Fréttablaðið - 01.11.2016, Síða 22
Audi sýndi árið 2014 TT Quattro
Sport Concept tilraunabíl og var
hann með hreint ótrúlegt afl
miðað við lítið sprengirými vél
arinnar í bílnum. Þessi vél er
fjögurra strokka og með 2,0 lítra
sprengirými, en samt sem áður
kreisti Audi 420 hestöfl úr henni.
Meiningin var að nota þessa vél
í nokkra bíla innan stóru Volks
wagenbílafjölskyldunnar, en nú
hefur Audi tekið þá ákvörðun að
hætta við framleiðslu þessarar
vélar. Það var Friedrich Eichler,
fyrrverandi vélarhönnuður hjá
AMGsportbíladeild Mercedes
Benz sem þróaði þessa vél, sem
og EA888 2,5 lítra og 400 hestafla
vélina frá Audi. Til stóð að fram
leiða báðar þessar vélar í aflmikl
ar útgáfur Audibíla, en dísilvéla
svindl Volkswagen hefur gert það
að verkum að hætt hefur verið
við þróun þeirra bíla og véla sem
ekki teljast nauðsynleg fyrir
Volkswagenbílasamstæðuna.
Hin öfluga fjögurra strokka 2,0
lítra vél sem nú hefur orðið fyrir
niðurskurðarhnífnum dugði til að
koma Audi TT RS í 100 km hraða
á litlum 3,7 sekúndum. Hámarks
tog hennar náðist milli 2.400 og
6.300 snúninga og mesta afl við
6.700 snúninga. Ókosturinn við
þessa vél er hins vegar sá að hún
er dýr í framleiðslu og því fór
sem fór. Líklegt er talið að ný 2,9
lítra V6 vél sem hönnuð er sam
eiginlega af Porsche og Audi og
skilar 440 hestöflum verði ofan
á í bílum Volkswagenbílafjöl
skyldunnar sem krefjast mikils
afls. Litla fjögurra strokka vélin
hefði þó verið miklu léttari, en
með hátt í sama afl og fyrir vikið
hefðu aksturseiginleikar líklega
orðið betri með henni.
Audi hættir við 420 hestafla 2,0 lítra vélina
Audi TT RS.
Þennan sérútbúna Nissan Nav
ara björgunarbíl kynnti Nissan
á bílasýningunni í Hannover ný
lega og virðist hér um afar hæfan
bíl að ræða til björgunarstarfa.
Hann hefur verið hækkaður um
5 cm frá grunngerð bílsins og er
á breiðum og stórum dekkjum
til að tryggja það að hann kom
ist um talsverðar ófærur. Auk
þess er hann með loftinntak við
þak bílsins og er því með mikla
vaðdýpt. Í bílnum er gríðarlega
mikill búnaður sem gagnast til
björgunarstarfa og hluta hans
má draga fram á skúffum úr kol
trefjum sem renna á brautum á
palli bílsins. Þar má meðal ann
ars finna súrefniskúta, björg
unar vesti, endurlífgunarbúnað
og exi. Bílnum fylgir DJI Phant
om dróni af vönduðustu gerð og
er honum ætlað að sjá yfir björg
unarsvæði og auðvelda að finna
fólk og bjarga því. Tvær mjög
stórar rafhlöður eru á palli bíls
ins og eiga þær að sjá ýmsum
rafdrifnum björgunarbúnaði
fyrir orku, meðal annars klippi
töngum, tjökkum, ljósum og hita
blásurum. Þak björgunarbíls
ins er 13,6 cm hærra en í hefð
bundnum Navara. Bíllinn er
búinn gríðarsterkum kösturum
sem lýsa má með allan hringinn
kringum bílinn.
Nissan Navara björgunarbíll
Nissan Navara sem björgunarbíll.
Opel sýndi „nýjan“ bíl á bílasýn
ingunni í París í síðasta mán
uði og þekkja flestir þennan
bíl sem hinn nýja rafmagnsbíl
Chevrolet Bolt. Ástæðan er nátt
úrulega sú að General Motors á
bæði Chevrolet og Opelmerk
in og með þessu er ljóst að bíllinn
verður markaðssettur í Evrópu
undir merkjum Opel. Þar mun
hann heita Amperae og vitnar
þar í fyrri bíl Opel, Ampera, sem
er rafmagnsbíll með brunavél er
framleiðir rafmagn þegar það
rafmagn sem bíllinn hefur verið
hlaðinn af þrýtur. Engar aðrar
breytingar verða á Boltbíln
um frá Chevrolet en að hann fær
Opelmerkið.
Sprækur rafmagnsbíll
Opel Amperae er með 200 hest
afla rafmótora með 360 Nm togi
og er eins sprækur og OPCgerð
ir Opelbíla og því ári snarp
ur bíll. Reyndar á þessi bíll að
vera sýnu sprækari en Opel In
signia OPC, Opel Astra TCR,
Opel Adam R2 og Opel Corsa
OPC. Opel Amperae er aðeins
3,2 sekúndur í 50 km hraða og
4,5 sekúndur frá 80 til 120 km
hraða, en hámarkshraði hans er
þó aðeins 150 km/klst. Bíllinn er
með 60 kWh lithium rafhlöðum
og drægið er 322 km, sem verð
ur að teljast gott fyrir svo lít
inn bíl. Opel Amperae verður
ekki framleiddur af Opel heldur
í verksmiðju Chevrolet í Detroit,
við hlið Boltbílsins. Opel mun
svo kynna nýja kynslóð Ampera
bílsins á næsta ári og er hann
líkt og Amperae alveg eins og
kynbróðir hans, en í þessu til
viki Volt.
Opel-merkið á Bolt fyrir Evrópu
Opel Ampera-e.
Fjölbreyttar leiðir
í bílafjármögnun
Landsbankinn býður góð kjör, fjölbreyttar
leiðir og allt að 80% fjármögnun við kaup
á nýjum og notuðum bílum. Kynntu þér allt
um bílalán á landsbankinn.is/bilalan.
Lánshlutfall
allt að 80%
Allt að 7 ára
lánstími
Betri kjör fyrir
viðskiptavini
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Bílar
Fréttablaðið
4 1. nóvember 2016 ÞRIÐJUDAGUR
0
1
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:4
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
1
F
-B
E
C
0
1
B
1
F
-B
D
8
4
1
B
1
F
-B
C
4
8
1
B
1
F
-B
B
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
3
1
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K