Fréttablaðið - 01.12.2016, Síða 78

Fréttablaðið - 01.12.2016, Síða 78
1. Muppets Christmas Carol Skemmtileg tónlistarmynd sem er fín leið til að byrja desember- mánuðinn. 2. Richie Rich’s Christmas Wish Mynd sem fór beint á DVD á sínum tíma en er ákaflega vanmetin snilld. 3. Christmas Carol Jim Carrey er í essinu sínu í þessari ótrúlega skemmtilegu jóla- mynd. 4. Love Actually Hér þarf ekkert að segja. Jólamynd allra jólamynda. Vonandi verður kominn snjór því þá er hún enn betri. Ekta mynd fyrir fyrsta laugardag í desember. 5. Home Alone 2 Vissulega skrýtið að byrja á númer 2 en við geymum hina til að- fangadags. Það er alltaf gott að hlæja og sérstaklega á sunnudegi. 6. Lethal Weapon Samband Rogers Mortaugh og Martins Rigg er góð leið til að enda þennan mánudag. Hress, skemmti- leg og spennandi mynd sem gerist á jólunum. 7. Jingle All the Way Vöðvafjallið Arnold Schwarzen egger er hér sem vinnualkinn Howard Langston sem verður að fá Turbo-kallinn eftirsótta sem sonur hans vill í jólagjöf. 8. Harry Potter Philosopher’s Stone Ævintýrið um galdrastrákinn var alltaf frumsýnt um jólin en í þessari mynd er eftirminnilegt jólaatriði í Hogwart-kastalnum. 9. Die Hard 2 Aftur er John McClaine í þeim aðstæðum að þurfa bjarga fólki um jólin. Dulles flugvöllurinn er yfir- tekinn og McClain þarf að taka á öllu sínu til að bjarga Holly sinni niður úr háloftunum. 10. Jack Frost Jólin er tími nostalgíu og þá kemur Michael Keaton sterkur inn. Keaton leikur mann sem deyr í bílslysi en kemur til baka sem snjókall. Ævin- týri sem er alltaf skemmtilegt. 11. While You Were Sleeping Sandra Bullock í essinu sínu en hún leikur Lucy sem er frekar einmana sál. Hún bjargar ástinni sinni á jóladag og hjúkrunarkona heldur að hún sé ástin hans. Úr verður frábær saga. 12. Scrooged Nútímaútgáfa af klassísku Jóla- ævintýri Dickens. Bill Murray leikur Skrögginn og er auðvitað frábær í því hlutverki eins og vanalega. Hann hittir fyrir drauga og þið þekkið restina. 13. Grinch Jim Carrey fer á kostum í aðalhlutverki sem Trölli sjálfur í þessari kvikmyndaaðlögun á bók Dr. Seuss. 14. The Santa Clause Tim Allen leikur hér fjölskyldu- föður, en hann er auðvitað meistari í því hlutverki, sem tekst að drepa jólasveininn og verður því að taka við hlutverki hans. 15. Christmas Vacation Uppáhaldsjóla- mynd allra um hræðilega erfið jól Griswold-fjölskyld- unnar. Þessi mynd gerir hreinlega jólin hjá sumum. 16. Love Actually Myndin er það góð að hún á skilið að vera tvisvar. Nú á að horfa á föstudegi til að keyra helgina í gang og spurning hvort dansspor Hughs Grant verður leikið eftir – heima í stofu. 17. Elf Will Ferrell í essinu sínu sem gaur sem hefur verið alinn upp meðal álfa en þarf að yfirgefa svæðið vegna stærðar sinnar og aðlagast mann- heimum – bara þessi lýsing er fyndin. 18. The Holiday Tvær konur skiptast á húsum um jólin og finna báðar bæði ástina og sjálfa sig í nýju landi. Cameron Diaz, Jude Law, Kate Winslet og Jack Black að brillera. 19. Miracle on 34th Street Gamall maður segist vera jólasveinninn og þarf að verja það fyrir rétti. Hér má bæði horfa á hina sígildu út- gáfu frá 1947 og endur- gerðina frá 1994 – báðar frábærar. 20. It’s a Wonderful Life Meistaraverk Franks Capra er ekki bara ein besta jólamynd allra tíma heldur bara ein besta mynd allra tíma. Punktur. 21. The Family Man The Family Man er að ein- hverju leyti byggð á It’s a Wonderful Life svo að það er ákaflega viðeig- andi að horfa á hana á þessum degi. Nick Cage á jólunum er líka plús. 22. Die Hard Fyrsta Die Hard-myndin er frábær jólamynd fyrir alla þá sem eiga erfitt jólafrí sem byrjar með löngu ferðalagi og endar með því að fjölskyldan er tekin í gíslingu … eða eitthvað. 23. Lord of the Rings-serían Þeir sem eru búnir að öllu á Þorláksmessu ættu bara að nýta daginn í að horfa á þessa frábæru trílógíu og slaka á. 24. Home Alone 1 Á aðfangadag ætti að minna alla á að það er æðislegt að vera með fjölskyldunni og við erum öll heppin að gleymast ekki heima. Jólabíómyndadagatalið Desembermánuður er ru nninn upp með sínum y s og þys. Eftir erfiðan vinnudag o g bökunarkvöld er fátt b etra en að hlamma sér í sófann og setja á góða jólamynd . Lífið tók saman bíómyndadagata lið til jóla. Góða skemmt un. 1 . D E S E M b E R 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R62 L í F I ð ∙ F R É T T A b L A ð I ð Lífið 0 1 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 8 8 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 7 F -7 2 A 0 1 B 7 F -7 1 6 4 1 B 7 F -7 0 2 8 1 B 7 F -6 E E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.