Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.07.2016, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 21.07.2016, Qupperneq 10
 Fetúlla Gülen Hreyfing Fetúlla Gülen hefur starfrækt skóla, dagblöð, sjónvarps- stöðvar og banka í Tyrklandi, en er samt flokkuð þar undir hryðju- verkasamtök. Recep Tayyip Erdogan sakar Gülen um að hafa staðið á bak við misheppnaða valdaránstilraun, sem hluti hersins gerði 15. júlí. Yfir 50 þúsund hermenn, lögreglumenn, dómarar, kennarar, blaða- menn og embættismenn hafa verið handteknir eða reknir úr starfi. 1941 Muhammed Fetúlla Gülen fæddur í Erzurum í austanverðu Tyrklandi. 1959-80 Predikar í vesturhluta Tyrklands og ferðast víða, meðal annars til Þýskalands að halda ræður fyrir tyrkneska verkamenn þar. 1970-80 Milljónir nemenda taka próf í skólum Gülen-hreyfingarinnar til að fá störf í lög- reglunni eða dóms- kerfinu í Tyrklandi. 1980 Herforingjabylting gerð í Tyrklandi. Gülen bannað að predika en upptökur af predikunum hans seljast grimmt. 2003-2012 Gülen er lykilmaður fyrir stjórn Erdogans í þrjú kjör- tímabil og fyrir forsetakjör hans árið 2014. 2014 Í desember eru meira en 30 blaða- menn handteknir, þar á meðal Ekrem Dumanli, aðalrit- stjóri dagblaðsins Zaman, sem er út- breiddasta dagblað Tyrklands, gefið út af Gülen-hreyfingunni. 1999 Gülen flytur til Bandaríkjanna. Dæmdur í Tyrklandi árið 2000 fyrir um- mæli, sem túlkuð eru sem stuðningur við íslamskt stjórnarfyrirkomulag í Tyrklandi. Sýknaður árið 2008 af stjórn Erdogans, sem þá var forsætisráðherra. 2012 Samskipti þeirra versna eftir að Erdogan skipar leyniþjónustu lands- ins að fylgjast með Gülen-hreyfingunni. Saksóknaraembætti bregst við með því að reyna að handtaka yfirmann leyniþjónustu Erdogans. 2001 Erdogan stofnar Réttlætis- og þróunarflokkinn (AKP), og flokkurinn styður dyggilega Gülen. Erdogan stendur vörð um Gülen-hreyfinguna, sem í staðinn tryggir AKP atkvæði félagsmanna sinna. 2013 Upp úr bandalagi þeirra slitnar vegna grimmilegrar herferðar Erdogans gegn mótmælendum. Synir Erdogans og ráðherrar drag- ast inn í spillingarrannsókn. AKP bregst við með hreinsun- um í lögregluliðinu. Erdogan kennir Gülen og hreyfingu hans um rannsóknina. 2016 Í mars taka stjórnvöld yfir rekstur dagblaðs- ins Zaman. Kennarar 21.000 Embættism. í menntamálaráðun. 15.000 Lögreglumenn 8.000 Embættism. í innanríkisráðun. 9.000 Hermenn 6.000 Herforingjar 103 Dómarar 2.745 Embættism. í fjármálaráðun. 1.500 Háskólarektorar 1.577 Yfirstjórn trúmála 492 Orkumálaráðuneytið 300 Skrifstofa forsætisráðun. 257 Leyniþjónustumenn 100 Eftir byltingartilraunina í júlí krefst Erdogan framsals Gülens frá Bandaríkjunum. Hreinsanir hefjast og beinast einkum að Gülen-hreyfingunni. Tveir spennandi kostir CLA og CLA Shooting Break Mercedes-Benz CLA er góður kostur fyrir fólk á ferð og flugi. Einstaklega öflugur, sportlegur og skemmtilegur í akstri en jafnframt eyðslugrannur og umhverfismildur. Hann fæst í ótal útfærslum, t.d. framhjóladrifinn eða með 4MATIC fjórhjóladrifinu, einnig með aukabúnaði við hæfi hvers og eins. Fyrir þá sem þurfa meira rými er Shooting Brake hlaðbaksútfærslan kjörin. ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook CLA 180 með 7 þrepa sjálfskiptingu Verð frá 5.500.000 kr. Eyðir frá 4,0 l/100 km í blönduðum akstri CLA 180 Shooting Brake með 7 þrepa sjálfskiptingu Verð frá 5.600.000 kr. Eyðir frá 4,2 l/100 km í blönduðum akstri ✿ Reknir eða handteknir TyRkland Níutíu og níu herforingjar voru í gær ákærðir fyrir aðild að hinni misheppnuðu valdaránstilraun um helgina. Þá hefur öllum vísinda- og fræðimönnum verið bannað að yfir- gefa landið. Alls hafa nú meira en 50 þúsund manns verið handteknir eða reknir úr starfi í þessum hreinsunum, sem nú þegar eru komnar í flokk með þeim víðtækustu í sögunni. Þær beinast fyrst og fremst gegn liðsmönnum Gülen-hreyfingarinn- ar, sem er ein stærsta trúarhreyfing Tyrklands með milljónir liðsmanna og víðtæka starfsemi við rekstur á skólum, sjúkrahúsum, fjölmiðlum og fleiri lykilstofnunum landsins. Leiðtogi hennar, Fetúlla Gülen, býr í Bandaríkjunum og þverneitar að hafa haft nokkuð með byltingar- tilraunina að gera. Þeir Erdogan voru nánir bandamenn allt þangað til fyrir nokkrum árum, þegar emb- ættismenn hófu rannsókn á flokki Erdogans og spillingarmálum sem tengdust honum. Andrew Gardner, sérfræðingur mannréttindasamtakanna Amnesty International í málefnum Tyrklands, segir hreinsanirnar í Tyrklandi vera svo víðtækar að þess finnist varla dæmi annars staðar: „Þótt það sé skiljanlegt og rétt að stjórnin vilji rannsaka og refsa þeim sem bera ábyrgð á hinni blóðugu valdaránstilraun, þá verða þau að hlíta reglum réttarríkisins og virða tjáningarfrelsið,“ segir hann. „Tyrk- neska þjóðin er enn að jafna sig á hinum skelfilegu atburðum helgar- innar og þá er mjög brýnt að fjöl- miðlafrelsi og óheft dreifing upplýs- inga sé varin, frekar en kæfð.“ Í gær hóf Wikileaks birtingu þús- unda tölvupósta frá AKP, stjórnmála- flokki Erdogans forseta. Viðbrögð stjórnvalda í Tyrklandi voru þau að loka strax fyrir aðgang að öllum Facebook-síðum. Alls birti Wikileaks í gær nær 300 þúsund tölvupósta, sem flokkurinn sendi frá 2010 þar til í byrjun júlí 2016. Wikileaks segir framhald verða á birtingunni, þetta sé aðeins hluti póstanna. gudsteinn@frettabladid.is Lið Erdogans fer hamförum Um fimmtíu þúsund manns hafa verið handteknir eða reknir úr starfi í Tyrklandi. Fræðimönnum er bannað að yfirgefa landið. Lokað fyrir Facebook eftir að Wikileaks birti tölvupósta frá flokki Erdogans. Wikileaks boðar að framhald verði á birtingu tölvupósta frá flokki Erdog- ans, forseta Tyrklands. 2 1 . j ú l í 2 0 1 6 F I M M T U d a G U R10 F R é T T I R ∙ F R é T T a B l a ð I ð 2 1 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :1 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 0 E -4 E 9 4 1 A 0 E -4 D 5 8 1 A 0 E -4 C 1 C 1 A 0 E -4 A E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 2 0 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.