Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.12.1983, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 08.12.1983, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 8. desember 1983 VÍKUR-fréttir Biblían talar símsvarM22i „Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs synir kallaðir verða". - Matteus 5,9. Söfnuður Sjöunda Dags Aðventista Blikabraut 2, keflavik Gefum fallega prjónaflík Býð upp á vél og handprjónaðar flikur. PEYSUR í acryl, lopa og bómull Húfur - Vettlingar - Gammósíur og það vinsælasta í dag: Treflar og legghlífar. Margir litir - Mjög gott verð. KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR Hólagötu 7 - Njarðvík - Simi 2169 JOLAGJÖFINA finnið þið í Safír Gull og demantar Kristall og postulín Úr og klukkur Úrval af hvíta franska postulíninu. Kristal óróar frá kr. 155 SAFÍR GULL- Og GJAFAVÖRUR Hafnargötu 35 - Sími 1755 - KREDITKORTAÞJÓNUSTA - Hvernig væri aó atvinnuljósmyndarinn, i fyrirsætuhlutverki, gæfi sér tíma til aö brosa, ha, ha, ? SÓLVEIG ÞÓRÐARDÓTTIR í NÝMYND: „Benny Goodman var mér erfíður" „Ljósmyndari veröur að vera jákvæöur og finnast gaman aö umgangast fólk," segir Sólveig Þórðardóttir í Nýmynd. ,,Einnig er betra fyrir hann að vera þeim kostum búinn að hafa næmt auga fyrir umhverfi og áhrif- um þess. Ég erekki aðsegja að slíkt verði að vera fyrir hendi áður en haldið er i nám, því vissulega er oftast hægt að læra hvað sem er. Þetta er samt spurning um að hafa tilfinningu fyrir fag- inu." Hvenær byrjaöir þú aö eiga viö Ijósmyndavél? ,,Ég var ekki með Ijós- myndadellu sem unglingur. Frænka mín gaf mér þó kassamyndavél þegar ég var11 ára, enþaðvarekkitil nokkur dellaí mér. Þegarég lauk gagnfræðaprófi þurfti ég að fara að hugsa mér til hreyfings, hvað ég ætlaði að verða. Ég fór og talaði við Heimi Stígsson um nám, og hann tók bara vel í það og aður en varði var ég byrj- uðaðvinna viðljósmyndun. Fyrsta verkið mitt sem kalla má, var að íramkalla passa- myndir, sem þá tók emn dag, en ég þurfti að ganga SUÐURNESJABÚAR Jólaföt á börn og unglinga. - oOo - Eiginmenn athugið: Jólagjöf eiginkonunnar í ár er náttfatnaður frá VERSLUNÍN Tmunfih I NTE RN ATIONAL Sandgeröi - Sími 7415 frá framköllun og kóper- ingu fyrir hádegi, og þegar maður hugsar til þeirra daga og miðar við passa- myndaþjónustu i dag, má segja að breytingin hafi orðið gífurleg og til hins betra. Nú, ég fylgdist síðan með til að byrja með hjá Heimi þar til ég fór sjálf að taka myndir í studíóinu. Sveinsprófi lauk ég síðan á 4 árum, en vann áfram hjá stofunni næstu 6árin, þartil ég stofnaði mitt eigið fyrir- tæki, NÝMYND, þann 11. nóvember 1982, að Hafnar- götu 26." Hvernig er aö stofna sitt eigio fyrirtæki? ,,Það er mikill skóli og þetta fyrsta ár mitt meö eigið fyrirtæki hefur verið mjög lærdomsríkt. Það hefur margt komið inn i dæmið sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir. Þessi hugmynd hafði vissulega komið í huga mér áður og mig langaði mjög til að breyta til eftir 10 ára starf á sama stað." Ljósmyndarar lenda oft i skrítnum ævintýrum er sagt, manst þú eftir ein- hverju skemmtilegu atviki? „Það koma alltaf einhver skemmtileg atvik fyrir hjá Ijósmyndurum, og það er kannski eitt sem situr fast í mér, en það skeði fyrir nokkrum árum. Sjónvarpið hringdi og bað um myndir af Benny Goodman, hinum heimsfræga klarinettleik- ara, sem var að koma til landsins. Ég átti að mæta á Keflavíkurflugvelli kl. 7 morguninn eftir. Fyrir það fyrsta svaf ég yfir mig, en þegar ég vaknaði rauk ég í dauðans ofboði niður á stofu til að ná í græjurnar og siðan upp á flugvöll. Ég uppgötvaði þá allt í einu að ég vissi ekkert hver maður- inn var. Tollararnir sögðu mér að hann væri gamall, gráhærður og með gler- augu. Ég hljóp um alla byggingu, sé allt í einu mann samkvæmt lýsing- unni og smellti af honum mynd, greinilega kolvitlaus maður, þv/ ekki nokkur hræða, hvað þá fréttamað- ur var í kringum hann, en einmitt þá komu tollararnir aftur til skjalanna og ,,björguðu" mér með þvi að vísa mér á hinn rétta Benny Goodman annars staðar í byggingunni. Eftirþaðgekk allt eins og í sögu og ég náði Benna á filmu." Hvað er erfioast i starfi Ijósmyndara? ,,Ég vil ekki segja að það sé eitthvað erfiðara en ann- að. Verkefnin eru mjög mis- jöfn eins og mennirnir eru margir, og þannig tek ég því. Hvað varðar myndatök- ur þá finnst mér ekkert erf- iðara að mynda barn frekar en fullorðna, þetta er eigin- lega bara dagaspursmál, hvernig maður er upplagð- ur sjálfur." Framh. á 15. siðu Sólveig - i nærmynd

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.