Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.07.2016, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 21.07.2016, Qupperneq 52
Út með þessar axlir! Hverjir eru í kef LAVÍK og hver er saga ykkar? „Við erum tveir Horn- firðingar sem höfum verið að dytta að kef LAVÍK frá árinu 2013. Við höfum samt gert tónlist með hléum síðan við vorum um 11 ára. Við erum núna tvítugir. Ég held að tónlistina sem við gerðum fyrir kef LAVÍK sé hvergi að finna, nema bara í smá skömmtum einhvers staðar í dýpstu og ógeðslegustu kimum inter netsins. Við byrjuðum verkefnið kef LAVÍK haustið 2013. Þá gerðum við þrjú lög ef ég man rétt. Þau hétu Á bak við bringuna mína, Haus á spjóti og síðan Í sjálfum mér, sem er hingað til vinsælasta lagið okkar. Þá fóru ýmsar hugmyndir á flug, við gerðum hin og þessu lög en gáfum ekkert út fyrr en árið 2015 þegar við höfðum fullþróað hugmynd um þriggja hluta konsept-verk.“ Geturðu lýst þessu verki ykkar? „Við gefum sem sé Kuldinn er fínn út vorið 2015, sjö laga smáskífu sem vakti ágætis lukku. Við gáfum út aðra sjö laga smáskífu, Lifum alltaf, um áramótin 2015-2016. Dagsetn- ingin 31. desember hefur ákveðið listrænt gildi fyrir verkið og við vorum voðalega ánægðir með þetta allt saman. Lifum alltaf vakti sömu- leiðis ágætis viðbrögð. Viðbrögðin eru þó voðalega hófleg, sem ég tel ósköp eðlilegt miðað við hve „avant- garde“ við virðumst í augum sumra. Núna vorið 2016 gáfum við svo út Vesæl í kuldanum. Skammstafanir smáskífnanna mynda staðarheitið Keflavík í heild sinni og smáskíf- urnar hefjast á kuldanum og enda í kuldanum. Það er vegna þess að allar smáskífurnar eru að segja sögu sem hefst í Keflavík og endar í Kefla- vík. Þetta er heildstætt verk.“ Hvernig myndir þú flokka tónlista ykkar? Hverjir og hvað eru helstu áhrifavaldarnir í tónlistar- og texta- gerð? „Ég kallaði kef LAVÍK einhvern tímann póstmódern rafpopp, sem ég held að sé nákvæmasta lýsing á tónlistinni sem fæst. Við reynd- um að hafa smáskífurnar þrjár skemmtilegar og grípandi þrátt fyrir að hafa aðeins dimmari og tilfinn- ingaþrungnari undirtóna: Hæðni, reiði, smæð og svakalegt þunglyndi svo eitthvað sé nefnt. Við viljum í rauninni líta á verkið sem einhvers konar kortlagningu tilfinninga og atburða yfir nokkur ár í gegn um lýsingar og samtöl. Þannig þjóna fyrstu tvær smá- skífurnar sem eins konar lýsing á umhverfinu, kynning, skrautið á sviðinu á meðan sú þriðja lýsir sér frekar eins og samtölin sem síðan eiga sér stað á sviðinu. Við viljum skipta upp helstu áhrifavöldum eftir því sviði tón- listarinnar sem þeir hafa áhrif á. Hvað varðar lögin sjálf sækjum við innblástur í nýrri bylgjur af rafpoppi og r&b tónlist; mínímalískt, þungt en jafnframt þægilegt, t.d. James Blake, dvsn og Nao. Hvað varðar textagerð sækjum við síðan í tónlistarmenn eins og Joanna Newsom og síðan skáld eins og William Faulkner og Þór- berg Þórðarson: Skáld sem leyfa umhverfinu og stílnum að umbreyt- ast í tjáningu og öfugt.“ Þið viljið ekki koma fram undir nafni, hvers vegna er það? Í upp- hafi kef LAVÍK var ekkert ákveðið varðandi nafnleynd eða önnur atriði varðandi framkomu hljóm- sveitarinnar. Eftir því sem leið á verkefnið höfum við ekki fundið fyrir vilja til að kvitta undir þetta. Ég vil að kef LAVÍK geti sagt og búið til persónuleg, ógeðsleg, ljót og fal- leg listaverk án þess að þurfa endi- lega að hafa nafn eða eitthvert dýr í búrinu sem hlustendur geta horft á, bent á og sagt „þessum líður svona“. Ég held að það vilji oft vera þann- ig að listamenn hérlendis geti ekki farið í dýpstu og ógeðslegustu til- finningarnar sínar án þess að verða fyrir einhvers konar áreiti, allt vegna smæðar landsins. Það er nefnilega þannig að ég held að allir séu fullir af óöryggi, mann- vonsku, barnalegri frekju, sjálfhverfu og tilfinningum sem við tölum ekki um vegna þess að það gæti valdið veseni. Ég ímynda mér að í gegnum huga flestra hafi flogið sjálfsmorðs- hugsanir, tilhneigð til ofbeldis, eigin- girni og alls konar ógeð sem við að sjálfsögðu gröfum niður og skömm- umst okkar fyrir í stað þess að tala um eða takast á við. Það eru eðlileg viðbrögð þegar samfélagið afmann- eskjuvæðir þá sem viðurkenna slíkar tilfinningar og hleypa þeim út, til dæmis með list. Mitt mat er að þegar við viður- kennum alheimssársaukann, smæð- ina, reiðina og eigingirnina sem við finnum stundum minnki líkurnar umtalsvert á að slíkar tilfinningar brjótist út með ofbeldi.“ Hvað er síðan fram undan hjá ykkur? „Við erum núna að semja smáskífuna Lög um að ríða og/eða nota fíkniefni þar sem við viljum fanga einmitt þær tilfinningar og leyfa fólki að tengja við þær. Við viljum hafa þetta jafn viðurstyggi- legt, ömurlegt og gullfallegt og mannsheilinn sjálfur er.“ Nafnlaus rannsókn á öllum kimum mannsheilans kef LAVÍK er spennandi og dularfull hljómsveit skipuð tveimur Hornfirðingum sem vilja ekki koma fram undir nafni. Þeir segjast vilja rannsaka það ljóta í mannskepnunni í tón- list sinni og gáfu nýlega út Vesæl í kuldanum, síðasta púslið í þriggja hluta konsept-verki. „Það eru reglur og aðalreglurnar eru þær að þú verður að dansa og mátt ekki tala um vinnuna þína,“ segir Ásrún Magnúsdóttir um dansvið- burðinn Lunch Beat sem rís úr dvala í dag. Í slagtogi með Ásrúnu er plötusnúðurinn Símon fknhndsm sem sér um að þeyta skífum. Fyrir þá sem þekkja ekki fyrir- bærið þá er um að ræða eins konar hádegisviðburð sem á rætur sínar að rekja til ársins 2010 í Svíþjóð en Lunch Beat snýst einfaldlega um það að fólk komi saman í hádeginu og dansi. Líkt og áður kom fram eru reglurnar einfaldar og segir Ásrún tilganginn meðal annars vera að gleyma stund, stað og daglegu amstri. „Nei, bara helst ekki,“ segir Ásrún og hlær þegar hún er spurð að því hvort áhugasamir þurfi að kunna eitthvað fyrir sér í danslistum til þess að vera gjaldgengir á viðburð- inn. Hún segir alla eiga að geta mætt og skemmt sér í dag en viðburður- inn stendur yfir í klukkutíma og hefst klukkan 12.00. Herlegheitin fara fram á svölum Petersen-svítunnar í Gamla bíói. Aðgangur er ókeypis eru allir vel- komnir. - gló Bannað að tala um vinnunna og allir verða að dansa Þeir í kef LAVÍK vilja ekki tengja eigin persónu við efnistök tónlistar sinnar og koma því fram nafnlausir. Mynd/Björn rúnArsson símon og Ásrún vilja sjá alla dansa á svölum Petersen-svítunnar í dag. FréttABLAðið/ViLheLM Stefán þór Hjartarson stefanthor@frettabladid.is Mitt MAt er Að þegAr Við Viður- KeNNuM ALheiMssársAuK- ANN, sMæðiNA, reiðiNA og eigiNgirNiNA seM Við fiNNuM stuNduM MiNNKi LÍKurNAr uMtALsVert á Að sLÍKAr tiLfiNNiNgAr Brjótist Út Með ofBeLdi. 2 1 . j ú l í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R40 l í F I ð ∙ F R É T T A B l A ð I ð Lífið 2 1 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :1 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 0 E -3 A D 4 1 A 0 E -3 9 9 8 1 A 0 E -3 8 5 C 1 A 0 E -3 7 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 2 0 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.