Fréttablaðið - 01.12.2016, Page 82

Fréttablaðið - 01.12.2016, Page 82
Þessi pop-up verslun verður á sama tíma og frumsýningar partíið í Húrra. Það verður DJ og einHverJir Drykkir og ég var búinn að lofa skrúfusnakki. Það er lítið hægt að segja frá myndbandinu án þess að skemma fyrir – en það er allavega ekki beint söguþráður … er fólk enn að hafa sögu- þráð í myndböndum? Allavega er þessu leikstýrt af Magnúsi Leifs- syni, en hann er orðinn vel þekktur íslenskur leikstjóri. Hann hefur líka getið sér gott orð í myndlist á undan því – alls konar myndlist: grafískri hönnun og úðabrúsalist,“ segir Gauti um nýjasta mynd- band sitt sem er við lagið Svona er þetta af nýjustu plötunni sinni, 17. nóvember. Magnús Leifsson hefur leikstýrt þó nokkrum frábærum tónlistar- myndböndum sem hafa vakið mikla athygli. Hann gerði myndbandið við lagið Brennum allt með Úlfur Úlfur og einni lagið Tarantúlur frá sömu hljómsveit og hlaut fyrir það Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2014. „Myndbandið er jafn fullt af leik og lagið – lagið er einhvern veginn allt og ekkert, bara ég að rappa rapp og myndbandið er í raun Maggi að leika sér í kring um lagið; að leikstýra leikstjórn. Síðast þegar við Maggi unnum saman varð vídeóið Strák- arnir til. Við höfum alveg haft það bak við eyrað að vinna saman aftur. Það var bara þegar þessi plata kom út og hann heyrði þetta lag „dibsaði“ hann það og sagði „ég vil gera vídeó við þetta“. Ég hef engar áhyggjur af því að fólk fíli ekki útkomuna; Maggi hefur einstakt auga – bæði fyrir staðsetn- ingum og litum. Hann sér hlutina öðruvísi en aðrir og hefur náð að skap sérstöðu með sínum stíl.“ Emmsjé Gauti hefur ekki setið auðum höndum þetta árið. Fréttablaðið/Hanna Magnús leifsson pælir mikið í litum og staðsetningu eins og sést bersýnilega í þessu skoti. Mynd/MaGnús lEiFsson Gauti ætlar að tvinna saman verslun, partí og frumsýningu í Húrra reykjavík í kvöld – en leikar hefjast klukkan sex. Mynd/MaGnús lEiFsson Geturðu gefið okkur smá vísbend- ingu um hvernig myndband þetta er – er það leikið? „Það eru leikarar í vídeóinu en ég vil ekki segja hverjir það eru,“ segir Gauti en gefur í skyn að þarna gætu verið einhverjir gestir, mögulega svipað og í myndbandinu Strákarnir – en þar var nánast öll íslenska rapp- senan í heimsókn. Verður eitthvað gert í tilefni þess- arar útgáfu? „Þegar ég gaf út Vagg og veltu gerði ég vörur í kringum útgáfuna í leiðinni og ég fór í uppáhalds fatabúðina mína – Húrra Reykjavík því að mér datt í hug hvort að það væri ekki gaman að opna verslun inn í verslun, svona pop- up verslun. Ég sé yfirleitt bara sjálfur um að selja vörurnar ásamt umboðs- skrifstofunni minni auk þess sem það er hægt að panta þær á emmsje.is en það er bara skemmtilegra fyrir fólk að geta mátað og prúttað og svona. Þessi pop-up verslun verður á sama tíma og frumsýningarpartíið í Húrra. Það verður DJ og einhverjir drykkir og ég var búinn að lofa skrúfusnakki. Vídjóið verður sýnt á slaginu sjö og eftir það verða einhver „raps“. Partíið byrjar klukkan sex og það er ágætt fyrir fólk sem er búið að kaupa plöt- una að mæta þá og fá „five“ og áritun á gripinn.“ Þess má geta að partíið fer fram í kvenfataverslun Húrra sem er til húsa að Hverfisgötu 78. maggi Hefur ein- stakt auga – bæði fyrir staðsetningum og litum. Hann sér Hlutina öðruvísi en aðrir og Hefur náð að skap sérstöðu með sínum stíl. emmsjé gauti frumsýnir í dag nýtt mynd- band við lagið Svona er þetta af plötunni 17. nóvember. Hann lýsir myndbandinu sem ákveðnu sprelli í takt við lagið sem sé það einnig. Leikstjóri myndbandsins er magnús leifsson en hann hefur getið sér gott orð sem leikstjóri tónlistarmyndbanda. gauti maggi leikstýrir leikstjórn &rappar rapp Stefán þór Hjartarson stefanthor@frettabladid.is 1 . d e s e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U d A G U r66 L í F I ð ∙ F r É T T A b L A ð I ð 0 1 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 8 8 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 7 F -8 1 7 0 1 B 7 F -8 0 3 4 1 B 7 F -7 E F 8 1 B 7 F -7 D B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.