Fréttablaðið - 01.11.2016, Side 10
Svavar
Hávarðsson
svavar@frettabladid.is
4,8%
Fjöldi koma á allar
bráðamóttökur
5,0%
Komur á göngudeildir
12,3% komur á dagdeildir
5,4%
Fjöldi lega
2,6% Fjöldi legudaga
17,6%
Skurðaðgerðir
-3,5%
Fæðingar
22,9%
Rannsóknir
á rannsóknasviði
✿ Lykiltölur –
aukning milli ára
á Landspítala*
*Tímabil frá janúar til ágúst – áhrifa
verkfalla 2015 kann að gæta
heiLbrigðismáL Það er niðurstaða
framkvæmdastjórnar Landspítalans
að viðbótarfjárþörf spítalans miðað
við síðustu fjárlög og fimm ára fjár-
málaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar
séu rúmlega 66 milljarðar króna.
Strax á næsta ári þarf spítalinn 11,7
milljarða króna umfram það sem
honum er ætlað samkvæmt fjár-
málaáætluninni.
Þetta sýnir samantekt Land-
spítalans sem var kynnt odd-
vitum þeirra framboða sem náðu
kjöri í alþingiskosningum á
laugardaginn.
Landspítalinn fær samkvæmt
fjárlögum ársins 2016 rúmlega
51 milljarð króna, en sértekjur
spítalans til viðbótar eru vel rúm-
lega fjórir milljarðar króna. Því er
viðbótarfjárþörf spítalans á næstu
fimm árum svipuð upphæð og allt
rekstrarfé hans á heilu ári og ellefu
milljörðum betur.
Páll Matthíasson, forstjóri Land-
spítalans, segir að það komi skýrt
fram í nýrri greiningu McKinsey
& Company, sem stjórnvöld stóðu
að, að spítalinn hafi lyft grettistaki
síðustu ár með því að mæta aukinni
eftirspurn án samsvarandi hækkun
á rekstrarfé. „Það er löngu mál að
linni enda eru allar fjárhagslegar
forsendur hins opinbera til staðar
til að aðlaga fjárframlög til þjóðar-
sjúkrahússins og gera okkur kleift
að sinna okkar lögbundnu skyldum
með viðunandi hætti,“ segir Páll og
bætir við að greining á þörf spítal-
ans nái einfaldlega til þess sem þarf
að gera svo hægt sé að sinna nauð-
synlegustu verkefnum og spítalinn
verði áfram í fremstu röð. Ekkert
umfram það.
Páll bætir því við að þolmörkum
spítalans hafi verið náð fyrir mörg-
um árum, og útilokað sé að herða
ólina frekar.
Heildarframlög til heilbrigðis-
mála á Íslandi árið 2014 námu 8,8%
af vergri landsframleiðslu sem er
nálægt meðaltali OECD en lægra en
annars staðar á Norðurlöndunum,
að Finnlandi undanskildu.
Greining Landspítalans nær til
tæplega 20 liða. Sá sem vegur þyngst
á tímabilinu lýtur einfaldlega að því
að mæta aukinni eftirspurn vegna
mannfjöldaþróunar hér á landi og
vegna álags sem hlýst af sífellt fleiri
ferðamönnum sem hingað sækja. Á
næstu fimm árum mun það kosta
tæplega nítján milljarða, en komum
á Landspítalann fjölgar að meðaltali
um 1,7 prósent á ári vegna mann-
fjölgunar og öldrunar þjóðarinnar.
Til að vinna niður biðlista þarf
3,2 milljarða á næstu fimm árum og
lágmarksþörf vegna viðhalds á eldri
húsum spítalans krefst 5,6 milljarða
aukaframlags. Tækjakaup útheimta
aðra 2,5 milljarða þrátt fyrir átak í
tækjakaupum síðastliðin ár, sem
hefur gjörbreytt stöðu spítalans
í þessu tilliti. Eins vantar að fjár-
magna launahækkun lækna vegna
kjarasamninga upp á 400 milljónir á
ári og rekstur jáeindaskannans sem
verið er að setja upp þessa dagana –
en rekstur hans útheimtir 300 millj-
ónir á ári.
Taka skal fram að inni í þessum
tölum eru tæki og búnaður vegna
nýja Landspítalans og breytingar á
eldra húsnæði vegna hans, en þessi
kostnaður fellur ekki til fyrr en árin
2020 og 2021 – samtals rúmir tólf
milljarðar.
Árið 2015 ákvað fráfarandi ríkis-
stjórn að láta vinna greiningu á
rekstrarhagkvæmni og stöðu Land-
spítalans. McKinsey & Company
vann úttektina í nánu samstarfi við
fulltrúa frá velferðarráðuneytinu,
Embætti landlæknis og Landspítal-
anum. Þar kemur meðal annars
fram að eftir hrunið árið 2008 hafi
heilbrigðisútgjöld hins opinbera
verið lækkuð úr 153 milljörðum
króna árið 2008 í 134 milljarða árið
2012 (miðað við fast verðlag 2014)
til að bregðast við versnandi stöðu
ríkisfjármála. Á síðustu árum hafa
opinber fjárframlög til heilbrigðis-
mála aukist á ný, eða úr 134 millj-
örðum króna árið 2012 í 143 millj-
arða árið 2015. svavar@frettabladid.is
Stoppa þarf í 66 milljarða gat
Fjárþörf Landspítalans á næstu fimm árum umfram fjárlög og fjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar jafn-
gildir heilu rekstrarári spítalans. Stórir útgjaldaliðir eru að mæta fjölgun og öldrun þjóðarinnar.
Það er löngu mál að
linni enda eru allar
fjárhagslegar forsendur hins
opinbera til staðar til að
aðlaga fjárframlög til þjóðar-
sjúkrahússins og gera okkur
kleift að sinna okkar lög-
bundnu skyldum
með viðun-
andi hætti.
Páll Matthíasson,
forstjóri Land-
spítalans
106.861 einstaklingur leitaði til LSH árið 2015 – margir komu hins vegar oft. FRéTTabLaðið/ViLHeLm
viðskipti Íslensk-sænska fyrirtækið
SidekickHealth hefur gert samkomu-
lag við bandarísku heilsuræktar-
keðjuna Curves Jenny Craig (CJC)
um verkefni þar sem skorað verður
á þúsundir starfsmanna bandarískra
fyrirtækja að taka þátt í hóp- og
heilsueflingu. CJC er ein af stærstu
heilsuræktarkeðjum heims og rekur
yfir 700 heilsuræktarstöðvar vítt og
breitt um heiminn.
SidekickHealth hugbúnaðarlausn-
in gerir CJC kleift að bjóða stórum
bandarískum vinnustöðum upp á
hóp- og heilsueflingu. Starfsfólki er
skipt í lið sem keppa innbyrðis í þrjár
vikur í heilsueflingu. Í gegnum hug-
búnaðinn er um leið hægt að bjóða
starfsfólki upp á skimun fyrir heilsu-
farsvandamálum svo sem hættu á
áunninni sykursýki og vísa áfram í
frekari úrræði.
SidekickHealth hefur í rúmt ár
boðið upp á heilsu- og hópefli fyrir
vinnustaði líkt því sem nú er verið að
fara af stað með í Bandaríkjunum. Þús-
undir starfsmanna fyrirtækja í Svíþjóð,
Bretlandi og á Íslandi hafa notað hug-
búnaðinn með góðum árangri undan-
farið ár. Af viðskiptavinum hér á landi
má nefna fyrirtæki svo sem IKEA, VÍS,
Vörð, Festi, Össur, RB og Einkaleyfa-
stofuna.
„Meðalnotandinn dregur úr gos-
neyslu um 65% og er 92% minna
líklegur til að neyta sætinda dag-
lega. Við vorum að ljúka við annan
heilsueflingarviðburð okkar með VÍS
í október og tóku 118 starfsmenn þátt.
Á þremur vikum má áætla að sparast
hafi sykurneysla sem nemur ríflega
80 kílóum eða þyngd eins fílsunga.
Einnig gengu þau 4.762 kílómetra eða
sem nemur fjarlægðinni frá Reykjavík
til Minnesota í Bandaríkjunum. Það
hefur verið ótrúlega skemmtilegt að
sjá hve sterk áhrif þetta hefur haft til
að ýta undir bætta heilsuhegðun – en
til þess var auðvitað leikurinn gerður,“
segir Tryggvi Þorgeirsson, læknir og
framkvæmdastjóri SidekickHealth, í
tilkynningu. – shá
SidekickHealth gerir samning við risavaxna heilsuræktarkeðju
meðalnotandinn dregur úr neyslu gosdrykkja um 65% og er 92% ólíklegri til að
neyta sætinda daglega. FRéTTabLaðið/eRniR
700
heilsuræktarstöðvar
eru í eigu CJC.
1 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 Þ r i ð J U D A g U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð
0
1
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:4
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
1
F
-B
4
E
0
1
B
1
F
-B
3
A
4
1
B
1
F
-B
2
6
8
1
B
1
F
-B
1
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
3
1
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K