Fréttablaðið - 01.11.2016, Side 48

Fréttablaðið - 01.11.2016, Side 48
Dreifing dreifing@postdreifing.is Ef blaðið berst ekki 800 1177 Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 512 5000 Vísir Ritstjórn 512 5200 Fax: 512 5301 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild auglysingar@frettabladid.is Prentun Ísafoldarprentsmiðja Bakþankar Erlu Bjargar Gunnarsdóttur Kvennalistinn var stofnaður fyrir 33 árum með það að markmiði að fjölga konum á þingi enda voru eingöngu þrjár konur þar fyrir. Þær urðu svo níu eftir tilkomu listans eða fimmtán prósent þingmanna. Nú munu þrjátíu konur taka sæti á Alþingi og verða konur 48 prósent þingmanna. Alveg svakalega mikið, næstum því helmingur. Púkinn í mér hugsaði að þar með hlyti starf þingmanna að falla í virð- ingarstiganum og innan skamms muni launaþróunin standa í stað. Að lokum verði þingmenn að enn einni kvennastéttinni og skrifi greinar um álagið, ófjölskylduvænan vinnutíma og vanmetið starf. Og enginn muni nenna að hlusta á vælið og segja þeim að þeir hafi sjálfir sóst eftir starfinu. En það var bara púkinn. Ég horfi að sjálfsögðu bjarteyg og keik fram á veginn. Það er nefnilega von um að Alþingi verði betri vinnustaður. Fyrrverandi þingmenn hafa viður- kennt að stemningin geti verið ansi erfið í matsalnum og svona. Og sálfræðingar hafa sagt samskiptin oft einkennast af reiði og heift með tilheyrandi álagi. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að vinnustaðir með jöfnu kynjahlutfalli séu bestir. Í karlahópi séu pissukeppnir gjarnan upp um alla veggi og baknagið blómstri á kvennavinnustöðum. En með jöfnu kynjahlutfalli séu meiri líkur á að jafnvægi komist á samskiptin auk þess sem fjölbreyttari leiðir séu notaðar til að nálgast verkefnin og úrlausnir. Og ekki veitir nú af góðum sam- skiptum á Alþingi með sjö flokka á þingi. Fyrir utan að það er ljóst að sama hvernig ríkisstjórn verður mynduð á næstu dögum, þá muni samstarf, málamiðlun og hlustun vera mikilvægir þættir til að eitthvað komi út úr næsta kjörtímabili. Alþingi í jafnvægi OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN Í ENGIHJALLA, VESTURBERGI OG ARNARBAKKA Mánudaga – fimmtudaga kl. 17:40 0 1 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :4 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 1 F -A 1 2 0 1 B 1 F -9 F E 4 1 B 1 F -9 E A 8 1 B 1 F -9 D 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 3 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.