vilhjálmsson Elskulegur bróðir okkar, Sigtryggur Ingvarsson frá Skipum, Grænumörk 5, Selfossi, lést á heimili sínu föstudaginn 11. nóvember sl. Sigríður Ingvarsdóttir Ásdís Ingvarsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður, lést á Landspítalanum 11. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Gunnhildur Pálsdóttir Trausti Baldursson Dufþakur Pálsson Hörn Gissurardóttir Sylvía Pálsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Systir mín, Sigurbjörg Rannveig Guðnadóttir sem lést á dvalarheimilinu Hraunbúðum 2. nóvember síðastliðinn, verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 19. þ.m. klukkan 14.00. Blóm afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Slysavarnadeildina Eykyndil. Gylfi Guðnason og aðrir vandamenn. Svarta gengið segir einstaka sögu Þorbjörns Péturssonar fjárbónda og einsetumanns á Ósi í Arnar-firði. Í kjölfar veikinda og slits þurfti hann að bregða búi og var til- neyddur til að fella allt sitt fé. Honum féll það þungt. Meðal þess var hópur svartra kinda sem hann hafði náð sterku tilfinn- ingalegu sambandi við og kallaði Svarta gengið.“ Þetta segir Kári G. Schram, kvik- myndagerðarmaður og höfundur heim- ildarmyndarinnar Svarta gengið sem sýnd er í Bíói Paradís.  „Svarta féð hans Þorbjörns var komið út af tinnusvartri gimbur sem var svo smá í fyrstu að hún náði ekki upp í spena móður sinnar og varð heimaln- ingur.  Þegar henni var slátrað var hún grafin heima og svo stækkaði heimagraf- reiturinn þegar fella þurfti fleiri úr svarta genginu,“  lýsir Kári og heldur áfram: „Hjá Þorbirni er allt í röð og reglu. Fljót- lega fékk hann þá hugmynd að heiðra minningu þessara svörtu, mállausu vina sinna með minnisvarða. Hann lét gera mön með legsteinum, grafskriftum, nöfnum og ljóðum. Ekki nóg með það heldur vill hann fá að hvíla þarna sjálfur líka þegar þar að kemur og er að sækja um leyfi til þess til yfirvalda – en það er snúið.“ Bærinn Ós stendur gegnt Hrafnseyri en vegurinn þangað lokast í fyrstu snjó- um og er oft lokaður í fjóra til sex mán- uði á ári, eftir tíðarfarinu, að sögn Kára. „Þorbjörn hefur lifað einangraður yfir veturinn en í sveitinni þekkja allir Bjössa og öllum þykir vænt um hann. Heilsunn- ar vegna getur hann þó ekki hafst þar við lengur yfir harðasta veturinn svo hann festi kaup á íbúð á Þingeyri. En húsin þrengdu að honum og hann hafði ekki óhefta fjarðarsýn,  eins og hann hafði alist upp við. Í myndinni kynnumst við þessum hliðum öllum,“ segir Kári sem undanfarin ár hefur verið með annan fótinn í Arnarfirði, vegna uppbyggingar- innar í Selárdal, stofnunar Skrímslaset- ursins á Bíldudal og síðast töku myndar- innar Svarta gengið.  „Það tók tíma að kynnast Þor- birni en við erum orðnir miklir vinir og erum eins og gömul hjón þegar ég er hjá honum. Hann  hefur svo fal- legt hjartalag og væntumþykja hans til kindanna snertir mann eins og Hrútar sinnum tveir. Þetta er bara sanna sagan.“ gun@frettabladid.is Þótti vænt um svarta féð Myndin Svarta gengið sem sýnd er í Bíói Paradís segir frá Þorbirni Péturssyni bónda í Arnarfirði og virðingunni sem hann sýnir eftirlætiskindunum með veglegum grafreit. Þeir félagarnir Kári G. Schram og Þorbjörn Pétursson á frumsýningu myndarinnar Svarta gengið í Bíói Paradís. Hann lét gera mön með legsteinum, grafskrift- um, nöfnum og ljóðum. Ekki nóg með það heldur vill hann fá að hvíla þarna sjálfur líka. 1 5 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D A G U r18 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð tímamót 1 5 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :4 0 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 4 9 -D F 7 C 1 B 4 9 -D E 4 0 1 B 4 9 -D D 0 4 1 B 4 9 -D B C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 1 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.