Fréttablaðið - 01.12.2016, Page 6

Fréttablaðið - 01.12.2016, Page 6
Fullveldishatia Hreyfing sjalfstil!clissinna i Evr6pumalum fiilag ungs folks gegn ESB acJlld � * * � t� Nfil_ V�D ESB*' 1. desember í húsakynnum Heimssýnar, Ármúla 4-6, klukkan 20:30 Fjölbreytt dagskrá: Ávörp: Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar og Halldóra Hjaltadóttir, formaður Ísafoldar. Hátíðarræða: Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. Hljómsveitin Reggí Óðins. Sigurður Alfonsson harmonikkuleikari. Söngur, tónlist og kaffiveitingar. Allir velkomnir Heimssýn Kynnir: Þollý Rósmundsdóttir. Allir velkomnir Heimssýn Skoðaðu litríkt úrval á bros.is Bros auglýsingavörur, Norðlingabraut 14. Bros auglýsingavörur með þínu merki M ER KI Ð M IT T Kalt í Kasmír Kalt hefur verið í Kasmír núna í vetur. Þessi fjárhirðir, sem staddur var nærri borginni Srinagar, þurfti því að harka af sér. Á veturna er að jafnaði 2,5 gráðu hiti í Srinagar á daginn en frost á næturnar. Fréttablaðið/EPa KJARAMÁL Trúnaðarmenn kennara voru áhyggjufullir þegar þeim var kynntur nýr kjarasamningur á fundi með Félagi grunnskólakennara í gærmorgun. Þetta segir Ragnar Þór Pétursson, kennari í Norðlingaskóla og trúnaðarmaður kennara þar. „Ég get ekki séð að menn séu miklu rórri en þeir voru fyrir. Þeir eru að reyna að sjá hver munurinn er á þessum samningi og þeim sem felldir voru tvisvar. Munurinn virð- ist óverulegur að öðru leyti en því að þessi samningur er til eins árs en hinn var fram á vor 2019.“ Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins kveður nýundirritaður samningur Félags grunnskóla- kennara og samninganefndar Sam- bands íslenskra sveitarfélaga á um 11 prósenta hækkun, það er 7,3 prósenta hækkun 1. desember og 3,5 prósenta hækkun 1. mars 2017. Jafnframt var samið um eingreiðslu 1. janúar næstkomandi upp á 204 þúsund krónur fyrir 100 prósenta starf. Öll gæsla verður greidd í yfirvinnu frá 1. desember. Kjara- samningurinn gildir til 30. nóvem- ber 2017. Ragnar Þór kveðst hafa varpað fram þeirri spurningu á fundi með trúnaðarmönnum og Félagi grunn- skólakennara í gær hvort menn væru með plan B ef þessi samningur yrði felldur eins og hinir tveir. „For- maðurinn sagði að hann og samn- inganefndin myndu þá segja sig frá þessu verkefni. Þá tekur við óvissu- tími um framhaldið.“ Sjálfur kveðst Ragnar Þór hafa átt von á því að menn gerðu betur, eins og hann orðar það. „Ég bjóst við að þeir myndu koma með jákvæð og uppbyggileg skilaboð inn í fram- haldið og taka á þeim bráðavanda sem við stöndum frammi fyrir. Til að ég hafi trú á að svo verði þurfa sveitarfélögin að koma með útspil um að eitthvað meira gerist en að kreista þetta í gegn.“ Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn mun liggja fyrir mánu- daginn 12. desember. Að mati Ragnars Þórs gæti vel farið svo að samningurinn verði felldur. „Þetta er ákaflega erfið staða.“ ibs@frettabladid.is Nýr samningur mætir ekki kröfum kennara Samið um 11 prósenta launahækkun og 204 þúsunda eingreiðslu. Ragnar Þór Pétursson, trúnaðarmaður kennara í Norðlingaskóla, segir menn ekki rórri en áður. Forystan muni hætta verði kjarasamningur felldur í þriðja skiptið. Vöfflukaffi hjá ríkissáttasemjara að lokinni undirritun kjarasamningsins í fyrradag. Fréttablaðið/StEFÁN SÁdi-ARAbíA Sádiarabískur prins, Alwaleed bin Talal að nafni, vill að konum verði leyft að keyra bíla í Sádi-Arabíu. „Hættum umræðunni: Það er kominn tími til þess að konur keyri,“ skrifar hann á Twitter-reikn- ing sinn. Frá þessu er meðal annars skýrt á fréttavef breska dagblaðsins The Guardian. Alwaleed er auðkýfingur mikill, umsvifamikill í viðskiptalífi Sádi- Arabíu og hefur lengi verið óhrædd- ur við að tjá sig um réttindi kvenna og önnur hitamál þar í landi. Hann færir meðal annars efna- hagsleg rök fyrir áskorun sinni í yfirlýsingu sem barst frá skrifstofu hans stuttu eftir að Twitter-færslan birtist. „Að banna konu að keyra bifreið er í dag réttindamál af svipuðu tagi og þegar konum var bannað að menntast eða vera sjálfstæðir ein- staklingar,“ segir í yfirlýsingunni. „Þetta er ranglæti frá tímum hefðar- samfélags, miklu meira hamlandi en það sem leyft er að lögum sam- kvæmt forskrift trúarinnar.“ - gb Vill að konum verði leyft að keyra bíla í Sádi-Arabíu alwaleed bin talal, prins í Sádi-arabíu. NordicPhotoS/aFP Að banna konu að keyra bifreið er í dag réttindamál af svipuðu tagi og þegar konum var bannað að menntast eða vera sjálf- stæðir einstaklingar. Alwaleed bin Talal, prins 1 . d e S e M b e R 2 0 1 6 F i M M T U d A G U R6 F R é T T i R ∙ F R é T T A b L A ð i ð 0 1 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 8 8 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 7 F -7 2 A 0 1 B 7 F -7 1 6 4 1 B 7 F -7 0 2 8 1 B 7 F -6 E E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.