Fréttablaðið - 01.11.2016, Side 8
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Ljós og hiti
TY2007X
Vinnuljóskastari ECO perur
2x400W tvöfaldur á fæti
6.590
TY2007K
Vinnuljóskastari
m handf 400W ECO
pera, 1,8m snúra
3.290
T38 Vinnuljós
5.590
Rafmagnshitablásari
5Kw 3 fasa
12.830
TY2007W
Vinnuljóskastari
á telescope fæti
400W ECO pera
5.390
Kletthálsi 7, Reykjavík
Fuglavík 18, Reykjanesbæ
SHA-2625
Vinnuljóskastari
Rone 28W m.
innst. blár. 1,8m
snúra
6.990
SHA-8083 3x36W Halogen
16.990
Rafmagnshitablásari
9Kw 3 fasa
17.990
8. maí 1999
Samfylkingin fær 26,8% fylgi sem
kosningabandalag Alþýðuflokks,
Kvennalista, Alþýðubandalags og
Þjóðvaka. Talsmaður bandalagsins
er margrét Frímannsdóttir.
6. maí 2000
Samfylkingin stofnuð
sem stjórnmála-
flokkur. Fyrsti
formaður er Össur
Skarphéðinsson.
Vor 2003
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri R-listans, sem Samfylking var
hluti af, tilkynnir um þingframboð
fyrir flokkinn.
10. maí 2003
Flokkurinn fær 31% fylgi í
alþingiskosningum.
maí 2005
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur
betur gegn Össuri Skarphéðinssyni í
formannskjöri með 66% atkvæða.
Vor 2006
R-listinn leystur upp og Samfylkingin
býður fram í sveitarstjórnarkosn-
ingum.
27. maí 2006
Flokkurinn hlýtur 26,9% fylgi í
sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík
og kosningabandalag félagshyggju-
flokkanna missir meirihluta sinn.
12. maí 2007
Flokkurinn hlýtur
26,8% fylgi og
myndar ríkisstjórn
með Sjálfstæðis-
flokknum.
október 2008
Hrunið
Þrír stærstu viðskipta-
bankar Íslands falla.
24. nóVember 2008
En ég er ekki viss
um að þeir sem eru
hér í salnum geti endilega
talað fyrir þjóðina, þið séuð
endilega þess umkomnir að
tala fyrir þjóð-
ina.
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir á
borgarafundi í Há-
skólabíói
Ummælin voru mikið gagnrýnd.
26. janúar 2009
Ríkisstjórn Sjálfstæðis-
flokks og Samfylkingar
fellur.
1. Febrúar 2009
Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri
grænna tekur við sem
minnihlutastjórn,
varin af Framsókn-
arflokki. jóhanna
Sigurðardóttir er
forsætisráðherra.
28. marS 2009
Jóhanna Sigurðardóttir er kosin for-
maður flokksins
25. apríl 2009
Samfylkingin hlýtur 29,8% í al-
þingiskosningum.
2. Febrúar 2013
Árni páll Árnason vinnur Guðbjart
Hannesson í formannskjöri.
✿ Saga Samfylkingarinnar
20. marS 2015
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir býður
sig fram til formennsku á lands-
fundi sem hefst þann sama dag.
Árni Páll hefur betur með einu
atkvæði og hlýtur 241 atkvæði en
Sigríður 240.
4. júní 2016
oddný Harðardóttir hefur betur í
formannskjöri. Fyrir fundinn hafði
Árni Páll Árnason
ákveðið að halda
formannsfram-
boði sínu til
streitu en dró
það til baka mán-
uði fyrir fundinn.
29. október 2016
Samfylkingin geldur afhroð í
alþingiskosningum og hlýtur
5,7% atkVæða.
Stjórnmál Óformlegar umræður
flokksmanna innan Samfylkingar-
innar beinast meðal annars að því
að sameinast Bjartri framtíð. Þetta
herma heimildir Fréttablaðsins en
einnig að hugmyndir Magnúsar
Orra Schram, sem hann lagði fram
í aðdraganda formannskjörs í júní,
um að leggja flokkinn niður og hefja
samtal við aðra flokka um stofnun
nýs jafnaðarmannaflokks, séu aftur
á borðinu. Málið hefur ekki verið
rætt í stjórn flokksins.
Óskar Steinn Jónínuson Ómars-
son, ritari Samfylkingarinnar, segir
að fyrst og fremst sé um óformlegar
þreifingar flokksmanna að ræða.
„Að mínu viti hefur þessi umræða
bara verið hluti af almennri umræðu
um hvað gæti mögulega gerst. Að nú
þurfi vinstrivængurinn að samein-
ast.“
Sema Erla Serdar, fyrrverandi for-
maður framkvæmdastjórnar Sam-
fylkingarinnar, hefur heyrt að hug-
myndir um að stokka allt upp séu
komnar aftur á kreik. „Það eru margir
sem hafa verið að tala fyrir slíkum
hugmyndum. Jafnaðarflokkurinn
verður alltaf til, hvort sem hann heit-
ir Samfylkingin eða eitthvað annað.
Mér þykja að ýmsu leyti spennandi
tímar fram undan og það getur margt
gott komið út úr þessu.“
Oddný Harðardóttir sagði af sér
formennsku í flokknum í gær til að
axla ábyrgð eftir skelfilega útreið
flokksins í kosningum á laugardag.
Varaformaður flokksins og nýkjör-
inn þingmaður, Logi Már Einarsson,
er tekinn við sem formaður. Hann
hefur ekki heyrt að þessar hug-
myndir séu á sveimi. „Ég mun með
opnum hug hlusta á allar gagnrýnis-
raddir, allar hugmyndir, hvort sem
þær eru uppbyggilegar eða ekki og
fara svo bara með auðmýkt yfir þær
í samstarfi við mína félaga. Það er
ekki búið að ákveða neitt. Það eru
þúsundir hugmynda sveimandi um
himinhvolfið núna sem geta nýst
okkur og við munum örugglega
grípa þá sem okkur finnst skynsam-
legust.“
Vandi Samfylkingarinnar er marg-
þættur. Eiríkur Bergmann, prófessor
í stjórnmálafræði við Háskólann á
Bifröst, segir málið snúa að kjarna
flokksins sem hafi týnst. „Þeir flokk-
ar sem urðu að Samfylkingunni,
sérstaklega Alþýðuflokkurinn, voru
meðvitaðir um rót sína í verkalýðs-
baráttunni. Inn í flokkinn koma svo
fágaðri öfl, ef svo má að orði komast,
fólk sem skilur ekki verkalýðsbarátt-
una og þann uppruna. Þau fara að
trúa því að sú barátta sé liðin tíð og
það sé enginn verkalýður lengur. En
þetta er alger misskilningur.“
Eiríkur segir þorra þjóðarinnar,
alla almenna launþega sem lifa frá
mánaðamótum til mánaðamóta,
vera hinn íslenska verkalýð. „Sam-
fylkingin hætti að tala við þetta
fólk. Það fór að tala um lýðræðisum-
bætur, femínisma, umhverfisvernd
og svona fínni blæbrigði stjórn-
málanna. Allt fín málefni í sjálfu sér
en rótin í Samfylkingunni er launa-
barátta. Barátta alþýðunnar fyrir
sínum réttláta skerf í þjóðfélaginu.
Í yfirstandandi kosningabaráttu
heyrði ég ekki neitt sem minnti á
þennan uppruna.“
Fylgi Samfylkingarinnar fór langt
niður fyrir það sem talið var kjarna-
fylgi flokksins. „Fylgið fór meira að
segja langt niður fyrir kjarnafylgi
Alþýðuflokksins eins. Hvernig er
hægt að fara niður fyrir kjarnafylgi?
Jú, vegna þess að það er enginn
kjarni lengur. Flokkurinn hefur yfir-
gefið grundvöll sinn,“ segir Eiríkur.
Samfylkingin fjarlægst tilgang sinn
Uppi eru hugmyndir innan Samfylkingarinnar um að breyta um ásýnd, sameinast öðrum flokkum eða leggja flokkinn niður. Hug-
myndir um slíkt komu fyrst fram í aðdraganda formannskjörs en voru slegnar út af borðinu með kjöri Oddnýjar Harðardóttur.
Snærós Sindradóttir
snaeros@365.is
Kosningar
2016
oddný Harðardóttir og jóhanna Sigurðardóttir, báðar fyrrverandi formenn Sam-
fylkingarinnar. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fráfarandi þingmaður flokksins, bauð
sig fram á móti Árna páli Árnasyni daginn fyrir formannskjör í fyrra en hann hafði
betur með einu atkvæði. FréttablaðIð/SteFÁn
Hvernig er hægt að
fara niður fyrir
kjarnafylgi? Jú, vegna þess
að það er enginn kjarni
lengur. Flokkurinn hefur
yfirgefið grundvöll sinn.
Eiríkur Bergmann,
prófessor í stjórn-
málafræði við Há-
skólann á Bifröst
StjórnSýSla Þeir þingmenn sem
láta af störfum nú þegar búið er að
kjósa til nýs Alþingis gætu fengið
allt að 160 milljónir króna í bið-
laun samtals. Metfjöldi þingmanna
lætur af störfum og því gæti verið
slegið met í heildarupphæð bið-
launa.
Þingmennirnir sem hætta eru
31 að tölu. Hver einasti þingmaður
sem hefur setið eitt kjörtímabil á
rétt á þremur mánuðum í biðlaun,
en þeir sem hafa setið í tvö kjör-
tímabil, eða lengur, eiga rétt á sex
mánuðum.
„Þetta er allt lögbundið og svo
kemur það til frádráttar ef menn
fara í önnur störf á þessum tíma,“
segir Helgi Bernódusson, skrifstofu-
stjóri Alþingis.
„Þetta verður eitthvað meira en
venjulega en þetta hefur stundum
verið mikið, það er 31 núna en voru
að mig minnir 27 síðast, þannig að
það er kannski ekki einhver stór-
munur,“ segir Helgi.
Þingfararkaup alþingismanna
er 1,1 milljón króna eftir nýjan
úrskurð kjararáðs frá 30. október
2016.
Sautján þingmenn sem hafa setið
í tvö kjörtímabil eða lengur eiga
rétt á sex mánaða biðlaunum, sem
nema þá 6,6 milljónum á mann.
Þetta gerir samtals 112,2 milljónir
króna.
Fjórtán þingmenn hafa hins
vegar setið eitt kjörtímabil og eiga
því rétt á þriggja mánaða biðlaun-
um, sem nema þá 3,3 milljónum á
mann eða 46,2 milljónum alls.
Laun fyrrverandi ráðherra, sem
bætast ofan á þingfararkaupið, eru
þá ekki tekin með í reikninginn. – sg
Biðlaun gætu orðið nær 160 milljónir
metfjöldi þingmanna lætur af störfum og því gæti stefnt í metgreiðslu biðlauna.
FréttablaðIð/VallI
Þetta er allt lög-
bundið og svo
kemur það til frádráttar ef
menn fara í önnur störf á
þessum tíma.
Helgi Bernódusson,
skrifstofustjóri
Alþingis
1 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð j U D a G U r8 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a Ð I Ð
0
1
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:4
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
_
N
Y
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
1
F
-C
8
A
0
1
B
1
F
-C
7
6
4
1
B
1
F
-C
6
2
8
1
B
1
F
-C
4
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
3
1
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K