Fréttablaðið - 01.11.2016, Síða 15

Fréttablaðið - 01.11.2016, Síða 15
SKRIFSTOFAN Sérblað um skrifstofur og skrifstofuvörur kemur út 8. nóvember. Áhugasamir hafi samband við: Jón Ívar Vilhelmsson Sími/Tel: +354 512-5429 jonivar@365.is Orkuskipti í samgöngum eru málið og olían er á útleið þó hægt gangi. Stytting vegalengda er alltaf mikilvæg hvað varðar minni eyðslu og útblástur en vegur enn meir þegar kemur að nýorkubílum. Drægni er ekki vandamál í bensín- og dísilbílum og mjög ódýrt fyrir framleiðendur að stækka tankinn. Reyndar hafa þeir ruglað margan neytandann með stærri tönkum enda alltof margir sem meta eyðslu eftir því hversu oft þeir þurfa að fylla frekar en að skoða hversu langt bíllinn kemst á lítranum. En málið er ekki eins einfalt fyrir nýorkubíla. Það er talsvert dýrara og flóknara að stækka gastanka metanbíla og ennþá dýrara að stækka rafhlöður í rafbílum. Með öðrum orðum þá er tæknilega alveg hægt að bjóða upp á raf- bíl með 400 km drægni en það er mjög dýrt. Stytting vegalengda er því enn meira hagsmunamál fyrir nýorkubíla en bíla sem ganga á gömlu, úreltu, mengandi, óendur- nýjanlegu, loftslagsbreytandi og gjaldeyriseyðandi olíunni. Tökum nokkur dæmi. Vaðla- heiðargöng hafa verið umdeild þó svo að ósannað sé að veggjöld muni ekki greiða þau að fullu. Mörgum blöskrar sú litla stytting sem göng- in gefa eða um 16 km. Mjög mikil- vægt er hins vegar að gera Húsavík og Akureyri að einu atvinnusvæði en í dag eru 94 km á milli bæjanna. Flestir rafbílar komast þá leið en þá má ekkert út af bregða og smá mótvindur eða snjór á Vaðlaheiði gætu klárað rafhlöðuna við vondar aðstæður. Þessi 16 km stytting og enginn fjallvegur mun gera rafbíla- ferðina örugga. En eru ekki hvort eð er að koma rafbílar á næsta ári með 200-300 km drægni sem gera þetta að óþarfa áhyggjum? Jú, vissulega en þeir munu alltaf verða dýrari en rafbílar með 100-200 km drægni. Fyrstu ódýru rafbílarnir sem verða á svipuðu verði og bensínbílar verða einmitt útgáfur með minni drægni. Fólk mun svo auðvitað geta keypt sér meiri drægni að vild eins og hægt er í dag, bæði fyrir Tesla og Nissan Leaf. Annað dæmi er stytting þjóð- vegar nr. 1 t.d. við Blönduós og Varmahlíð sem myndi nánast tryggja að metanbílar kæmust á metaninu einu saman milli metan- stöðvanna á Akureyri og Reykjavík. Þetta þýddi líka að minna þyrfti af raforku fyrir rafbíla sem væri drjúgt innlegg í þá sviðsmynd að næsta kynslóð rafbíla komist milli Reykjavíkur og Akureyrar á einu hleðslustoppi. Bundið slitlag á Kjalveg Svo er ekki hjá því komist að nefna möguleikann á alvöru Kjalvegi með bundnu slitlagi sem væri að lág- marki opinn 5 mánuði á ári. Með réttri hönnun getur hann fallið vel að landslagi svæðisins enda er ég ekki að tala um vetrarveg. Dreif- ing ferðamanna er eitt af stóru umhverfis- og öryggismálum sam- tímans. Alvöru Kjalvegur myndi gjörbreyta stöðunni og virka nán- ast eins og tvöföldun þjóðvegar milli Norður- og Suðurlands á sumrin. Ekki er til auðveldari leið til að dreifa ferðamönnum en Kjal- vegur enda galopnast þá margir hringmöguleikar án viðkomu á þunglestuðum vegum höfuðborg- arsvæðisins. Kjalvegur myndi líka auka hag- kvæmni nýorkubíla vegna stytt- ingar milli svæða. Til dæmis styttist vegalengdin frá Selfossi til Akureyrar um 140 kílómetra sem er u.þ.b. fullur „tankur“ á rafbíl. Galin hugmynd segja margir og skiljan- lega hugnast ekki öllum að leggja veg yfir hálendið og spilla víðáttu og kyrrðarupplifun ferðamanna þar. Staðreyndin er hins vegar sú að það ER vegur nú þegar yfir Kjöl og umferðin fer bara vaxandi með tilheyrandi hávaða og rykmengun. Ég hef fullan skilning á hálendis- verndarsjónarmiðum en þá er betra að fara alla leið og loka veg- inum um Kjöl fyrir bíla og mótor- hjól því öðruvísi fæst ekki alvöru víðernisupplifun. Nú, hinn möguleikinn er að gera hann nýtilegan fyrir nýjan veru- leika sem er íþyngjandi fjöldi ferða- manna og orkuskipti í samgöngum. Þetta óljósa hálfkák gengur ekki lengur og við verðum að fara að taka meira afgerandi ákvarðanir í innviðamálum hvort sem vernd eða nýting verður ofan á. Stytt- ingar vegalengda eru hins vegar miklu meira hagsmunamál í dag en áður vegna aukinnar umferðar og breytinga á eldsneytisnotkun öku- tækja og því brýnt að taka þessar umdeildu innviðaákvarðanir sem fyrst. Stytting vegalengda og orkuskipti Nýlega fór sendinefnd á vegum bandarískra friðar-samtaka til Sýrlands til að kynna sér það sem er að gerast í landinu frá fyrstu hendi. Það sem hún komst að er í algerri andstöðu við þann villandi og einhliða áróð- ur sem vestrænir fjölmiðlar halda að fólki. Innrás en ekki borgarastríð Niðurstaða nefndarinnar er sú að stríðið í Sýrlandi er ekki borgara- stríð. Það er enn ein bandaríska innrásin í sjálfstætt ríki í þeim til- gangi að steypa stjórnvöldum sem þeim eru ekki að skapi. Hún er rekin fyrir milligöngu staðgengla, launaðra málaliða og hryðju- verkamanna sem eru studdir og fjármagnaðir af Bandaríkjunum, Sádi-Arabíu, Katar og Tyrklandi. Lífæð vígasveitanna sem herja á sýrlensku þjóðina liggur í gegn- um síðastnefnda landið þaðan sem þeim berast vopn og vistir. Í þessu stríði birtist sama mynstur og í öllum öðrum innrásum sem Bandaríkin hafa staðið fyrir þar sem dregin er upp djöfulleg mynd af stjórnvöldum landsins og hún notuð sem átylla fyrir afskiptum af innri málefnum þess. Til að veikja viðkomandi þjóð er hún beitt viðskiptaþvingunum sem koma illa niður á almenningi. Einnig er notuð sú gamalkunna aðferð að etja mismunandi hagsmuna- og trúarhópum saman. Tilgangur Bandaríkjanna Tilgangur Bandaríkjanna með stríðinu er að eyðileggja sjálfstætt veraldlegt ríki, síðasta veraldlega arabíska ríkið sem er eftir, og koma í staðinn á auðsveipu leppríki eins og t.d. Írak og Líbýu. Þessi fjand- skapur gagnvart sjálfstæðu Sýr- landi var til löngu áður en stríðið hófst árið 2011. Bandarísk stjórn- völd þykjast vera að berjast gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS en hafa hingað til verið treg til til þess að beita sér af fullum krafti í þeirri baráttu. Þau styðja vissa útvalda hópa sem þau kalla hófsama upp- reisnarmenn vegna þess að þeir berjast gegn sýrlenskum stjórn- völdum. Þessir hópar eru fjarri því að vera hófsamir. Þeir hafa staðið fyrir nauðgunum, mannránum og aftökum á almennum borgurum. Ekki alls fyrir löngu létu þeir t.d. hálshöggva tólf ára dreng Tilgangur bandarísku stað- genglanna Katar og Sádi-Arabíu með afskiptum af stríðinu er að efla áhrif sín á svæðinu og breiða út sitt sjúka og frumstæða mið- aldaafbrigði af íslam sem byggir á hugmyndafræði wahabismans og Múslímska bræðralagsins. Þeir íslömsku trúarleiðtogar sem viður- kenna lögmæti sýrlenskra stjórn- valda eru hins vegar lýðræðis- lega sinnaðir og stuðningsmenn nútímalegra stjórnarhátta. Þeir aðhyllast umburðarlynt afbrigði trúarinnar og eiga hagsmuna að gæta að stöðva þennan glórulausa stuðning við wahabismann sem stendur að baki víðtækri hryðju- verkastarfsemi í heiminum. Siðlaus utanríkisstefna Sprengjuárásir Bandaríkjanna á viss svæði í Sýrlandi eru gerðar án samþykkis lögmætra stjórnvalda landsins sem eru viðurkennd af Sameinuðu þjóðunum. Slíkar aðgerðir brjóta gegn alþjóðalögum og einnig viðskiptaþvinganirnar sem bætast ofan á þær hörmungar sem sýrlenska þjóðin hefur orðið að þola. Sá frambjóðandi banda- rísku forsetakosninganna sem þykir sigurstranglegri er umkringd- ur hernaðarráðgjöfum sem tala um flugbannsvæði yfir Sýrlandi sem mun leiða af sér stríðsátök í háloft- unum við sýrlenska flugherinn og þann rússneska. Þeir tala einnig um landgönguliða sem þýðir beina bandaríska innrás í landið. Stefna Bandaríkjanna sem hefur þann tilgang að breyta um stjórnar- far í Sýrlandi er röng í grund- vallaratriðum. Hún brýtur gegn alþjóðalögum og hún brýtur gegn stofnskrá Sameinuðu þjóðanna. Þessum skorti á siðferði sem ein- kennir bandaríska utanríkisstefnu verður að linna. Stríðið í Sýrlandi Stytting vegalengda er því enn meira hagsmunamál fyrir nýorkubíla en bíla sem ganga á gömlu, úreltu, mengandi, óendurnýjanlegu, loftslagsbreytandi og gjald- eyriseyðandi olíunni. Sigurður Ingi Friðleifsson framkvæmda- stjóri Orkuseturs Stefán Karlsson stjórnmála- fræðingur og guðfræðingur Stefna Bandaríkjanna sem hefur þann tilgang að breyta um stjórnarfar í Sýrlandi er röng í grundvallaratriðum. Hún brýtur gegn alþjóðalög- um og hún brýtur gegn stofn- skrá Sameinuðu þjóðanna. s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 15Þ R i ð J u D A G u R 1 . n ó v e m B e R 2 0 1 6 0 1 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :4 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 1 F -B E C 0 1 B 1 F -B D 8 4 1 B 1 F -B C 4 8 1 B 1 F -B B 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 3 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.