Fréttablaðið - 01.12.2016, Page 20

Fréttablaðið - 01.12.2016, Page 20
 365.is Sími 1817 ENDALAUS Gerðu verðsamanburð og lækkaðu GSM reikninginn þinn með 365 GSM Hvaða leið hentar þér? LEIÐ 1 Endalaus símtöl og sms óháð fjarskiptafyrirtæki* 0 GB gagnamagn 790kr. LEIÐ 2 Endalaus símtöl og sms óháð fjarskiptafyrirtæki* 1 GB gagnamagn 1.680kr. LEIÐ 3 Endalaus símtöl og sms óháð fjarskiptafyrirtæki* 5 GB gagnamagn 2.680kr. LEIÐ 4 Endalaus símtöl og sms óháð fjarskiptafyrirtæki* 30 GB gagnamagn** 2.990kr. 365.is Sími 1817 *Greitt er fyrir farsímanotkun erlendis, til útlanda og í upplýsinganúmer. Á ferðalögum erlendis eru boðnir ferðapakkar Evróski Draumurinn og Ameríski Draumurinn **30 GB gagnamagn er innifalið í hverjum mánuði en endalaust gagnamagn fyrir 2.000 krónur bætist við ef farið er umfram 30 GB tækni Instant Games nefnist nýjasta við­ bótin við skilaboðaforritið Face­ book Messenger. Með uppfærslunni verður hægt að keppa við þá sem maður spjallar við í tölvuleikjum á borð við Pac­Man, Galaga, Words with Friends og Space Invaders. Slíkt hið sama var áður hægt að gera í litlum körfuboltaleik sem falinn var í forritinu. Instant Games­viðbót­ in fór í loftið í gær í þrjátíu löndum. Ísland er þó ekki eitt þeirra eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Til að byrja með verða leikirnir sautján talsins og eru framleiðendur þeirra til að mynda Konami, King og Zynga. Allir leikirnir eru kóðaðir í HTML5 og því þarf ekki að hlaða þeim niður í snjallsímann líkt og þeir væru stök snjallforrit. „Við trúum því að þessi nýi vett­ vangur fyrir tölvuleiki hafi í för með sér nýjar og einstakar upplif­ anir. Þær munu gleðja og skemmta spilurum um allan heim,“ segir í yfirlýsingu frá Kimihiro Horiuchi, markaðsstjóra Konami. – þea Innreið tölvuleikja í Facebook Messenger Finnska sprotafyrirtækið Oura Ring aflaði um sex hundruð milljóna króna í fyrstu fjármögnunarlotu fyrirtækisins. Hyggst fyrirtækið framleiða snjallhring sem fylgist með líkamsstarfsemi þess sem ber hringinn. Á meðal fjársterkra aðila sem fjár­ festu í fyrirtækinu eru vísindamenn við MIT, stofnverkfræðingur Skype og stofnandi skráaskiptaforritsins Kazaa. Hringurinn er kominn í almenna sölu en fjármagnið á að nýtast til að hjálpa til við framleiðslu og frekari þróun Oura­hringsins. Um sjötíu prósent allra seldra eintaka hingað til hafa verið seld í Bandaríkjunum. Hringurinn virkar þannig að hann er tengdur með Bluetooth við snjallsíma þess er ber hringinn. Í snjallsímann verður síðan að sækja þar til gert forrit svo hægt sé að skoða upplýsingarnar sem hringur­ inn aflar. Þar má til dæmis nefna hjartslátt, andardrátt, svefn undanfarinna nátta auk annarra þátta. Út frá þessum upplýsingum mælir hringurinn síðan með líkamsrækt við hæfi fyrir notandann. Segir bún­ aðurinn notandanum er hann vaknar hvort hann sé úthvíldur eður ei. Ef hann er úthvíldur mælir hringurinn með mikilli áreynslu þann daginn. Í samtali við fréttasíðuna Tech­ crunch segir forstjórinn, Petteri Lahtela, að næstu skref í þróun hringsins verði stigin í samráði við listamenn og tískuhönnuði. Ljóst er því að áhersla verður lögð á fegurð hringsins á næstunni. Á Techcrunch er sömuleiðis greint frá því að hringurinn eigi auð­ velt með að safna upplýsingunum þar sem merki úr æðum í fingrum séu sterkari en úr æðum á úlnlið. Þaðan fá snjallúr sín merki. Oura er hins vegar ekki eina fyrir­ tækið sem framleiðir snjallhringa en það gerir Ringly sömuleiðis. Hringar Ringly gegna sama hlutverki og Oura, það er að miðla upplýsingum um ástand líkamans í snjallsíma notandans. thorgnyr@frettabladid.is Fjárfesta fyrir 600 milljónir í snjallhring Finnska sprotafyrirtækið Oura Ring vill framleiða snjallhring sem fylgist með starfsemi líkamans. Hringurinn frá Oura Ring. NORdicpHOtOs/AFp pac-Man er einn aðgengilegra leikja í Facebook Messenger. Oura-hringurinn mælir hjartslátt, öndun og aðra líkamsstarfsemi og miðlar upplýsingum í snjallsíma. til að byrja með verða leikirnir sautján talsins og eru framleiðendur til að mynda konami og king. 1 . d e s e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U d A G U r20 0 1 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 8 8 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 7 F -6 8 C 0 1 B 7 F -6 7 8 4 1 B 7 F -6 6 4 8 1 B 7 F -6 5 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.