Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.07.2016, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 21.07.2016, Qupperneq 26
Lífið er í lit í sumar og haust og litagleðin allsráðandi, bæði bjart- ir litir en einnig sand- og kanellit- ur í bland. Tískulöggjöfin hefur löngum verið ströng þegar kemur að litagleði og eitt af því sem hefur þótt ómögulegt er að fara yfir um í uppáhaldslitnum sínum og vera í kjól, buxum og skóm í sama lit og jafnvel með eyrnalokka, armband og tösku í sama litnum líka eða að- eins ljósari eða dekkri blæbrigð- um. Tískufrumkvöðlar eins og Sol- ange Knowles hafa þó sagt þessum litalöggum stríð á hendur og velja sér nú samlituð föt og fylgihluti og bera höfuðið hátt enda er það ekki liturinn sem skiptir máli – nema að hann sé töff. Solange Knowles er best þekkt fyrir að vera litla systir hennar Beyoncé en stendur svo sannar- lega fyrir sínu. Hún hefur samið lög frá níu ára aldri og hóf að taka upp fyrstu sólóplötu sína þegar hún var fjórtán ára en platan kom út þegar hún var sautján. Hún lagði stund á leiklist, tónlist og söng frá unga aldri og hefur gert það gott sem fyrirsæta og var meðal annars andlit snyrtivöru- fyrirtækisins Rimmel um tíma og einnig sérlegur sendiherra galla- buxnalínu Armani sem átti að höfða til hinna ungu og svölu. Þá hefur Solange einnig leikið í sjón- varpsþáttum og kvikmyndum. Sol- ange hefur samið lög sem aðrir tónlistarmenn hafa flutt, meðal annars átt lög á sólóplötum allra meðlima ofurstúlkugrúppunnar Destiny’s Child. Fjórða sólóplata hennar er nú væntanleg. Saman- burður við stóru systur er óumflýj- anlegur en þær hafna því báðar að það sé samkeppni á milli þeirra en leggja áherslu á að þær séu mjög ólíkir listamenn og styðji hvor aðra í systrakærleik. Eitt þekkt- asta dæmið um það er þegar Sol- ange réðst að mági sínum Jay-Z í lyftu í maí 2014. Ástæðurnar voru lengi óþekktar en nú tengja flest- ir þessa árás við uppljóstranir um framhjáhald Jay-Z sem Beyoncé opinberaði fyrir heiminum með listaverkinu Lemonade sem kom út í vor. Solange hefur vakið mikla at- hygli fyrir klæðaburð en hún þykir hafa einkar gott auga fyrir tísku og sést gjarnan í fötum eftir heimsþekkta hönnuði eins og Alexander Wang og Alexand- er McQueen. Einnig klæðast þær systur báðar gjarnan fötum úr fatalínu fjölskyldunnar, House of Deréon, sem nefnt er í höfuðið á ömmu þeirra. Þá vakti einnig gríð- arlega athygli að hún skyldi leyfa hárinu á sér að vaxa óáreittu og eins og það er frekar en að temja það með hárlengingum eða nota hárkollu eins og flestar svartar konur. Hér má sjá  Solange í nokkr- um skemmtilegum litaútgáfum af sjálfri sér. Solange KnowleS er alltaf í lit Solange er vissulega frægust fyrir að vera litla systir stóru systur sinnar en hún stendur fyllilega fyrir sjálfri sér sem lagahöfundur og tískufyrirmynd. Litagleðin er allsráðandi hjá henni í sumar. Hér má sjá Solange í áberandi rauðappelsínugulu og takið eftir að meira að segja augnskugginn er í stíl. Þessi mynd er tekin rétt áður en hún steig á svið á FYF-tónlistarhátíðinni í Los Angeles í fyrrahaust. Hvítklædd frá toppi til táar á góð- gerðartónleikum á vegum samtakanna Make it right í New Orleans. Vínrauður samfestingur og rúskinns- sandalar í sama lit á Tibi-tískusýning- unni í febrúar. Solange var gestgjafinn í partíinu You’ve got to be seen green! sem haldið var í Grasagarðinum í Brooklyn. Solange var gul sem sólin í vor á Manus x Machina: tíska á tækniöld, búningastofnunargalaveislunni sem haldin var á Metropolitan-safninu í New York. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 Flottar sumarbuxur fyrir flottar konur Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Ný gallabuxnasending frá kr. 14.900.- str. 36-46/48 Háar í mittið 7/8 lengd 2 litir Útsalan í fullum gangi 40-50% afsláttur 365.is Sími 1817 ALLA VIRKA DAGA KL. 19:10 SPJALLÞÁTTADROTTNINGIN ELLEN NÝR TÍMI 2 1 . j ú l í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R4 F ó l k ∙ k y n n I n G A R b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G A R b l A ð ∙ T í s k A 2 1 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :1 6 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 0 E -4 4 B 4 1 A 0 E -4 3 7 8 1 A 0 E -4 2 3 C 1 A 0 E -4 1 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 2 0 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.