Fréttablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 29
SwimMiami-tískuvikan var hald-
in í Flórída í síðustu viku en þar
kynntu fremstu sundfatahönnuð-
ir heims brakandi ferskan sund-
fatnað á konur og karla. Mikið
var um útskorna sundboli, rendur,
blúndur og bönd hingað og þangað.
Svo virðist sem minna sé lagt upp
úr því að konur fái jafnt sund-
fata far en áður og ljóst að sumar
eiga eftir að koma skemmtilega
munstraðir heim af ströndinni.
Sundfötin voru hins vegar mörg
prýdd fallegum smáatriðum og
útsaumi og eru mörg hver mikið
fyrir augað eins og sjá má. Tím-
inn verður svo að leiða í ljós hvort
þau berist hingað heim á sundlaug-
arbakkana.
Ekkert að stressa
sig á sundbolafari
Antonio Banderas tekur að sér hlutverk tískurisans Gianni Versace í
nýrri kvimynd um ævi hins síðarnefnda.
Banderas leikur Versace
Hjartaknúsarinn Antonio Banderas
hefur tekið að sér hlutverk Gianni Ver-
sace í kvikmynd um ævi tískuhönnuðar-
ins ástsæla sem fæddist árið 1946 á Ít-
alíu og var myrtur 15. júlí 1997 á tröpp-
unum heima hjá sér í Miami. Versace var
einn merkasti og áhrifamesti tískuhönn-
uður tuttugustu aldarinnar og tísku-
hús hans Versace, sem nú er stjórnað af
systur hans Donatellu, er enn þá meðal
risa tískuheimsins. Banderas er mjög
spenntur fyrir hlutverkinu sem hann
segir sameina helstu ástríður sínar í líf-
inu; leiklist og fatahönnun, en á síðasta
ári skráði hann sig einmitt í virtan fata-
hönnunarháskóla til að læra að hanna
karlmannaföt. Billie August leikstýrir
myndinni sem verður frumsýnd á næsta
ári þegar tuttugu ár verða liðin frá and-
láti Versace. Fjölskylda Versace sendi
frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem
kemur fram að hún muni ekki taka neinn
þátt í gerð myndarinnar sem bæri að
líta á sem „skáldverk og ekkert annað“.
Mikið af upplýsingum er þó til um líf
tískurisans og hægt að ganga út frá því
að mynd um ævi hans verði seint lág-
stemmd eða leiðinleg.
Hin nýtrúlofaða Pippa Middleton,
32 ára, mætti á mánudag í hina ár-
legu garðveislu hjá Frost-fjölskyld-
unni í London. Veislan er fjáröfl-
un í samvinnu við bresku hjarta-
verndarsamtökin. Pippa var í
glæsilegum sumarkjól úr silki frá
breska tískumerkinu L.K. Bennet.
Bæði Pippa og systir hennar, Kate
hertogaynja, eru leiðandi í tísku-
heiminum. Þær styrkja því breska
tískuhönnuði með því að klæðast
vörum frá þeim.
Pippa kom í veisluna með Eug-
enie prinsessu og virtist fara vel
á með þeim. Það var um síðustu
helgi sem James Matthews, 40
ára, fór á hnén til að biðja henn-
ar í rómantískri ferð um England.
Pippa í silki
F ó l k ∙ k y n n i n g a r b l a ð ∙ X X X X X X X X 7F i M M T U D a g U r 2 1 . j ú l í 2 0 1 6 F ó l k ∙ k y n i n g a r b l a ð ∙ T í s k a
2
1
-0
7
-2
0
1
6
0
4
:1
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
0
E
-3
0
F
4
1
A
0
E
-2
F
B
8
1
A
0
E
-2
E
7
C
1
A
0
E
-2
D
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
5
6
s
_
2
0
_
7
_
2
0
1
6
C
M
Y
K