Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.07.2016, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 21.07.2016, Qupperneq 40
Það er ótrúlegur lúxus að fá að skipuleggja Reykholtshátíð – lúxus-vandamál má kannski segja, því auðvitað er það mikil vinna en líka einstakt tækifæri,“ segir Sigurgeir Agnarsson sellóleikari glaðlega. Hann er á æfingu með hluta þess hóps sem sér um tónlistarflutning í Reykholti í Borgarfirði alla helgina og kveðst reyndar vera svona alt- muglig-maður í sambandi við hátíðina. Reykholtskórinn mun hefja leik- inn annað kvöld með fleiri virtum flytjendum Árstíðanna eftir Vivaldi. Það er borgfirskur kór sem Viðar Guðmundsson organisti heldur utan um, að sögn Sigurgeirs. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem kórinn kemur fram formlega á Reykholts- hátíð. En nú er 20 ára afmæli hátíð- arinnar og mér fannst gráupplagt að fá heimamenn til að taka þátt,“ segir hann. „Við erum með úrvals hljóðfæra- leikara að vanda og á laugardaginn klukkan 16 verða kammertónleikar með yfirskriftinni Bach-Mozart- Boccherini,“ lýsir Sigurgeir og kynnir líka stoltur stórtenórinn Elmar Gil- bertsson. „Það var ótrúleg heppni að Elmar var laus á þessum tíma og til- búinn í þetta verkefni. Hann syngur tvö lög með Reykholtskórnum annað kvöld en aðaltónleikarnir hjá honum og Helgu Bryndísi píanóleik- ara eru á laugardagskvöldinu, þeir heita Ástir á köldum klaka. Fyrir hlé flytja þau lagaflokk eftir Schumann við ljóð Heine, einn af hápunktum rómantíska tímabilsins. Eftir hlé er svo úrval laga úr Heimskringlu eftir Tryggva M. Baldvinsson við texta Þórarins Eldjárn í útsetningu fyrir salonhljómsveit og útsetningar Þórðar Magnússonar á vel þekktum íslenskum dægurlögum fyrir píanó- tríó og söngrödd.“ Hátíðarguðsþjónusta verður í Reykholtskirkju klukkan 14 á sunnu- dag og lokatónleikar helgarinnar Stæði ekki í þessu ef það væri leiðinlegt Tuttugasta Reykholtshátíðin hefst á morgun og stendur fram á sunnudag. Fyrstu hljómar hennar eru eftir Vivaldi. Sigurgeir Agnarsson sellóleikari er listrænn stjórnandi hátíðarinnar og heldur um alla spotta. Páll Palomares og Vera Panitch fiðluleikarar, Elmar Gilbertsson söngvari, Helga Bryndís við flygilinn, Gunnar Andreas Kristinsson tónskáld, Þórunn Ósk Marinósdóttir með lágfiðlu og Sigurgeir Agnarsson selló. FréttABlAðið/StEFán ÞAð VAR óTRúleg heppni Að elmAR VAR lAuS á ÞeSSum TímA og Tilbúinn í ÞeTTA VeRkeFni. hAnn SynguR TVö lög með ReykholTSkóRnum AnnAð kVöld en AðAlTónleikARniR hjá honum eRu á lAugAR- dAgSkVöld. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is klukkan 16. Þá verður frumflutt verk eftir Gunnar Andreas Kristins- son sem er skrifað með Elmar í huga. Sigurgeir segir hefð fyrir að panta nýtt verk fyrir Reykholtshátíð, jafnan fyrir söngrödd. Textarnir hafi tengst höfundarverki Snorra Sturlusonar á einhvern máta. „Þess vegna heitir þetta verk Úr Grímnismálum, það er hluti Eddukvæða.“ Þetta er fjórða Reykholtshátíðin sem Sigurgeir sér um, hann tók við af Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara en Steinunn Birna Ragnardóttir píanóleikari hélt um tauminn fyrstu fimmtán árin. „Svona verkefni er eitt- hvað sem maður getur ekki sagt nei við. Ég væri ekki að standa í þessu ef það væri leiðinlegt,“ segir Sigurgeir hlæjandi og leggur áherslu á að góð stemning sé á æfingum.“ Tónleikar Reykholtshátíðar hafa alltaf verið vel sóttir, að sögn Sigur- geirs. „Heimafólk er hátíðinni hlið- hollt, styrkir hana á ýmsan máta og mætir, svo er fjöldi fólks í sumarbú- stöðum í Borgarfirðinum á þessum árstíma og einnig gera sér margir ferð úr borginni. Það er nú bara klukku- tíma og korter verið að keyra upp eftir ef ekki er verið að dóla.“ Dagskrá hátíðarinnar má sjá á reykholtshatid.is. TónlisT söngtónleikar HHHHH lög eftir ingibjörgu Azimu Guð- laugsdóttur. Flytjendur: Margrét Hrafnsdóttir, Gissur Páll Gissurarson, Grímur Helgason, Ave Kara Sillaots, Darri Mikaelsson, Gunnhildur Halla Guð- mundsdóttir og Gunnlaugur Torfi Stefánsson. listasafn Sigurjóns Ólafssonar Þriðjudaginn 19. júlí Í bók Dr. Gunna, Er’ ekki allir í stuði? er fjallað um plötu sem mun hafa fengið stystu tónlistargagnrýni sögunnar. Platan hét Er eitthvað að? Gagnrýnin var svona: Já. Ég ætla að vera margorðari hér. Strax í byrjun fann maður að það var eitthvað mikið að á tónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á þriðjudagskvöldið. Þarna voru flutt lög eftir Ingibjörgu Azimu Guðlaugs- dóttur við ljóð eftir Jakobínu Sigurð- ardóttur í Garði. Þetta voru níu lög og voru í langflestum tilvikum sungin af tveimur söngvurum, þeim Margréti Hrafnsdóttur sópran og Gissuri Páli Gissurarsyni tenór. Fyrir það fyrsta vöktu lagasmíð- arnar upp spurningar. Stíllinn var alþýðlegur, hann hafði sama yfir- bragð og ýmislegt eftir Þórunni Guð- mundsdóttur og Gunnstein Ólafsson. Nærtækasta dæmið er barnaóperan Baldursbrá eftir þann síðarnefnda. Það út af fyrir sig var auðvitað allt í lagi. Ekkert er að því að semja tónlist í einföldu formi þar sem lögð er áhersla á hið lagræna. En þó hér hafi vissulega heyrst margar melódískar hugmynd- ir, komust þær ekki á flug. Laglínurnar voru aldrei grípandi, það var enginn innblástur, enginn skáldskapur, ekk- ert sem hreif mann. Það var eitthvað við lögin sem ekki virkaði. Flutningurinn var ekki heldur góður. Undirleikurinn var í höndum lítils kammerhóps, og þó hann hafi að mestu verið hinn fagmannlegasti, var hann of sterkur þegar Margrét söng. Fyrir bragðið naut rödd hennar sín ekki. Þar fyrir utan var hún gríðar- lega óörugg í hlutverki sínu. Radd- beitingin var ófókuseruð og stundum var hreinlega eins og hún vissi ekki í hvaða tóntegund hún ætti að syngja. Útkoman var ekki ásættanleg. Þess má geta að ég heyrði Mar- gréti syngja á tónleikum á sama stað fyrir einum eða tveimur árum; þá var söngur hennar miklu tilkomumeiri. Það er því ljóst að hún er prýðileg söngkona. Kannski hentaði tónsvið laganna bara ekki rödd hennar. Gissur Páll var mun betri, það heyrðist ágætlega í honum. Hann hefur þó oft verið magnaðri en þarna. Það vantaði allan sannfær- ingarkraft í túlkun hans. Hann er samt frábær söngvari í sjálfu sér, en hann á greinilega að syngja annars konar tónlist. Eins og áður segir spilaði lítill kammerhópur á tónleikunum. Hann samanstóð af klarinettu, harmóníku, sellói, fagotti og kontrabassa. Spila- mennskan var oftast ágæt, og þó heyrst hafi of mikið í hópnum var það ekki honum að kenna. Hljóðfæra- útsetningarnar voru svo ofhlaðnar að það var eins og þær væru sífellt í samkeppni við söngvarana. Heildar- myndin var óskaplegur hrærigrautur. Ljóst er að að þetta voru ekki góðir tónleikar. Ég held þó að Ingibjörg Azima sé ekki slæmt tónskáld. Hug- myndirnar sem lágu til grundvallar lögunum voru oft áhugaverðar, hún hefði bara þurft að vinna betur úr þeim og hafa í huga að þegar útsetn- ingar eru annars vegar þá er minna oft meira. Jónas Sen niðursTaða: Lög eftir Ingibjörgu Azimu Guðlaugsdóttur komu ekki vel út. Hvað var að? ágætlega heyrðist í Gissuri Páli, að sögn dómarans. FréttABlAðið/GVA 2 1 . j ú l í 2 0 1 6 F i M M T u D a G u r28 M e n n i n G ∙ F r É T T a B l a ð i ð menning 2 1 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :1 6 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 0 E -3 0 F 4 1 A 0 E -2 F B 8 1 A 0 E -2 E 7 C 1 A 0 E -2 D 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 2 0 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.