Fréttablaðið - 15.07.2016, Page 30

Fréttablaðið - 15.07.2016, Page 30
Þjóðhátíð Kynningarblað 15. júlí 201610 Fyrsta vísi að Þjóðhátíð má rekja til 19. aldar þegar Pétur Bryde, eig­ andi Brydebúðar, bauð starfsfólki sínu árlega í Herjólfsdal til hátíða­ halda. Pétur þessi kostaði, árið 1859, endurnýjun vegarins niður í Herjólfsdal en hann hafði í nokk­ ur ár rekið þar garð sem hét Þóru­ lundur, eftir konu hans. Garður­ inn var eyðilagður árið 1932 þegar hlaupabraut var gerð umhverfis tjörnina. Fyrsta eiginlega Þjóðhátíðin var haldin sunnudaginn 2. ágúst árið 1874 í Herjólfsdal. Þá mættu í dalinn um 400 manns um hádeg­ isbilið, reistu tjöld við suðurhlið tjarnarinnar og hlóðu veisluborð úr torfi og grjóti vestan við tjald­ búðirnar. Enn sjást leifar af því nálægt hringtorginu. Tjöldin og Herjólfsdys voru prýdd fánum og borðum. Flutt var minni konungs­ ins, Íslands og Jóns Sigurðsson­ ar og hleypt af fallbyssuskotum. Eftir kaffidrykkju hófst dansleikur undir berum himni. Eftir þetta var Þjóðhátíð haldin nokkrum sinnum í viðbót, yfirleitt um miðjan ágúst. Um 1901 hafði hátíðarhaldið þró­ ast meira út í íþróttaviðburð. Þá var kappróður einn dagskrárliða. Eftir hann var gengin skrúðganga inn í dalinn og hann skreyttur. Flutt var minni konungs, Íslands og Vest­ mannaeyja, og hófust þá íþróttavið­ burðir: glíma, kapphlaup og fleira. Síðar um kvöldið voru kaffiveiting­ ar og sódavatn á boðstólum í tjöld­ unum, en áfengi stóð ekki til boða. Frá þeirri Þjóðhátíð hefur hún verið haldin nánast óslitið. Eftir Heimaeyjargosið 1973 var mikill vikur og gjall í Herjólfsdal og var hann ekki hreinsaður al­ mennilega fyrr en 1976. Því var Þjóðhátíð haldin suður á Breiða­ bakka í nokkur ár. Herjólfsdalur var hreinsaður og tyrfður árið 1976, sem var stórt og mikið verkefni. Ári síðar héldu Týrarar fyrstu Þjóðhátíð­ ina í Herjólfsdal eftir gosið. Fram til ársins 1996 skiptust íþróttafélögin Þór og Týr á að halda Þjóðhátíðina, þá samein­ uðust þau í ÍBV sem hefur stað­ ið að skipulagningu hátíðarinn­ ar síðan. heimild: www.heimaslod.is Nærri 150 ára saga Þjóðhátíðar  Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er ekki aðeins gítarspil og glens. Hátíðin á sér langa og farsæla sögu sem rakin er á vefsíðunni Heimaslóð. Þór og týr skiptust á um að halda Þjóðhátíð, þetta árið hefur týr séð um hátíðahöldin. Göturnar eiga allar sitt nafn. hér eru heldri hjón á Æskubraut. Um tíma var Þjóðhátíð mikill íþróttaviðburður.Þór sá um Þjóðhátíð árið 1950. tjörnin og hvítu tjöldin, ómissandi á Þjóðhátíð. MyNdir/ByGGðasafN VestMaNNaeyja VIÐ SPILUM ÞAÐ SEM OKKUR SÝNIST TÓNLIST FRÁ 1990 TIL DAGSINS Í DAG NÝ STÖÐ TIL AÐ VERA Í STUÐI MEÐ! 1 5 -0 7 -2 0 1 6 0 5 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 0 3 -3 0 1 C 1 A 0 3 -2 E E 0 1 A 0 3 -2 D A 4 1 A 0 3 -2 C 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.