Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.11.2016, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 30.11.2016, Qupperneq 18
Skeljungur verður skráður á markað í kjölfar útboðs sem lýkur í dag klukkan 16. Þetta verður eina nýskráning í Kauphöll Íslands á þessu ári og eftir skráningu verður Skeljungur annað olíufélagið í Kauphöll Íslands. Í raun má tala um endur- komu Skeljungs á markað fremur en nýskráningu, en félagið var skráð í kauphöll frá 1994 til 2003. Verðbil í A hluta útboðsins sem er 6,1 til 6,9 krónur á hlut, en í þeim hluta útboðsins gefst fjár- festum kostur á að kaupa fyrir fjár- hæðir á bilinu 100 þúsund krónur upp í tíu milljónir. B hlutinn er ætlaður fagfjárfestum, en þar eru lágmarkskaup 10 milljónir króna. Langt frá síðustu skráningu Til sölu eru 23,3% af heildarhlutfé félagsins en seljendur áskilja sér rétt til að stækka útboðið í 31,5% af heildarhlutafé. Söluandvirði miðað við lágmarksverð yrði þrír milljarðar miðað við 23,3% og fjórir milljarðar kjósi seljendur að stækka útboðið. Mat sérfræðinga á markaði er að fagfjárfestar muni taka skráning- unni opnum örmum. Langt er frá síðasta útboði og rými fyrir nýtt skráð félag í bókum fagfjárfesta. Þá séu þetta ekki háar fjárhæðir í saman burði við önnur félög á markaði, en markaðsvirði Skelj- ungs er á bilinu 13 til 14 milljarðar eftir því við hvaða verð í bilinu er miðað. Greiningaraðilar á markaði hafa metið virði félagsins á gengi í kringum sjö krónur á hlut. IFS greining metur hlutinn til að mynda á 6,9 sem er hámark útboðsgengis, en Landsbankinn metur félagið á 7,05 sem gefur afslátt í útboði frá 2,2% í efstu mörkum og 15,5% miðað við neðstu mörk. Skeljungur og N1 ólík félög Þegar olíufélag fer í útboð er nær- tækt að miða það við það olíufélag Skeljungur aftur á hlutabréfamarkað  Almennu hlutafjárútboði Skeljungs lýkur í dag. Traustur og stöðugur rekstur einkennir félagið. Sérfræðingar telja bréfin nokkuð sann- gjarnt verðlögð en búast ekki við flugeldasýningu í kjölfar skráningar. Viðskipti í Kauphöll munu væntanlega hefjast 9. desember. Skeljungur var í Kauphöll Íslands frá árinu 1994 til 2003. Félagið snýr nú aftur á skráðan hlutabréfamarkað að loknu almennu útboði sem lýkur í dag. Markaðsvirðið er á bilinu 13-14 milljarðar. FrettabLadid/GVa 65 Fjöldi bensínstöðva á Íslandi. 11 stöðvar eru í Færeyjum 2015 2016 2015 2016 EBITDA/Framlegð á fyrstu níu mánuðum árs. n Skeljungur n N1 Framlegð í milljónum króna á fyrstu níu mánuðum árs. n Eldsneyti n Aðrar vörur n Alls Heildareignir Skeljungs í milljónum króna 5. 72 3 Alls 20.106 14. 38 3 n Færeyjar n Ísland 4.387 4.470 4.764 4.826913 3.375 938 3.694 5.300 7.845 5.702 8.520 43,50% 30,40% 40,40% 34,60% Hafliði Helgason haflidi@frettabladid.is 3 0 . n ó v E m B E r 2 0 1 6 m I Ð v I K U D A G U r4 markaðurinn 3 0 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :1 2 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 7 A -C 8 F C 1 B 7 A -C 7 C 0 1 B 7 A -C 6 8 4 1 B 7 A -C 5 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.