Fréttablaðið - 21.07.2016, Síða 2
Veður
Austan og norðaustan 3-10 m/s. Víða
dálítil rigning, en dregur úr úrkomu
suðaustan- og austanlands þegar
kemur fram á daginn. Hiti 10 til 20 stig,
hlýjast í innsveitum. Sjá Síðu 26
Stokkið út í
Kampakátir skátar skemmtu sér feikivel á Úlfljótsvatni í gær á landsmóti sem fer þar nú fram. Skátar á aldrinum tíu til 22 ára koma saman sem þátt-
takendur og er þema mótsins í ár „Leiðangurinn mikli“. Landsmót er haldið annað hvert ár. Mótið stendur fram á sunnudag. Fréttablaðið/Vilhelm
ViðSkipti Þrjár verslanir 10-11 hafa
hækkað verð á vörum sínum eftir
klukkan átta á kvöldin á virkum
dögum og um helgar. Rafrænar
verðmerkingar í hillum verslananna
breytast á hverjum tíma.
Verslanirnar sem um ræðir eru í
Austurstræti, á Laugavegi og á Bar-
ónsstíg. Verð var hækkað í tveimur
síðarnefndu um miðjan júní en í
Austurstræti áttu breytingarnar sér
stað í lok árs 2014.
Þetta staðfestir Árni Pétur Jóns-
son, forstjóri 10-11, en hann segir
aukið álag og hækkun rekstrar-
kostnaðar verslana í miðbænum
vera ástæðu hækkunarinnar.
Umrædd hækkun er að meðaltali
átta prósent og var byrjað með að
hækka aðeins verð á gosi, sælgæti og
tóbaki. Í dag er álagið sett á töluvert
fleiri vörur, meðal annars mjólkur-
vörur, heilsuvörur, niðursuðuvörur,
bökunarvörur, barnamat, morgun-
mat, kaffi, pasta, orkudrykki og
ávaxtasafa.
Árni segir að það séu ekki áform
um að taka kerfið upp í fleiri versl-
unum eða setja álag á fleiri vöru-
flokka.
Teitur Atlason, varaformaður
Neytendasamtakanna, segir breyt-
ingarnar glataðar.
„Í fyrsta lagi finnst mér kurteisi
að tilkynna svona breytingar. Það
er hins vegar frjáls álagning í land-
inu og þeir neitendur sem kjósa að
versla við okurbúllur versla bara
við þær,“ segir Teitur og bætir við
að Íslendingar ráði hvar þeir versli.
Búðirnar sem um er að ræða eru
allar í miðbæ Reykjavíkur og versla
ferðamenn því eðlilega mikið við
þær.
„Svona háttalag mun eyðileggja
orðspor Íslands sem ferðamanna-
lands og mun þetta bíta okkur í
bakið. Við eigum að vera góðir og
sanngjarnir gestgjafar. Það er sorg-
legt að 10-11 sé einhvern veginn að
taka af okkur orðsporið og koma
óorði á íslenska verslun og það
góða starf sem unnið hefur verið,“
segir Teitur, sem kveður verslunar-
eigendur eiga að standa saman í
að koma góðu orðspori á verslun í
landinu. nadine@frettabladid.is
Hækkuðu verð í 10-11
á kvöldin og um helgar
Vöruverð í þremur verslunum 10-11 í miðbæ Reykjavíkur er hærra um kvöld og
helgar en annars. Aukaálagningin er sögð vera að meðaltali átta prósent. Vara-
formaður Neytendasamtakanna segir 10-11 koma óorði á íslenska verslun.
Verslanir 10-11 sem hafa hækkað verð á kvöldin og um helgar eru í austurstræti, á
laugavegi og á barónsstíg. Fréttablaðið/PJetUr
Samfélag Koma þarf á markvissri for-
varnarfræðslu á öllum skólastigum til
að koma í veg fyrir kynferðisafbrot,
segir í ákalli til yfirvalda frá forsvars-
mönnum Druslugöngunnar sem
gengin verður í sjötta sinn í Reykjavík
og í Vestmannaeyjum á laugardag.
„Ef uppræta á kynferðisofbeldi
verður að horfa á rót vandans og sjá
til þess að enginn einstaklingur alist
upp í íslensku samfélagi án þess að
skilja hvað kynferðisofbeldi er og
hvenær hann sjálfur er að beita því,“
segir í ákallinu. – ih
Druslurnar vilja
efla fornvarnir
Druslugangan. Fréttablaðið/eyþór
Við eigum að vera
góðir og sanngjarnir
gestgjafar.
Teitur Atlason
varaformaður
Neytendasam-
takanna
Sádi-arabía Eitt helsta klerkaráð
Sádi-Arabíu endurvakti í gær fimm-
tán ára gamla trúarreglu sem bann-
ar allt sem tengist Pokémon. Er það
gert sökum gríðarlegra vinsælda
farsímaleiksins Pokémon Go þar
sem helsta markmiðið er að leita
að Pokémonum á götum úti.
Þrátt fyrir að leikurinn hafi enn
ekki verið gefinn út í Sádi-Arabíu
hafa fjölmargir landsmenn sótt sér
hann eftir krókaleiðum.
Reglan var upphaflega sett vegna
þess að Pokémon-safnkortaspilið
þótti minna um of á fjárhættuspil.
Þá var það einnig talið notast við
tákn frímúrara. Spilið var sagt gera
hugmyndum Charles Darwin um
þróunarkenninguna hátt undir
höfði en Pokémonar eru furðu-
verur sem þróast eftir því sem þær
styrkjast.
Þrír Sádi-Arabar voru handteknir
á götum úti í gær fyrir að spila leik-
inn. – þea
Klerkar gegn
Pokémonum
heilbrigðiSmál Ein af hverjum
tíu barnshafandi konum drekkur
áfengi á meðgöngutímanum.
Þetta sýnir ný sænsk rannsókn
sem greint er frá í norska blaðinu
Aftenposten. Fram kemur að frjáls-
legasta viðhorfið í þessum efnum
sé meðal vel menntaðra kvenna
undir þrítugu. Haft er eftir sænsk-
um prófessor að tilmæli yfirvalda
um algjört vínbindindi hafi valdið
óþarfa áhyggjum.
„Margar konur í Svíþjóð eru
dauðhræddar vegna þess að þær
hafa drukkið í upphafi meðgöng-
unnar. Það tel ég vera alvarlega
aukaverkun af þessum ráðlegg-
ingum,“ segir Agnes Wold, prófess-
or og yfirlæknir.
Wold telur það mistök hjá yfir-
völdum að upplýsa ekki um að þau
hafi ekki grundvöll til að halda því
fram að fóstur bíði skaða ef móð-
irin drekki eitt eða tvö vínglös á
viku. – gar
Eitt glas á viku í
lagi fyrir fóstur
2 1 . j ú l í 2 0 1 6 f i m m t u d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
2
1
-0
7
-2
0
1
6
0
4
:1
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
0
E
-1
8
4
4
1
A
0
E
-1
7
0
8
1
A
0
E
-1
5
C
C
1
A
0
E
-1
4
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
5
6
s
_
2
0
_
7
_
2
0
1
6
C
M
Y
K