Fréttablaðið - 21.07.2016, Síða 46

Fréttablaðið - 21.07.2016, Síða 46
Hvað? Hvenær? Hvar? Fimmtudagur hvar@frettabladid.is 21. júlí 2016 Tónlist Hvað? Gavin James Hvenær? 21.00 Hvar? Café Rosenberg Írska söngvaskáldið Gavin James hefur verið að selja sína fyrstu plötu í bílförmum á Írlandi og er núna mættur hingað á eldgömlu Ísafold að spila fyrir okkur frænd- fólk sitt. Miðaverð á tónleikana er 3.900 krónur og er hægt að næla sér í miða á tix.is. Hvað? Arctic Concerts Hvenær? 20.30 Hvar? Norræna húsið Tónleikaröðin Arctic Concerts í Norræna húsinu er og verður í gangi í allt sumar. Nú er röðin komin að Sunnu Gunnlaugsdóttur djasspíanista sem mun spila frum- samið efni auk íslenskra laga ásamt Gunnari Hrafnsyni bassaleikara og Scott McLemore sem ber á tromm- ur. Aðgangseyrir er 2.500 krónur. Hvað? Víkingar Hvenær? 20.00 Hvar? Aðventkirkjan, Reykjavík Olga Vocal Ensemble mætir til landsins eins og síðastliðin fjögur ár. Í þetta sinn verður víkinga- þema hjá þessum raddfögru drengjum og vafalaust mikið fjör í Aðventkirkjunni í kvöld. Miðaverð er 1.500 – 2.500 krónur. Hvað? Jón Bjarnason – Alþjóðlegt orgelsumar Hvenær? 12.00 Hvar? Hallgrímskirkja Jón Bjarnason organisti er gríðar- lega stórtækur í starfi sínu en hann spilar á orgel í einum tíu kirkjum í uppsveitum Árnessýslu, geri aðrir betur. Hann ætlar meðal annars að leika verk eftir Messiaen og Bach en einnig eigin útsetningar á íslenskum sálmum. Hvað? DJ Intro Hvenær? 21.00 Hvar? Prikið DJ Intro Beats hefur verið fasta- gestur á Prikinu síðan fyrir alda- mót, svei mér þá. Hann er öllum krókum og kimum kunnugur þarna inni og veit nákvæmlega hverslags tónlist á að spila til þess að fólkið sem þangað mætir skemmti sér almennilega. Það er aldrei að vita hvað Addi ákveður að spila – hann er jafnvígur á house og hiphop og hefur einnig verið þekktur fyrir að vaða inn á alls konar framandi tónlistarslóðir. Hvað? Vök og EinarIndra Hvenær? 20.00 Hvar? Húrra Vök hefur verið að gera það gott upp á síðkastið og ferðaðist meðal annars um Evrópu fyrir ekki svo löngu þar sem þau spiluðu í níu löndum á stuttum tíma. Með þeim kemur fram EinarIndra og spilar ljúfa elektróníska tóna. Aðgangs- eyrir er 2.000 krónur. Hvað? Kvöldstund í tali og tónum með Hjörleifi Valssyni og Jónasi Þóri Hvenær? 20.00 Hvar? Iðnó Það verður alveg hrikalega kósý í Iðnó í kvöld þegar Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Jónas Þórir píanóleikari spila allt milli himins og jarðar. Það kostar 3.500 krónur inn og auðvitað verður hægt að kaupa sér vínglas eða eitthvað til að maula. Hvað? Barokkbandið Brák og Blóðheitu Ítalirnir Hvenær? 20.00 Hvar? Skálholtskirkja Ítalskir stuðtónleikar í boði Brákar þar sem Vivaldi, Caldara, Locatelli og fleiri verða í algjöru aðalhlut- verki. Hvað? Saumur – útgáfuhóf Hvenær? 20.00 Hvar? Mengi Saumur er útgáfa frá þeim Arve Henriksen, Hilmari Jenssyni og Skúla Sverrissyni. Þessu verki hefur verið líkt við mjúkt teppi, það er ekki leiðinlegt. Þarna verður ýmislegt í boði svo sem sýning á myndum sem Sara Riel gerði fyrir útgáfuna, vídeóverk eftir hinn belgíska Nicolas Kunysz og lifandi tónlist. Aðgangur er ókeypis. Hvað? Tónleikar/sögustund Sinead Kennedy Hvenær? 20.00 Hvar? Alþýðuhúsið á Siglufirði Fiðluhetjan Sinead Kennedy hefur dvalið hér á landi í sumar og ætlar að spila nokkur írsk lög og spjalla við áhorfendur og segja sögur. Hvað? Magnús Leifur og Andri Ás- grímsson Hvenær? 20.30 Hvar? Loft Magnús Leifur spilar með bandi en hann er um þessar mundir að leggja lokahönd á sólóplötu. Andri Ásgrímsson verður með kassagít- arinn að spila einn. Ókeypis inn. Hvað? Dægurlagadraumar Hvenær? 2 0.00 Hvar? Havarí, Karlsstöðum í Berufirði Íslensk dægurlög verða í hávegum höfð á þessari skemmtun í Beru- firði. Aðgangseyrir er 2.500 krónur. Sýningar Hvað? Kvikmyndadagskrá: Nýtt líf í teiknimyndum Hvenær? 20.00 Hvar? Hafnarhúsið Kvikmyndasýning á nokkrum teiknimyndum sem eiga vissa samleið í umfjöllunarefni. Þetta eru fimm stuttar myndir sem eru sýndar í röð og gildir miði inn á safnið á sýninguna. Hvað? Elemental Hvenær? 18.00 Hvar? Listastofan, Hringbraut 119 Aishling Muller opnar sýningu sína í Listastofunni í kvöld. Þarna verða ljósmyndir, vídeóverk og fleira í boði og þemað hjá henni er náttúran. Bæjarhátíðir Hvað? Eldur í Húnaþingi Hvenær? 10.00 Hvar? Hvammstangi Í dag heldur veislan áfram á Hvammstanga. Það sem er í boði þennan daginn er meðal annars brasilískt jiu-jitsu, bátaferðir, brúðuleikhús, jóga, borðtennis, sundlaugarpartí og tónleikar. Hvað? Reykhóladagar Hvenær? 13.00 Hvar? Reykhólar Bátabíó og bátasprell er meðal þess sem er í boði á þessum báta- degi á Reykhóladögum – en þeir verða í gangi fram eftir helgi. Dagurinn endar svo með meistara Bjartmari Guðlaugs sem mun trúbba í Bjarkalundi og það kostar lítinn 1.500 kall þangað inn. Hvað? Franskir dagar Hvenær? 17.15 Hvar? Fáskrúðsfjörður Það er bókstaflega allt að gerast á Fáskrúðsfirði í dag og kvöld. Hjól- reiðakeppnin Tour de Fáskrúðs- fjörður verður í gangi, leikhópur- inn Lotta mun sjá um sprellið og síðan verður þetta allt toppað með vínilplötukvöldi í Templaranum. Hvað? Mærudagar Hvenær? 19.00 Hvar? Húsavík Mærudagar á Húsavík hefjast í dag sem er mikið gleðiefni. Í boði þennan fyrsta dag er fótboltaleik- ur, hagyrðingakvöld, ljósmynda- sýning og svo miklu fleira. Tónleikaröðin Arctic Concerts er í fullum gangi í Norræna húsinu. Vök spilar á Húrra ásamt EinarIndra í kvöld. Þetta mega þeir sem hafa áhuga á íslenskri tónlist ekki láta fram hjá sér fara. ANDRÉ RIEU Í beinni Sýningartímar á eMiði.is, miði.is og smarabio.is 23. júlí í Háskólabíói - EMPIRE FORELDRABÍÓ Á FÖSTUDAGINN KL. 12 Í SMÁRABÍÓI GHOSTBUSTERS 5, 8, 10:30 THE INFILTRATOR 5, 8, 10:35 ÍSÖLD ÍSL.TAL 3:50, 5:50 CENTRAL INTELLIGENCE 8 MIKE AND DAVE 10:25 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar 2 1 . j ú l í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R34 M e n n I n G ∙ F R É T T A B l A ð I ð 2 1 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :1 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 0 E -3 F C 4 1 A 0 E -3 E 8 8 1 A 0 E -3 D 4 C 1 A 0 E -3 C 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 2 0 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.