Fréttablaðið - 21.07.2016, Síða 1

Fréttablaðið - 21.07.2016, Síða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 7 1 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r F i M M t u d a g u r 2 1 . j ú l Í 2 0 1 6 Fréttablaðið í dag lÍFið Glowie gefur út tónlistarmynd- band við lagið No lie. Í haust ætlar Glowie að kynna afrakstur erfiðisins í Bandaríkjunum í von um að koma sér á framfæri þar. 42 skoðun Þorvaldur Gylfason ber saman Ísland og Írland eftir hrun. 17 sport Fer Birgir Leifur í sögu- bækurnar? 22 Menning Tónlistin mun óma á Reykholtshátíð í Borgarfirði alla helgina. 28 plús sérblað l Fólk *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 12 MANNA ÁSAMT FYLGIHLUTUM YFIR 15 TEGUNDIR VERÐ FRÁ KR.24.990 HNÍFAPARATÖSKUR 45 ÁRA LAUGAVEGI 178 – SÍMI 568 9955 125 kr.kg Verð áður 179 kr. kg Vatnsmelóna, Spánn - 30% Þú ferð lengra með SagaPro Vinsæl vara við tíðum þvaglátum * Gildir til 11. ágúst. 20% afsláttur* í öllum helstu apótekum og heilsu- vöruverslunum. Skrúbbað í sólinni Vatnsberinn, stytta Ásmundar Jónssonar sem stendur á horni Bankastrætis og Lækjargötu, var hreinsaður í gær. Höggmyndin hafði áður fasta búsetu við Veðurstofu Íslands og hafði staðið þar frá árinu 1967 þar til hún var flutt á núverandi heimili árið 2011. Ásmundur lauk við gerð Vatnsberans árið 1937 og er hann eitt þekktasta verk hans. Fréttablaðið/Hanna stjórnMál Næstum níutíu manns hafa gefið kost á sér í prófkjör Pírata á höfuðborgarsvæðinu sem fer fram í ágúst. Framboðsfrestur rennur út 1. ágúst og kosning stendur til 12. ágúst. „Þetta er fólk úr öllum stéttum samfélagsins. Um þriðjungur eru konur,“ segir Sigríður Bylgja Sigur- jónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata. Í hópi þeirra sem hafi gefið kost á sér séu nemar, læknir og lögfræðingar. „Það er ennþá vika til stefnu þannig að ég gæti alveg trúað því að það ætti eftir að bætast í hópinn,“ segir Sigríður Bylgja. Píratar samþykktu að halda sameiginlegt prófkjör fyrir höfuð- borgarkjördæmin, Reykjavík suður, Reykjavík norður og Suðvesturkjör- dæmi. Viðhafður yrði svokallaður dreifilisti. Hann virkar þannig að sá sem nær fyrsta sætinu í prófkjörinu getur valið sér í hverju af kjördæm- unum þremur hann býður sig fram. Sá sem er í öðru sæti velur á milli þeirra tveggja sem eftir standa og sá sem er í þriðja sæti endar svo í fyrsta sæti á lista þess kjördæmis sem eftir stendur. Fyrstu þrjú sætin í prófkjörinu gefa því öll fyrsta sætið hvert í sínu kjördæmi. Fjórða til sjötta sæti gefa svo annað sætið. Það kemur Sigríði Bylgju ekki á óvart hve margir hafa gefið kost á sér í prófkjörinu. Margir taki þátt í grasrótarstarfinu og flokkurinn hafi notið fylgis í skoðanakönnunum. - jhh / sjá síðu 8 Nærri níutíu vilja á þing fyrir Píratana Píratar hafa ákveðið að halda sameiginlegt prófkjör fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Þriðjungur þeirra sem hafa þegar gefið kost á sér í prófkjörinu eru konur. Nærri níutíu manns hafa gefið kost á sér og framkvæmdastjóri hreyfingarinnar telur að það geti enn bæst í. tyrkland Þriggja mánaða neyðar- ástandi var lýst yfir í Tyrklandi í gærkvöld. Níutíu og níu herfor- ingjar hafa verið ákærðir fyrir aðild að valdaránstilrauninni um helgina. Hreinsanir Erdogans forseta bein- ast einkum að Gülen-hreyfingunni og eru orðnar svo viðamiklar að annað eins þekkist vart. Meira en 50 þúsund manns hafa verið handteknir eða reknir, menntafólki hefur verið bannað að fara úr landi og nú síðast hefur aðgangi að Facebook verið lokað. – gb / sjá síðu 10 Tyrkir lýsa yfir neyðarástandi recep tayyip Erdogan tyrklandsforseti 2 1 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :1 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 0 E -1 3 5 4 1 A 0 E -1 2 1 8 1 A 0 E -1 0 D C 1 A 0 E -0 F A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 5 6 s _ 2 0 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.