Fréttablaðið - 21.07.2016, Síða 24
Rapparinn $igmund er ættaður úr
póstnúmeri 101, hjarta Reykavík
ur að eigin sögn. Í byrjun sumars
kom úr fyrsta plata hans, Glópa
gull, sem hann vann með teym
inu sínu en þeir félagarnir hafa
samið tónlist saman undanfarið ár.
Hann lýsir fatastíl sínum sem full
komnum milliveg á milli „street
wear“ og „menswear“ og segist
hafa áhuga á vönduðum vörum og
flíkum sem eru framleiddar í tak
mörkuðu upplagi.
Hvenær fékkstu áHuga á
tísku? Ég hef haft áhuga á tísku
í langan tíma en sá áhugi hefur
stigmagnast á síðustu árum.
Sjálfur hef ég góðan smekk fyrir
merkjavöru og geng um í ein
hverju fersku á hverjum degi.
Næsta haust hef ég nám við LHÍ
þar sem ég mun læra fatahönnun.
Hvernig blandast
tónlistar- og tísku-
Heimurinn? Tónlist og
tíska blandast mikið
saman. Allir tónlistar
menn og listamenn sem
ég fylgist með eru
með góðan stíl. Ég
fylgist að sjálf
sögðu með hverju
þeir klæðast og
út frá því kynnist
maður nýjum
straumum.
Hvernig
fylgist þú með
tískunni? Það
er auðvelt að
fylgjast með tísku
með öllum þessum
samfélagsmiðlum.
Instagram er góður
miðill til að vera með
á nótunum en annars
eru blöð eins og Vouge
eða Fantastic Man í
uppáhaldi.
áttu þér uppá-
Haldsverslanir?
Heima eru það Húrra
Reykjavík og JÖR.
Annars versla ég
mest á netinu eða
erlendis því það er ekki hægt að
nálgast megnið af merkjunum
sem ég fíla hér á landi. Uppá
haldsbúðirnar erlendis eru
Acne Studios, A Bathing Ape
og Supreme.
Hverjir eru uppá-
HaldsHönnuðirnir?
Heima er það Guð
mundur Jörundsson og
teymið á bak við JÖR.
Erlendis myndi ég
segja að Virgil Abloh,
sem er á bak við fata
merkið Off White,
stæði upp úr í ár.
Einnig mætti nefna
Jerry Lorenzo hjá
Fear of God.
áttu þér uppáHalds-
flík? Það er jakki frá
Bathing Ape sem ég
keypti í New York. Ég
myndi segja að hann lýsi mér vel.
bestu og verstu fatakaup?
Fyrrnefndur Bathing Apejakki
var gerður í mjög takmörkuðu
upplagi þannig að ég var heppinn
að ná eintaki. Ég get ekki nefnt
neitt sem mín verstu kaup, ég geri
bara góða díla.
notar þú fylgiHluti? Fylgi
hlutir skipta miklu máli og geta
haft mikil áhrif á heildarútkom
una. Ég nota eyrnalokka, hringa,
keðjur, úr og sólgleraugu. Ég fer
ekki út úr húsi án þess að vera
með gullhringana mína. Sólgler
augu eru einnig í miklu uppáhaldi
hjá mér en ég á ein góð frá Ver
sace og önnur frá Acne sem eru
að koma fersk inn í sumar.
Hvað er að gerast í tónlist-
inni? Við gáfum nýlega út fyrstu
plötuna okkar og síðan þá höfum
við verið að spila á tónleikum hér
og þar, t.d. Secret Solstice. Í lok
júlí fer ég í þriggja vikna ferð um
Japan og kem heim rétt áður en
ég byrja í fatahönnunarnáminu.
Þessa dagana erum við að vinna
í nýrri tónlist sem við ætlum að
gefa út í kringum Airwavestón
listarhátíðina en þar komum við
fram í fyrsta skipti. Góðir tímar
fram undan. starri@365.is
fólk er kynningarblað sem
býður auglýsendum að kynna vörur og
þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í
blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar-
efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Umsjónarmenn
efnis: sólveig gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351, vera einarsdóttir,
vera@365.is, s. 512 5357 | Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 2447,
Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434, Jóhann Waage,
johannwaage@365.is, s. 512 5439, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429
$igmund klæðist hér peysu frá Acne Studios og er með sólgleraugu frá Versace. MYNDIR/HANNA
Hér klæðist $igmund Yeezy 750
Boost skóm sem eru samstarfsverk-
efni Adidas og Kanye West. Buxurnar
eru frá Levi’s og peysan frá Supreme.
Jakkinn er frá A Bathing Ape og er í
miklu uppáhaldi. Sólgleraugun eru
frá Acne Studios.
Buxur frá Levi’s og peysan frá Acne Studios. Skórnir eru Yeezy 750 Boost sem er
samstarfsverkefni Adidas og Kanye West. Sólgleraugun eru frá Acne Studios.
gerir góða díla
$igmund er rappari úr 101 Reykjavík sem hefur áhuga á vönduðum
vörum og flíkum sem eru framleiddar í takmörkuðu upplagi. Réttu
fylgihlutirnir skipta miklu máli og áhugi á tísku er alltaf að aukast.
ÚTSALA!
ÚTSALA!
ÚTSALA!
- allt að 60% afsláttur -
Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook
Opið
virka daga
kl. 11–18
laugardaga
kl. 11-15
Stretch og háar í mittið
Stretchbuxur
á 13.900 kr.
- einn litur
- stærð 34-52
- rennilás neðst
á skálmum
Gallabuxur
á 14.900 kr.
- 6 litir: hvítt, svart,
blátt, beige,
ljósblátt,
ljósbleikt
- stærð 34-48
- rennilás neðst
á skálmum
Endalaust
ENDALAUST
NET
1817 365.is
2 1 . j ú l í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R2 F ó l k ∙ k y n n I n G A R b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G A R b l A ð ∙ T í s k A
2
1
-0
7
-2
0
1
6
0
4
:1
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
0
E
-5
8
7
4
1
A
0
E
-5
7
3
8
1
A
0
E
-5
5
F
C
1
A
0
E
-5
4
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
5
6
s
_
2
0
_
7
_
2
0
1
6
C
M
Y
K