Fréttablaðið - 21.07.2016, Side 36

Fréttablaðið - 21.07.2016, Side 36
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Arnór Jóhannsson er nýstúdent úr MR og var að koma frá Danmörku þar sem hann hafnaði í þriðja sæti í Norrænu efnafræðikeppninni sem fór fram þar í landi dagana 4. til 9. júlí. Arnór er einnig í Ólympíuliðinu í efnafræði sem heldur út til Georgíu þar sem Ólympíu- leikarnir í greininni fara fram 23. júlí og fram til 1. ágúst – mótið átti upphaflega að fara fram í Pakistan en það reyndist illmögulegt svo keppnin var færð yfir til Georgíu. Á leikunum mætast fjögurra manna lið frá um 60 löndum og er þetta í annað sinn sem Arnór er í íslenska liðinu sem keppir á mótinu. „Það er skipt í verklegan og bóklegan hluta. Það eru þrjár verklegar æfingar og tíu stórar spurningar í bóklega hlut- anum. Dæmi um hluti sem gætu verið í verklega hlutanum er til dæmis efna- greinin og efnasmíði. Þetta snýst mikið um æfingu og að hafa góð tök á efninu,“ útskýrir Arnór beðinn um að útskýra hvernig keppni í efnafræði fer fram og hvernig mögulegt sé að vera góður í faginu. „Við höfum tvo þjálfara og það eru leyfilegar tvær vikur í bóklegri og verk- legri þjálfun. Við fáum undirbúnings- dæmi sem þjálfararnir fara yfir með okkur – fræðin bak við þetta og síðan til- raunir sem við æfum,“ svarar Arnór því hvernig æfingar í faginu gangi fyrir sig. Hvert er síðan förinni heitið í frekara nám, þú hlýtur nú að fara í efnafræð- inginn eftir allan þennan árangur í fag- inu? „Nei, ég er reyndar að fara í stærð- fræði með tölvunarfræði sem kjörsvið. En efnafræðin er alltaf til vara,“ segir Arnór sem er greinilega með framtíðar- plönin á hreinu og efnafræðin fær að fara í smá dvala, í bili að minnsta kosti. Það verður spennandi að sjá hvort íslenska liðinu takist að hafna í verðlaunasæti þetta árið enda ekki amalegt að eiga Ólympíuverðlaunahafa í efnafræði. stefanthor@frettabladid.is Verðlaunahafi í efnafræði Arnór Jóhannsson er á leiðinni til Georgíu að keppa á Ólympíuleikunum í efnafræði en þetta er í annað sinn sem hann heldur á Ólympíuleikana í greininni. Hann er nýkominn heim af norrænu efnafræðikeppninni þar sem hann hlaut bronsverðlaunin. Arnór í landsliðsgallanum og til í slaginn. Þetta snýst mikið um æfingu og að hafa góð tök á efninu. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Ingibjörg Pétursdóttir Hraunvangi 3, Hafnarfirði, áður Hjarðartúni 1, Ólafsvík, lést föstudaginn 8. júlí á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við útför hennar. Einnig þökkum við hjartanlega starfsfólki Landspítalans fyrir góða umönnun og hjúkrun. Úlfljótur Jónsson Edda Úlfljótsdóttir Ólafur Óskar Stefánsson Logi Úlfljótsson Sigrún Friðgeirsdóttir Vala Úlfljótsdóttir Marinó Viborg Jón Pétur Úlfljótsson Paloma Ruiz Martinez barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra Karitas Ingibjörg Jónsdóttir Aðalstræti 20, Bolungarvík, áður húsfreyja á Miðdal, lést á Sjúkrahúsi Ísafjarðar 12. júlí síðastliðinn. Jarðsungið verður frá Hólskirkju, Bolungarvík, laugardaginn 23. júlí klukkan 14.00. Birgir Bjarnason, börn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur sonur okkar, bróðir, stjúpsonur og barnabarn, Valdimar Brynjar Atlason lést þann 13. júlí síðastliðinn. Hann verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 22. júlí klukkan 15.00. Atli Gautur Brynjarsson Rakel Rut Valdimarsdóttir Heiðar Páll Mýa Ýrr Kristjana Rut Birgitta Guðlaug Díana Sara Ísabel Jón Svan Sigurðsson Kristjana S. Hjálmarsdóttir, Valdimar H. Birgisson Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðbjörg Bergsveinsdóttir Grundargerði 4, Reykjavík, lést sunnudaginn 17. júlí á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 22. júlí kl. 13. Bergsveinn Halldórsson Eygló Aðalsteinsdóttir Þórhallur Halldórsson Margrét Guðmundsdóttir Rúnar Halldórsson barnabörn og barnabarnabörn. Elsku besti eiginmaður minn, sonur, pabbi okkar, tengdapabbi, afi og tengdasonur, Gísli Benediktsson viðskiptafræðingur, Tjarnarmýri 11, Seltjarnarnesi lést í faðmi ástvina á Landspítalanum síðastliðinn þriðjudag. Útförin verður í Hallgrímskirkju, föstudaginn 22. júlí klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á SPES barnahjálp reikn.nr. 342-26-2200, kt. 471100-2930. Eva María Gunnarsdóttir Benedikt Antonsson Davíð B. Gíslason Brynhildur Þorgeirsdóttir María Gísladóttir Einar Kristinn Hjaltested Eva Björk, Þorgeir Bjarki, Anna Lára, Benedikt Arnar Hrefna María, Hrafnhildur, Karólína Katrín Eva og Ari Gísli Margrét Magnúsdóttir Móðir okkar, Ásta Pétursdóttir húsfreyja á Björgum, lést 19. júlí. Hlöðver, Sólveig, Þorgeir og Kristjana. Elskuð eiginkona mín, móðir og amma, Kolfinna Bjarnadóttir, Hvassaleiti 56, lést á Landspítalanum mánudaginn 18. júlí. Útförin verður gerð frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 28. júlí, klukkan 15.00. Hinrik Bjarnason, Bjarni Hinriksson, Anna Hinriksdóttir, Breki og Hinrik Kolmar. Elskuleg móðir mín, amma okkar og langamma, Rósa Gunnarsdóttir lést föstudaginn 15. júlí. Útför hennar fer fram þriðjudaginn 26. júlí kl. 13.00 frá Fossvogskirkju. Þeir, sem vilja minnast hennar, látið líknarfélög njóta þess. Gígja Árnadóttir Gunnar Hjartarson, Rósa Hjartardóttir, Björg Hjartardóttir og langömmubörnin. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurlaug Pétursdóttir síðast til heimilis að Sóltúni 2, Reykjavík, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni þann 17. júlí, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 28. júlí kl. 13.00. Björgvin V. Björgvinsson Alma Björk Guttormsdóttir Pétur Reimarsson Hera Sigurðardóttir Gréta R. Snæfells barnabörn og barnabarnabörn. 2 1 . j ú l í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R24 T í M A M ó T ∙ F R É T T A B l A ð I ð tímamót 2 1 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :1 6 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 0 E -5 8 7 4 1 A 0 E -5 7 3 8 1 A 0 E -5 5 F C 1 A 0 E -5 4 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 2 0 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.