Fréttablaðið - 21.07.2016, Side 22
Stóri Sam fær verkefnið að
koma enSka liðinu aftur í
gang eftir íSlandSSkellinn
enskir miðlar sögðu frá því í gær-
kvöldi að það verði hinn 61 árs
gamli Sam allardyce
sem mun taka við
enska lands-
liðinu í fótbolta
af roy Hodgson.
allardyce tók við
Sunderland fyrir níu
mánuðum og bjargaði liðinu frá
falli en mun nú snúa sér að því
að byggja upp enska landsliðið.
englendingar urðu fyrir miklu
áfalli þegar íslenska fótboltalands-
liðið sló lið þeirra út úr sextán liða
úrslitum á em í frakklandi.
Í dag
16.00 UL Intern. Crown Golfstöðin
20.00 Canadian Open Golfstöðin
19.15 Keflavík - HK Nettóv.
19.15 Haukar - Grindavík Ásvellir
19.15 Huginn - Fjarðab. Seyðisf.v.
unnu Pólverja í gær og
SPila í átta liða úrSlitunum
Strákarnir í tuttugu ára lands-
liðinu í körfubolta halda áfram að
standa sig frábærlega á evrópu-
mótinu í grikklandi. íslenska liðið
vann 62-60 sigur í spennuleik á
móti Póllandi í gærkvöldi en Pól-
verjar voru ósigraðir fyrir leikinn.
íslensku strákarnir höfðu sterkari
taugar í lokin og fögnuðu sigri í
þriðja leiknum í röð. íslenska liðið
vann þar með riðilinn sinn og
mætir georgíu í átta liða úrslitun-
um á föstudagskvöldið. grindvík-
ingurinn jón axel guðmundsson
var með 16 stig, 6 fráköst og 6 stoð-
sendingar í sigrinum á Póllandi
og Haukamaðurinn kári jónsson
bætti við 13 stigum og 5 stoðsend-
ingum. miðherjinn
að norðan, tryggvi
Hlinason var með 9
stig og 7 fráköst og
njarðvíkingurinn
kristinn Pálsson
skoraði 8 stig og
tók 10 fráköst.
NýjastFH-ingar úr leik í Evrópukeppninni án þess að tapa leik
Taplausir í Evrópukeppninni en samt úr leik Evrópuævintýri FH-inga var stutt í ár því þrátt fyrir góð úrslit í fyrri leiknum og góða stöðu í hálfleik
þá tókst þeim ekki að slá út írska liðið Dundalk í Kaplakrika í gær. Skelfilegt korter í byrjun seinni hálfleiks reyndist FH dýrkeypt. FréttabLaðIð/eyþór
triStan Setti met á Hm
tristan freyr jónsson náði 9. sæti í
tugþraut á Hm 20 ára
yngri í Bydgoszcz í
Póllandi í gær en
hann náði í 7.468
stig og bætti þar
með sinn besta
árangur og setti
nýtt íslandsmet í flokki
18-19 ára karla. fyrra met átti einar
daði lárusson 7.394 stig.
2 1 . j ú l í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R22 s p o R T ∙ F R É T T A B l A ð I ð
sport
GolF íslandsmótið í höggleik 2016
hefst á jaðarsvelli á akureyri í dag.
allir bestu kylfingar þjóðarinnar eru
með og má því búast við frábærri
keppni um stærsta titilinn í íslensku
golfi.
á kynningarfundi fyrir íslands-
mótið á akureyri í gær var spá sér-
fræðinga golfsambands íslands
opinberuð. Þeir spá atvinnukylfing-
unum Birgi leifi Hafþórssyni úr gkg
íslandsmeistaratitlinum í karlaflokki
og ólafíu Þórunni kristinsdóttur úr
gr titlinum í kvennaflokki. Þau urðu
meistarar síðast 2014 á leirdalsvelli.
gangi spáin upp verður gísli
Sveinbergsson í öðru sæti í karla-
flokki og axel Bóasson, íslandsmeist-
arinn frá því 2011, í þriðja sæti. Hjá
konunum er guðrúnu Brá Björgvins-
dóttur spáð öðru sætinu og tvöfalda
meistaranum valdísi Þóru jónsdóttur
því þriðja.
birgir sá sigursælasti?
fremsti karlkylfingur þjóðarinnar,
Birgir leifur Hafþórsson, mætir á
jaðarsvöll með það eitt að markmiði
að vinna íslandsmeistaratitilinn í
sjöunda sinn. takist það verður hann
sigursælastur á þessu móti í sögunni
en hann vann sjötta íslandsmeistara-
titilinn á heimavelli fyrir tveimur
árum.
tveir aðrir karlkylfingar; Björg-
vin Þorsteinsson og úlfar jónsson,
hafa unnið titilinn sex sinnum eins
og Birgir leifur. úlfar, sem er núver-
andi landsliðsþjálfari, vann titilinn
yngstur allra í sögunni 18 ára árið
1986 og hafði sigur sex sinnum á sjö
árum. akureyringurinn Björgvin
vann sinn fyrsta 1971 og svo fimm
Sögubækurnar bíða Birgis Leifs
Birgi Leifi Hafþórssyni og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur er spáð Íslandsmeistaratitlinum í höggleik en
mótið hefst á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Vinni Birgir verður hann sigursælastur í sögunni.
Flestir titlar í höggleik
Karlar
Björgvin Þorsteinsson - 6
Úlfar Jónsson - 6
Birgir Leifur Hafþórsson - 6
Magnús Guðmundsson - 5
Björgvin Sigurbergsson - 4
Konur
Karen Sævarsdóttir - 8
Ragnhildur Sigurðardóttir - 4
Ólöf M. Jónsdóttir - 4
Guðfinna Sigurþórsdóttir - 3
Jóhann Ingólfsdóttir - 3
Sólveig Þorsteinsdóttir - 3
Birgir Leifur
Hafþórsson hefur
unnið þrjú af síðustu
fimm Íslandsmótum í
höggleik sem hann
hefur tekið þátt í en
hann var ekki með á
Akranesi í fyrra.
Meistaradeild Evrópu, forkeppni
FH - Dundalk 2-2
1-0 Sam Hewson (20.), 1-1 David McMillan
(52.), 1-2 David McMillan (62.), 2-2 Kristján
Flóki Finnbogason (77.).
Samanlagt 3-3 en Dundalk fer áfram á fleiri
mörkum skoruðum á útivelli.
gríðarlegt áfall fyrir fH-liðið sem
komst í 1-0 og var betra liðið í fyrri
hálfleik. dundalk tók yfir leikinn
í upphafi seinni hálfleiks þar sem
liðið skorað tvö mörk og klikkaði
líka á vítaspyrnu.
í röð frá 1973-1977. Það
yrði skemmtileg saga ef
Birgir leifur verður sá
sigursælasti á heima-
velli mannsins sem
varð fyrstur í sex.
Birgir leifur hefur
ekki farið leynt með vilja
sinn til að verða sigursælastur
í sögunni. „Þetta er eitthvað
sem maður hefur haft bak
við eyrað og enn meira því
oftar sem maður skráir sig
til leiks á íslandsmótið. Ég
hefði eiginlega átt að byrja að pæla í
þessu fyrr,“ sagði hann fyrir íslands-
mótið 2012.
Birgi tókst ekki að bæta fimmta
titlinum í safnið það árið á Hellu en
vann bæði sigur á korpuvelli 2013
og leirdalsvelli 2014 og jafnaði þar
með Björgvin og úlfar. Sögubæk-
urnar bíða eftir penna Birgis leifs að
skrá nafn sitt í þær á lokadeginum á
jaðars velli á sunnudaginn.
aldrei sú sama
Búist er við jafnri og spennandi
keppni í kvennaflokki þar sem Signý
arnórsdóttir, ríkjandi íslands-
meistari, reynir að verja
titilinn í baráttu við allar þær bestu.
atvinnukylfingarnir valdís Þóra
jónsdóttir og ólafía Þórunn krist-
insdóttir eru líklegar og enn bíða
golfspekingar eftir að guðrún Brá
Björgvinsdóttir taki stóra skrefið og
vinni stærsta titilinn.
ólafía Þórunn þykir líklegust en
hún stendur fremst kvennakylfinga
þjóðarinnar þessi misserin eftir að
hún vann sér inn þátttökurétt á evr-
ópumótaröðinni. Hún hefur tvívegis
orðið íslandsmeistari, síðast árið
2014 en einnig vann hún árið 2011.
Það skemmtilega við kvenna-
flokkinn á íslandsmótinu í höggleik
undanfarna tvo áratugi er að sami
kylfingurinn vinnur aldrei tvö ár í
röð. enginn kylfingur hefur unnið
tvö ár í röð síðan karen Sævars-
dóttir sigldi þeim áttunda í röð
í hús árið 1996 en hún er sigur-
sælust í kvennaflokki.
takist ólafíu að standast
pressuna og vinna
sinn þriðja titil
fer hún í þriggja
titla klúbbinn
með guðfinnu
S i g u r þ ó r s -
dóttur (1967,
1968, 1971),
jóhönnu ing-
ólfsdóttur,
s e m t ó k
íslandsmótið
þrjú ár í röð
frá 1977-1979, og
Sólveigu Þorsteins-
dóttur sem tók við
af jóhönnu og vann
þrisvar í röð frá 1980-
1982. tomas@365.is
2
1
-0
7
-2
0
1
6
0
4
:1
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
0
E
-5
D
6
4
1
A
0
E
-5
C
2
8
1
A
0
E
-5
A
E
C
1
A
0
E
-5
9
B
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
5
6
s
_
2
0
_
7
_
2
0
1
6
C
M
Y
K