Fréttablaðið - 21.07.2016, Side 4
10.-13. NÓV. 2016
SAGA STRÍÐANNA
BERLÍN
Við bjóðum aftur upp á þessa vinsælu og
sögulegu ferð til Berlínar, ferðin seldist upp
í fyrra. Borgin er svo sannalega miðpunktur
allra helstu viðburða Evrópusögunnar.
Fararstjóri; Svavar Gestsson
NÁNAR Á UU.IS
Innifalið er flug, gisting, skattar, íslenskfararstjórn, taska og handfarangur.
VERÐ FRÁ
105.900 KR.
skipulagsmál „Mér finnst þetta
ekki fara vel í dalnum. Núna langar
fjöldann allan að byggja í dalnum.
Það er erindi um skautahöll, það var
einu sinni íþróttahús, íbúðabygging-
ar, skotsvæði og fleira,“ segir Sverrir
Óskarsson, bæjarfulltrúi Bjartrar
framtíðar í Kópavogi, um fyrirhug-
aða viðbyggingu við Tennishöllina.
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti
breytingu að deiliskipulagi fyrir við-
bygginguna á síðasta fundi sínum.
Sverrir segist vera því mótfallinn
að byggja í Kópavogsdalnum, bærinn
eigi aðrar lóðir sem starfsemin geti
farið undir, til dæmis í efri byggðum
bæjarins.
„Kópavogsdalurinn er bara nátt-
úruperla sem við eigum að láta
óáreitta,“ segir Sverrir.
Jónas Páll Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Tennishallarinnar,
tekur ekki undir að verið sé að spilla
náttúruperlu þar sem viðbyggingin
eigi fyrst og fremst að rísa þar sem nú
sé malarbílastæði austan megin við
Tennishöllina.
„Það hefur stundum verið talað
um grænt svæði en þetta er fyrst og
fremst svart svæði. Mér finnst að ef
verið er að tala um grænt svæði þurfi
það að vera grænt,“ segir Jónas.
„Þetta svæði er ekki fallegt og þetta
snýst í raun og veru um það að nýta
þetta svæði frekar undir íþróttastarf-
semi og uppbyggilega starfsemi eins
og við erum með og ýta bílunum
frekar upp og út úr dalnum,“ segir
Jónas.
Að sögn Jónasar hefði stækkun
Tennishallarinnar miklar breytingar
í för með sér fyrir tennisiðkendur hér
á landi. Ekki sé hægt að spila tennis
nema lítinn hluta ársins utandyra
og nú séu aðeins þrír inni vellir á
landinu.
„Það má bera þetta saman við að
það væru bara þrjú borðtennisborð
á landinu,“ útskýrir Jónas.
Til stendur að byggja tvo innivelli
í fullri stærð og tvo minni velli. Jónas
vonast til að framkvæmdir geti hafist
næsta vor fáist öll leyfi.
Sverrir telur fyrirhugaða stækkun
einnig stangast á við skipulagslög þar
sem viðbyggingin hafni að hluta inni
á svæði sem flokkað sé opið svæði í
aðalskipulagi.
Sverrir lagði til að fengið yrði álit
Skipulagsstofnunar áður en farið
yrði með málið lengra. Meirihluti
bæjarstjórnar féllst ekki á þá tillögu
og afgreiddi málið með sex atkvæð-
um gegn fimm en meirihlutinn í
málinu klofnaði.
Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks
greiddu atkvæði með deiliskipulags-
breytingunni og tveir á móti.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir, hinn
bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar sem
er formaður bæjarráðs og skipu-
lagsnefndar, greiddi atkvæði með
tillögunni.
„Það voru engin rök sem komu
fram í þessu máli sem að mínu
mati voru það sterk að banna ætti
stækkun upp á einhverja tvo velli,“
segir Theódóra. ingvar@frettabladid.is
Telur tennishöll náttúruspjöll
Bæjarfulltrúi úr meirihlutanum í Kópavogi segir þrengt að náttúruperlu með fyrirhugaðri viðbyggingu
Tennishallarinnar í Kópavogsdal. Framkvæmdastjóri Tennishallarinnar segir það ekki standast. Fyrst og
fremst eigi að byggja á malarplani. Meirihluti bæjarstjórnar klofnaði þegar málið var samþykkt á fundi.
Sverrir Óskarsson, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Kópavogi, þar sem umdeilt tennishús á að rísa. FréttaBlaðið/EyþÓr
Þetta svæði er ekki
fallegt.
Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri
Tennishallarinnar
samfélag Seglskútan Hugur, fyrsta
íslenska skútan sem hefur siglt
umhverfis hnöttinn, mun koma til
hafnar í Reykjavík í kvöld. Skútunni
stýra hjónin Kristófer Oliversson og
Svanfríður Jónsdóttir sem fóru í hnatt-
siglinguna í tilefni af sextugsafmæli
sínu og 40 ára brúðkaupsafmæli, en
hjónin hafa ferðast á skútunni síðan
í nóvember 2014. Móttaka þeim til
heiðurs verður haldin í húsnæði Sigl-
ingafélags Reykjavíkur í kvöld.
Hnattsiglingin var keppni á vegum
World Cruising Club og tók 15 mán-
uði. Síðast tóku þau þátt í ARC plus
sem tók þrjá mánuði. Undanfarið
hafa þau svo siglt með þremur öðrum
skútum frá Halifax til Grænlands og
nú Íslands.
Ekki náðist í hjónin við vinnslu
fréttarinnar en Anna Ólöf Kristófers-
dóttir, dóttir þeirra, segist gríðarlega
stolt af foreldrum sínum.
„Ég hef sjálf unnið mikið við sigl-
ingar og þekki því til og veit að innan
siglingasamfélagsins er þetta talið
mikið afrek. Ég er rosalega spennt að
fá þau heim,“ segir Anna og bætir við
að það hafi gengið á ýmsu þessa 18
mánuði.
„Það hefur lekið hjá þeim, vélin
hefur bilað, það hefur orðið raf-
magnslaust og það hefur kviknað í,“
segir Anna sem fór í heimsókn til for-
eldra sinna um páskana og skemmti
sér konunglega. – ngy
Koma heim eftir átján mánuði á skútu
Myndin var tekin í hnattreisunni en þarna er skútan á indlandshafi. MyND/SaraH BartHElEt
ferðaþjónusta Ögmundur Jónas-
son, þingmaður Vinstri grænna,
segir alla nýtingu á náttúru landsins
í atvinnurekstrarlegu tilliti þurfa að
vera innan hófsemismarka. Þá þurfi
einnig að virða almannarétt til nátt-
úru.
Vísar Ögmundur þar til leigu fyr-
irtækisins Raufarhóls hf. á Raufar-
hólshelli sem Fréttablaðið greindi
frá í gær. Fyrirtækið hyggst byggja
upp aðstöðu og rukka inn í hellinn.
„Mér finnst um tvenns konar
prinsipp að ræða sem þarf að
hyggja að í þessu sambandi,“ segir
Ögmundur og útskýrir:
„Annars vegar þá grundvallaraf-
stöðu að enginn eigi að vera þess
umkominn að selja aðgang að nátt-
úruperlum og meina fólki að sama
skapi aðgang að þeim nema fyrir
gjald. Hitt grundvallarprinsippið er
að mínu mati að atvinnustarfsemi
í tengslum við ferðamennsku á að
geta gefið eitthvað af sér. Því hef ég
alla tíð verið fylgjandi.“
Ögmundur spyr sig hins vegar
hvert þróunin leiði.
„Á að fara að loka öllum hellum
landsins og selja að þeim aðgang
undir því yfirskyni að þeir séu
okkur svo varasamir, eða að hægt
sé að gera þá eftirsóknarverðari?“
spyr hann.
Þá segir Ögmundur nauðsyn-
legt að ræða þessi mál eftir næstu
alþingiskosningar því núverandi
stjórnvöld sýni fyrst og fremst áhuga
á að styrkja einkaeignarrétt.
„Það hefur verið þyngra en tárum
taki að horfa upp á þjónustulund
stjórnvalda við einkaaðila sem
vilja hagnast á náttúruperlum sem
engin manneskja ætti að geta gert
tilkall til að einoka í eigin þágu. Það
er dapurlegt að búa við ríkisstjórn
sem ekki er reiðubúin að þjóna
almannahag.“ – þea
Þingmaður vill að almannaréttur til að njóta náttúrunnar sé virtur
Á að fara að loka
öllum hellum
landsins og selja að þeim
aðgang?
Ögmundur Jónasson,
alþingismaður VG
ferðamenn Fjórar af söluhæstu
bókum Eymundsson síðustu viku eru
á ensku og hugsaðar fyrir ferðamenn.
Þessi þróun hefur verið ríkjandi í
sumar.
Söluhæstu bækurnar á ensku voru
Sjálfstætt fólk, ljósmyndabókin
Niceland, Sagas of the Icelanders, og
Iceland Small World. Á metsölulista
Eymundsson síðustu tvo mánuði
hefur nánast í hverri viku að minnsta
kosti ein og allt að fimm af tíu mest
seldu bókunum verið á ensku og sér-
staklega ætlaðar ferðamönnum.
Á bóksölulista Félags íslenskra
bókaútgefenda fyrir júní voru þrjár af
sextán mest seldu bókunum á ensku
og ætlaðar ferðamönnum. – sg
Erlendir túristar
bókhneigðir
sjávarútvegur Hvalaskoðunarsam-
tök Íslands skora á sjávarútvegsráð-
herra að loka Faxaflóa fyrir frekari
veiðum á hrefnu. Í tilkynningu frá
samtökunum kemur fram að þegar
hafi 34 hrefnur verið veiddar í og við
Faxaflóa á yfirstandandi vertíð. Það
sé fimm fleiri en í heild í fyrra.
Hvalaskoðunarsamtökin segja að
hrefnum í flóanum fækki jafnt og
þétt. „Fyrir liggur krafa Hvalaskoð-
unarsamtaka Íslands og Samtaka
ferðaþjónustunnar, studd af öllum
flokkum í borgarstjórn Reykjavíkur,
um að Faxaflóinn verði gerður að
griðasvæði hvala. Hvalaskoðun er
stærsta afþreyingargrein ferðaþjón-
ustunnar í Reykjavík og því er hér
mikið í húfi.“ – ih
Friði hval fyrir
veiði í Faxaflóa
Hvalaverndunarsamtökin vilja að hval-
veiðar verði bannaðar í Faxaflóa.
2 1 . j ú l í 2 0 1 6 f i m m t u D a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
2
1
-0
7
-2
0
1
6
0
4
:1
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
0
E
-2
C
0
4
1
A
0
E
-2
A
C
8
1
A
0
E
-2
9
8
C
1
A
0
E
-2
8
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
5
6
s
_
2
0
_
7
_
2
0
1
6
C
M
Y
K